Fjölnir - 30.10.1997, Síða 64

Fjölnir - 30.10.1997, Síða 64
„ Við höjum náð feiknarlangt í baráttunni gegn mörgurn líkamleg- um sjúkdómum. Við höfium aðgang að lyjjum sem gera krafiaverk og lífi- líkur okkar eru meiri en mannkyn hefur nokkru sinni óraðfyrir. En getur verið að sumir af hinni ungu kynslóð þoli ekki alla þessa heilbrigði? Að ungt fólk kjósi sér sjúk- dóma eða sjúkleika til að flýja til fiá margvíslegum óöryggiskenndum? Að fikniejnaneyslan sé órvœntingarfull leit efiir líjsjyllingu og lífihamingju? “ Fj 64 olnir timarit handa íslendingum hnust '97 Haukur Ingi Jónasson: Hin unga kynslóð í þessari grein verður rætt um hina ungu kynslóð. Um óheilbrigði og heilbrigði — um fíkniefni og lífsfyllingu. Hin unga kynslóð er á margan hátt heilbrigð kynslóð — margt ungt fólk býr yfir reisn, vilja og heilbrigðu lífsafli sem gerir það heilsteypt og sterkt (kannski í sumum tilfellum of sterkt). Ungt fólk er upp til hópa vel upplýst, áhugasamt og ber virðingu fyrir vissum gmndvallargildum, t. a. m. mannréttindum. Hin unga kynslóð er atorkusöm og fylgin sér og fer þangað sem hún ætlar sér. Hún er því að mörgu leyti merkileg kynslóð og ffambærilegur merkisberi okkar sem samfélags og þjóðar. En hin unga kynslóð er líka sjúk kynslóð. Margir af hinni ungu kynslóð eiga mjög erfitt. Ur andlitum margra má lesa kvöl og vonbrigði, þetta staðfestist í þeim sögum sem þau hafa að segjæ Sögur um erfið uppgjör, vonbrigði, sam- keppni, fíkn í efini, spennu og losta, brostin ástar- sambönd og reynsla af vanvirðingu fólks hvert í annars garð — sögur um hugarangur, uppgjöf og rugalanda í hugsun og tilfinningum. Og sé grannt skoðað má oft, leynt eða ljóst, finna sáran kvíða og jafnvel algert siðferðilegt skeytingarleysi. Ein alvarlegasta birtingarmynd þessa er fíkniefna- neysla ungs fólks. Ef reynt er að greina betur sjúkleika hinnar nýju kynslóðar þá má m. a. benda á að hún er alin upp í anda þess sem ég kýs að kalla hagfræði- lega rétttrúnaðinn, þ. e. þeirri trú að markaðshag- kerfi líkt því sem við búum við veiti okkur besta mögulegt adæti og að fólkið, þ. e. markaðurinn, skuli ráða. Hin unga kynslóð tortryggir því öll kennivöld, þá sem hafa hugsjónir, stjórnmála-; eða trúarskoðanir og jafnvel þá sem eru einfajd- lega að gera það sem er gott. — Hin unga kyn- slóð áh'tur að að baki slíkrar viðleitni hljóti að felast eigingjarnar hvatir, tilraun til að tryggja stöðu sína á markaði. Á sviði þess andlega eða siðferðislega er þessu eins fárið. Hin unga kynslóð vill ráða sér sjálf og gera allt sem hún vill svo framarlega sem hægt sé að komast upp með það. Margir virðast líta á aðra sem hluti, sem vörur á markaði. Þessi afstaða kemur m. a. ffam f kynferðis- málum og það er sláandi að sjá lýsingar sumra ungra íslenskra rithöfúnda á þeim veruleika f samtíð okkar. Ýmsir erlendir hugsuðir í samtím- anum hafa líka velt því fyrir sér hvon náin mannleg samskipti fari halloka í samfélögum Vesturlanda og hvort við höfúm fært eðlislæga þörf okkar fyrir tilfinningatengsl alla yfir á róm- antíkina. í útvarpsþætti Melkorku Teklu Ólafsdóttur s. 1. vetur var vitnað í danska rithöfúndinn Peter Hoeg sem lét svo ummælt í viðtali: >yA síðustu tímum hafaýmsir hlutír verið troðtiir niður í svaðið. Fjölskyldubönd, trúarlegt sam- hengi og dagleg umgengni við fðlkið par sem maður býr, þetta er ekki lengur tiL Þessi verð- mœti eru glötuð. En það er ekki hœgt að btzla algerlega þörfmannsins jyrir samskipti við aðra og þörf hans tíl að leita víðari skilnings á ver- öldinni í kringum hann — svo þessi þörferflutt yfir á ástina. Ástin er það eina sem enn lifir. Þetta þýðir að makinn á að gefa manni allt það sem maður far ekki í öðrum samskiptum. Mak- inn þarf því að bera gífurlegan þunga og nú er krafist miklu meira