Fjölnir - 30.10.1997, Page 57

Fjölnir - 30.10.1997, Page 57
Það er ómetanleg lífsreynsla að kynnast landinu sínu í gegnum stækkunargler eða kíki. Haraldur JóNSSON ákvað að skella sér í geimfarabúning okkar jarðarbúa, Gortexgallann, og þannig ferðaðist hann um ólík svið íslenska mannlífsins og dró ályktanir af því sem fyrir augu bar. QÐDlD Sá sem lendir í fyrsta skipti ofan á þessari eyju veit auðvitað ekki hvað hann á að halda. Sú heimsmynd sem birtist fyrir framan augu hans er frekar tengd annarri plánem en því þrælskipu- lagða og manngerða landslagi sem hann á að venjast frá öðrum svæðum jarðkringlunnar. ísland er greinilega eyja og hún er staðsett efst á hnettinum. Landið er stöðugt milli tveggja elda; sólarinnar sem er svona nálægt og síðan allra eldgosanna undir iljunum á eyjarskeggjum. Samt er ekkert rosalega heitt hérna. f næsta nágrenni er Norðurheimskautið. Og ísbirnirnir. Það hjálpar til við að kæla íbúana niður. Og jarð- skjálftarnir til að hrista þá saman. í rauninni er alveg ótrúlegt að einhver skuli yfirleitt búa hérna. Tékkneska videolistamannin- um Woody Vasulka finnst til dæmis að íbúarnir hérna passi ekki við eyjuna. Landslagið samlagist varla persónuleikanum. Að vera eyja er meira en að segja það. En það er alltaf gott veður á landakortum. Þegar ísland er skoðað úr Iofti límr það út eins og upphaf heimsins. Eða heimsendir. Lands- lagið líkist ástandinu eftir meiriháttar náttúm- hamfarir þar sem allt hefúr eyðst af jörðinni. Yfirborð landsins er sömuleiðis sérkennilegt. Eyðimörk í svörm og hvítum jöklum. Annars þúfúr. Undir þeim liggja allar rollurnar sem hafa farist í fjölmörgum eldgosum sem em dæmigerð fyrir veðurfárið á þessum slóðum. Þýfðu svæðin eru í rauninni einn heljarstór kirkjugarður. Hver er annars munurinn á eyju og skeri? Það sprettur gras á eyjunni. Við höfúm verið að velta fyrir okkur muninum í gegnum aldirnar. Hvort að þetta land sé aldingarður eða eyðimörk. Öldum saman þorðum við ekki inn í landið af því að við vorum ekki viss um hvort það þar væri himnaríki á jörð eða helvíti fyrir útilegumenn. Ef þú ert ekki fæddur hérna skilur þú eðlilega ekki mngumálið sem eyjarskeggjar tala. Það getur líka verið annmörkum háð fyrir údending að tjá sig í þessu umhverfi. Setningarnar hverfa jafnóð- um ofan í gljúpan mosann og viðkomandi heldur að hann sé loksins kominn út í geiminn. íslenskt landslag er bæði hrátt og bert. Til- raunir til að klæða það í skóg em að margra mati ffekar undarlegar þar sem þær em ekki eðli þessa lands heldur miklu ffekar údenskt skraut. Einir, birki, reynir og víðir em einu trjátegundirnar sem teljast geta íslenskar. Samkvæmt Bernar-sáttmál- anum og sömuleiðis Ríó-samþykktinni höfum við til að mynda skuldbundið okkur til að tak- marka ágengar erlendar plöntutegundir hér til að forðast plágur ýmiss konar. Eypór Einarsson grasafræðingur og margir fleiri hafa bent á að effir þessum reglum sé ekki fárið og þess vegna vaði til dæmis lúpínan uppi um allar trissur. Alls kyns plöntur sem vaxa hérna niður við sjávarmálið fyrirfinnast hins vegar ekki fyrr en lengst uppi í fjöllum annarra landa. Þena á sömuleiðis við um eyjarskeggja, þeir em bæði mjög jarðbundnir en um leið mjög hátt uppi á andlegum sviðum miðað við marga íbúa annarra svæða jarðkringlunnar. íslenskt loft er það ómengaðasta og víðáttu- mesta í heiminum. Þess vegna eru kílómetrarnir hlutfallslega lengri hér en annars staðar. Um leið lifúm við í mjög sérkennilegu lofttæmi þar sem ísland telst til einangraðri svæða á jarðkringlunni. Það er þykkur en gegnsær hljóðmúr allt í kring- um eyjuna. Á síðusm misserum er þetta sem bet- ur fer að breytast hratt með Fjölvarpinu, Inter- Haraldur Jónsson Hvarfpunktur, 1995 netinu og frekari samkeppni og möguleikum hjá enn fleiri flugfélögum. Það er líka dálítið merkilegt að fslendingar byrjuðu ekki að ferðast markvisst um innanverða eyjuna fyrr en útlendingar voru búnir að dásama hana og finna bæði blátt lón til að baða sig í og heita gjá í Mývatnssveit. Sú síðarnefnda var ein- mitt uppgötvuð af enskum stúdentum á fjórða áratugnum í skemmtiferð. Bændur í nágrenninu höfðu ekki sýnt henni hinn minnsta áhuga. Það er ekki fyrr en á allra síðustu ámm sem fan er orðið sjálfsagðara en leggjast undir bert loft eða tjalda langt ffá mannabyggðum. Fyrst þurftu Jónas og félagar að upphefja náttúmna í ljóðum og sögum og rúmlega öld síðar mundum við affur eftir henni þegar búið var að prenta mynd- skreyttan bækling í lit um alla dýrðina. Þar sann- ast enn og aftur að hlutur er ekki til nema til sé mynd af honum. Við