Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 53
b
Myndir Egill Sæbjörnsson
Ósk Ólafs Ragnars Grímssonar
um að Bandaríkjamenn framleiddu
teiknimynd um Snorra Þorfinns-
son varð GAUTA SlGÞÓRSSYNI tilefni
til að velta íyrir sér hvernig gömul
þjóðernishyggja hefur nú öðlast
nýtt líf. Hugrrfyhd'fm sem áður
var haldið á lofti til að þjappa
þjóðinni saman eru nú kynntar
til að efla atvinnu og stuðla að
landkynningu.
Árið 2000 nálgast með tilheyrandi uppgjöri á
tuttugustu öldinni og árþúsundinu. Hér á íslandi
höfum við ekki fengið sama skammt af heims-
endaspám og trúarvakningu og nú ríður húsum
meðal Bandaríkjamanna, en þó erum við tekin
að finna fyrir aldarlokunum. Sem betur fer taka
einkennin á sig aðra mynd en hjá nágrönnum
okkar í vestri. Meðan Opinberunarbók Jóhannesar
skýtur upp á yfirborðið í bandarísku trúarlífi,
stjórnmálum og dægradvöl rifja fslendingar upp
Söguna.
Til marks um það er frétt á fjórðu blaðsíðu
Morgunblaðsins 22. júlí síðasdiðinn, með eftir-
farandi fyrirsögn um heimsókn ÓLflFS Ragnars
CrImssonar forseta íslands til Bandaríkjanna:
„Gerð verði teiknimynd um Snorra Þorfinnsson".
í kjölfar þessarar tillögu forsetans spunnust
umræður í íslenskum fjölmiðlum sem oftast
vörpuðu frekar lidu ljósi á þýðingu hennar fyrir
okkur íslendinga. Til dæmis var tillagan rædd í
helgarblaði DKþann 26. júlí í heilsíðugrein með
fyrirsögninni „Fyrsti hvíti maðurinn sem fæddist
i Ameríku: ...og hét sá sveinn Snorri" (bls. 20).
Efni greinarinnar var stutt ágrip af ævi Snorra úr
Grœnlendinga sögu og í innskotskössum voru smtt
viðtöl við kvikmyndagerðarmenn sem sögðu
skoðun sína á verkefninu, dramadskum mögu-
leikum sögunnar og hvort hugmyndin væri yfir-
höfúð framkvæmanleg. Einnig tók Jónas Krist-
jAnsson ritstjóri hugmyndina fyrir í leiðara sama
dag og afskrifaði hana snarlega sem sögufölsun.
Umræðan einkenndist, í smttu máli, af al-
gerri vannýtingu góðs tilefnis. Það skiptir í sjálfú
sér lidu máli hvort hægt er að gera teiknimynd
um Snorra. Raunverulegt gildi hugmyndar for-
setans liggur í öðm en umræðum um sögulegan
sannleik og kvikmyndagerð: Hún er fyrst og
fremst tímabær ábending um það að undanfarin
ár höfúm við fslendingar tekist á við ákveðið los
á sjálfsmynd okkar og gildismati. Þetta los ein-
kennist ekki síst af því að ýmis tákn sem við
héldum trygg í sessi, til dæmis Þjóð, Land og
Saga, hafa breytt um merkingu á tiltölulega
smttum tíma án þess að við höfúm gefið því
sérstakan gaum.
Soga og bióðernisliygqia
Vegna þess að samhengi teiknimyndarinnar um
Snorra varð fljótt óskýrt í umfjölluninni langar
mig að rifja upp fyrsm fregnir af blaðamanna-
fundinum þar sem Ólafúr Ragnar bar fram til-
lögur sínar. f Morgunblaðsfréttinni (22. júlí, bls.
4) segir að aðalumtalsefni forsetans hafi verið
sameiginleg hátíðahöld fslands og Bandaríkjanna
í tilefhi þess að 1000 ár em liðin ffá því að Leifur
EirIksson fann Vínland. Forsetinn lagði til ýmis
atriði til að minnast landafúndanna: „mikil
hátíðahöld á fæðingarstað Leifs Eiríkssonar,
Eiríksstöðum í Dalasýslu, ferðir víkingaskipa frá
íslandi og Grænlandi til Ameríku, útgáfú forn-
sagnanna, sýningar um víkingatímann og ævin-
týraferðir, og síðast en ekki síst, kvikmynd um
Snorra Þorfinnsson, í anda Pocahontas-teikni-
myndarinnar.“ Meginatriðið hér er því ekki
teiknimyndin ein og sér, heldur afmæli landa-
fúndanna og hvernig ætlunin er að minnast þess.
Hugmynd Ólafs snýst því um sögu íslands,
hvernig hana má segja og samkvæmt hvaða
gildismati.
Þessi tillaga um fjölþjóðleg hátíðahöld í sam-
vinnu við Bandaríkjamenn markar nokkur þátta-
skil í því hvernig opinberlega er farið með
íslandssöguna hérlendis. Ólafúr Ragnar hefúr
með henni staðfest ákveðna þróun frá viðtekinni
söguskoðun og þjóðernislegu gildismati. Saga
landsins var ffam eftir þessari öld saga sjálfstæðis
og baráttu fyrir því. Sú íslandssaga er saga gull-
aldar, hnignunar og endurreisnar af völdum þjóð-
ernishyggju. Á þjóðveldisöld riðu hetjur um
héruð og íslendingar áttu sig sjálfir, landinu var
stjórnað af Alþingi sem kom saman á Þingvöll-
um. Síðan hófst Sturlungaöld með mannvígum>-
„ Undanfarin ár höf-
um við Islendingar
tekist á við ákveðið
los á sjáljsmynd
okkar og gildismati.
Þetta los einkennist
ekki síst afþví að
ýmis tákn sem við
héldum trygg í sessi,
til cLemis Þjóð, Land
og Saga, hafa breytt
um merkingu á
tiltölulega stuttum
tíma án þess að við
höfum gefið því
sérstakan gaum. “
Fjölnir
hnust '97