afástinni en henni var nokkru sinni atlað að gefa. Ein hlið þessa er sú ofitráherslan sem er lögð á kynlíf. Það er á forsíðum blaðanna annan hvem dag. Á sama tíma segja kynlífifrttðingamir okk- ur að kynferðismál séu orðin gífiirlegt vandamál fyrir marga sem lifa og hrarast í samfélagi okkar. Kynferðismál em orðin að uppblásinni blöðru. Auðvitað er kynhvötin ein afsterkustu frum- kröjtum mannsins — en það mikilvagi sem hún hefur fengið er í senn sorglegt og hlagilegt. “ En ef mark er takandi á því sem hér hefúr verið sagt, þá er ljóst að það er eitt og annað í samfélagi okkar sem bendir til sjúkdómseinkenna hjá hinni ungu kynslóð. En það er líka annað sem blasir við og það er að við höfúm náð feikn- arlangt í baráttunni gegn mörgum líkamlegum sjúkdómum. Við höfúm aðgang að lyfjum sem gera kraffaverk og lífslíkur okkar em meiri en mannkyn hefúr nokkru sinni órað fyrir. En getur verið að sumir af hinni ungu kynslóð þoli ekki alla þessa heilbrigði? Að ungt fólk kjósi sér sjúk- dóma eða sjúkleika til að flýja til ffá margvísleg- um óöryggiskenndum? Að fíkniefnaneyslan sé örvæntingarfúll leit effir lífsfyllingu og lífsham- ingju? Hvað á ég við með þessu? Hvernig getur nokkur kosið sér sjúkdóma og niðurrif fíkniefna- neyslunnar? Eru sjúkdómar og sársaukinn, óþæg- indin og hætturnar sem þeim fylgja ekki eitthvað sem allir forðast? Jú ... og nei! Ég held að það sé í innsta eðli okkar að þrá heilbrigði, jafnvægi, skipulag og öryggi, en það er líka eitthvað annað — oftast ómeðvitað — sem kýs sjúkdóma, óskipulag og hættur. Þannig sé ég í samfélagi okkar hóp sem fer stækkandi sem flýr inn heim sjúkleika, fikna og veikinda. Aðstæður sem gera einstakiingnum kleiff að búa í heimi ímyndunar sem gott er að hvfla í svo lengi sem raunverulegt líf snertir ekki við honum. Eða hvernig má með öðrum hætti skýra fíkniefnaneyslu hjá jafnvel vel greindu og efnilegu ungu folki? Spurningin sem vaknar er hvort þetta sé sjúkleiki ungu kynslóðarinnar einnar eða samfélagsins í heild — og hvað er ril ráða? Sjúkar kynslóðir og sjúkt samféiag eru ekkert nýtt í veraldarsögunni. Elstu rituðu heimildir vitna um samskonar vanda og allt frá allt frá tfm- um forn-Grikkja og Nýja testamentisins má finna vangaveltur á borð við þessar hér. Fólki fánnst sem það lifði á óheilbrigðum tímum — það kallaði þá „þessa heims tíma“, „líf í holdinu“ cða „þessa öld“. Það sá ekki aðeins líkamlega sjúk- dóma heldur líka þau niðurbrjótandi öfl sem jy virtustráða ríkjum í hugum margra. Það áleit geðsjúka andsetna eða undir áhrifavaldi djofúl- Iqpa afla og reynt var að lækna þá með því að kasta út illum öndum. Fólk á þcssum tímum vissi líka að þjóðir gátu verið sjúkar og að sjúkir menn f áhrifastöðum og í ráðandi stéttum höfðu afgerandi álirif á heilbrigði allra einstaklinga sam- félagsins. Ef menn til forna lifðu á sjúku tfmabil vænru þeir þess að nýtt tímabil, ný öld myndi hefjast og ný kynslóð kæmi ffam. Þeir vonuðu á nýja tíma sem færðu heilbrigði og heilun, lækningu, frelsun — og frelsara. En fielsun er í raun lækning og frelsari er læknir, þ. e. sá sem gerir heilt. Það er í þessu ljósi sem lesa þarf Nýja testamentið. Nú eru Lækningarfrásögur guðspjallanna sterkur pipar í nösum margra nútímamanna — ekki síst þegar áhersla er lögð á þær sem krafta- verkafrásögur úr fornöld í stað þess að skoða þær sem lækningarffásögur fyrir samtíð okkar — en það eru þær í raun. Þær birta stöðu mannsins, tengsl líkamlegra og andlegra sjúkdóma, tengsl sjúkdóma og sektar, þrána effir lækningu og um leið óttann við lækningu. Það er effirtektarvert hvað mikið af nútíma innsýn í eðli ýmissa sjúkdóma er að finna í þess- um sögum: Þær segja að það að vera heilbrigður sé að vera heill á líkama og sál. Þær sýna að sál- sjúkir menn — t.a.m. fi'klar