erum að tala um rómantík hina fyrri og síðari. Það er líka dálítið merkilegt að til dæmis í íslendingasögunum er lítið um eiginlegar lands- lagslýsingar. Daglega lífið hérna er hrásoðið. Engar auð- lindir eru í jörðu og flestir lifá í einni kös niður við sjávarmálið. Landið er tómt aö innan eins og Ástralía. Bæjarfélög inni í landi eru teljandi á fingrum annarrar handar en þau lifá mörg á límtrjávinnslu eða framleiðslu camenberts. Fólki úr undirstöðuatvinnugreinunum, bændum og sjómönnum, hefúr fekkað ört á síðustu árum. Margir þeirra eru fluttir til borgarinnar. Sumir bændanna fengu strax vinnu í Húsdýragarðinum og sjómennirnir gjarnan í gullfiskabúðum eða hreinlega sem sundlaugaverðir. Fátt af gæðum landsins hentar til útflutnings. Jarðskjálffar, norðurljós, holóttir vegir, bergmál, sólnæmr, íslenskt myrkur, jarðhiti, yngstu fjöll í heimi og rafmagn. Á síðusm ámm höfúm við því Núna tekur gróðurríki hálendisins nefúilega tímabundnum stökkbreytingum yfir sumartím- ann. f stað hinnar margrómuðu auðnar liggur yfir landinu þéttriðið net skærlitaðs en rótlauss gróðurs sem er náttúrlega ekkert annað en túrist- ar faldir inni í regnbogagöllum. Bráðum vilja út- lendingarnir ömgglega ferðast enn lengra eða alla leið til Grænlands og Alaska. Við verðum því senn að finna upp á einhverju nýju til að draga athyglina hingað. íslenska kvenfólkið verður þó alltaf sígilt sem það fallegasta í heiminum. Núna er líka aðeins tímaspurning hvenær hið sama kemur í ljós um karlmennina því það heyrist æ oftar frá gestum sem koma hingað í lengri eða skemmri tíma að íslenski karlpeningurinn sé orð- inn eftirsótmr alþjóðlegur gjaldeyrir. íslenskan er móðurmál allra hinna Norður- landamálanna. Hún er það sem málfræðingar kalla latína norðursins. Hún er frummál Skandinavíu. Allt byrjaði hér. Við stöndum sem sagt á byrjunarreitnum. Við erum á naflanum. Niðri í naflanum. íslensk tunga er trúarbrögð okkar. Við hleypum helst engum ókunnugum inn í það samfélag. Jafnvel þó útlendingur tali ágætis íslensku og hafi jafnvel látið umskera á sér tunguna til að ná rétmm framburði, þá heyrum við samt alltaf hreiminn. Hér gerist margt á sama tíma. Maður veit aldrei hvort lífið sé að lognast út af eða rétt að byrja. Af þeirri einföldu ástæðu að við höfúm lítinn samanburð við önnur menningarsvæði. Samt fylgjumst við rosalega vel með hvað er að gerast annars staðar. Þegar maður býr á eyju er nauðsynlegt að tala annað tungumál og kunna að synda. Hugmyndir eiga samt stundum erfitt með að skjóta rótum hvort sem um er að kenna hrjóstrugum jarðvegi eða veðurfari sem feykir þeim jafnóðum út í buskann. Það þarf ekkert að vera verra því þannig á sér stað sífelld og nauð- synleg endurnýjun. Nýjungagirnin hefúr þó stundum komið okkur í koll eins og þegar við flytjum inn hráar hugmyndir sem eiga síðan ekki við íslenska staðhætti og úreldast því á stuttum tíma. Samhengisleysið kemur okkur samt oft til góða. Hugmyndir sem berast hingað fyrir skipu- lagða tilviljun öðlast þá gjarnan algjörlega nýtt samhengi. Hvort sem um er að ræða rekavið eða suðræn fiðrildi, allt verður nýtt á sinn hátt. Við girtum okkur af með rekaviðnum en setjum fiðrildið frekar á safn. Stundum er samt erfitt að útskýra íslandssöguna fyrir útlendingum. Þegar Jónas frA Hriflu sýndi til dæmis úrkynjaða list í Gefjunarglugganum var það samt ekki í neinu samhengi við sýningu Göbbels á framúrstefnulist undir sömu yfirskrift í Berlín. Þetta samhengis- leysi og þessi einangrun eru oft hrein og klár „Þegar Island er skoðað úr lofti lítur það út eins og upp- hafheimsins. Eða heimsendir. Landslagið líkist ástandinu efiir meiriháttar náttúruhamfarir þar sem allt hefur eyðst afjörðinni. Yfirborð landsins er sómuleiðis sérkennilegt. Eyðimórk í svórtu og hvítum jóklum. Annars þúfur. “ laðað æ fleiri erlenda ferðamenn til landsins. Þó bannað sé að flytja hrátt kjöt inn til landsins þá er í lagi að flytja inn ferðamenn en þá frekar í styttri tíma. Innflutt ferðamennska er orðin einn aðalatvinnuvegur þjóðarinnar. Við seljum þeim þögn og mannlaust landslag. Með aukinni ferða- mennsku eru þessi fyrirbæri þó á undanhaldi. himnasending sem slær mörgum póstmódernísk- um hugmyndum um uppbrot og óvæntar sam- setningar algerlega við. Það er líka deginum ljós- ara að þjóðir sem lifa á jaðarsvæðum í menning- arlegum skilningi, svo ekki sé talað um veðurfars- legum, hafa auðvitað upp á annað að bjóða en þeir sem búa í miðjum mannelgnum. Þetta eru >■ Haraldur Jónsson Islenskt málver, 1996 Fjölnir haust '97 57

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.