af ýmsu tagi — ótt- ist lækningu því lækningin krefst þess að þeim sé kastað út úr því örugga en takmarkaða rými sem fylgir hugsýkiseinangrun. Þær sýna að lækning sálarmeina er erfið og þjáningarfúll. Þær veita innsýn inn í tengsl sektar og sjúkleika — að dómhörð samviska eða samviskuleysi og siðferðis- brestir geti leitt til líkamlegra og andlegra sjúk- dóma. Þetta skýrir hversvegna JESÚS veitir í frægri sögu lömuðum manni fyrst fyrirgefningu synda hans og síðan lækningu. Maðurinn hafði að öll- um líkindum búið við langvarandi innri baráttu, við sekt- og ótta og þar lá rótin að veikindum hans. Þegar Jesús fyrirgefúr honum, tekur hann í sátt, finnur maðurinn sátt við sjálfán sig og heim- inn og verður heill og heilbrigður. Það er ekki margt í nútíma sálarfræðum sem veitir dýpri eða sannari innsýn en þessi saga — og þá með talið inn í eðli fikniefnavandans. En slíkar sögur segja fleira: Þær lýsa þeirri afstöðu sem gerir lækningu mögulega — og sú afstaða er kölluð trú. Trú merkir hér að sjálfsögðu ekki trú á tiltekin fyrirbæri sem engar forsendur eru fyrir — og hefúr aldrei merkt það í neinum ærlegum trúarbrögðum og ætti aldrei að misnota með þeim hætti. Trú merkir að vera gripinn af krafti sem er stærri en maður sjálfúr, kraffi sem hristir, skekur og snýr, umbreytir og læknar. Trú er að gefast þessum kraffi. Fólkið sem Jesús gat læknað gafst honum. Það gaf upp persónu sfna, innri klofning, mótsagnir, sjálfsfyrirlitningu, hatur og örvæntingu og um leið óumburðarlyndi sitt gagnvart öðrum. Þetta fólk hafði óttast lífið — lifáð við sjálfsásakanir og afsakanir og annaðhvort flúið dl einmanaleikans, eða ffá sjálfú sér til ann- arra, og að endingu reynt að flýja ffá ógnum til- vistarinnar inn í þjáningarfúllt öryggi andlegra og líkamlegra sjúkdóma. í okkar samtíma em það ekki síst ýmiss konar lyf og fíknir sem fólk flýr til til að yfirvinna sársaukann af því að vera til. Það vat einkum fólk í þessu ástandi sem gafst Jesú og sú uppgjöf kallast trú. En hann tók fólkið ekki að sér, eins og góður hjálpari eða læknir skyldi heklur ekki gera, heldur sendi það frá sér sem nýja menn, læknaða og heila. Og þegar hann dó þá skyldi hann eftir sig hóp af fólki sem þrátt fyrir ótta, ógn og skeifingu var sannfært um að það væri læknað, „frelsað", og að sá lækningar- máttur sem hefði læknað þau væri nægilega mátt- ugur til að hreyfa við einstaklingum og þjóðum um allan heim. Við sem samfélag tilheyrum þessum nýja veruieika Krists, þ. e. við sem þjóð ákváðum fyrir hartnær 1000 ámm að verða kristin þjóð. En það verður ekki fyrr en við verðum í raun og sanni gripin afþessum nýja veruleika Krists að við reynum að lækningarmátmr Krists er mitt á mcðal okkar og býr í okkur sjálfúm. Lokasþurningin mín er þessi: Hvað getur gert okkur sem samfélag heilbrigt og hina ungu kynslóð heila? Og svarið er: Nýr vemleiki — Ný sýn — Ný og dýpri reynsla af því að vera til. Að við tökum í sameiningu í auknum mæli að gefa gaum að því smáa sem skiptir okkur raunveru- iega máli í samskiptum við aðra. Nýr veruleiki þar við sættumst við þær innri mótsagnir sem búa f okkur og gemm þannig staðið heil og heil- steypt. Nýr vemleiki þar sem lífskrafúr ungs fólks ervirkjaður og það ötvað til að eiga sér hugsjónir og raúnhæfa drauma. Nýr veruleiki þar sem við sem samfélag skilgreinum raunverulegar þarfir oltkar og greinum kjarnann ffá hisminu þegar við tökum ákvarðanir á markaði. Nýr veruleiki þar sem við finnum okkur áhugamál og verklag sem eyðir ekki orku og auðlindum komandi kyn- slóða. Nýr veruleiki þar sem raunveruleg ást ríkir, og þá ekki aðeins ástin á lostanum þar sem mað- ur vill aðeins heill sjálfs sín og sá sem eitthvað skortir vill aðeins það sem getur gert hann heilan, heldur ástin á vináttunni þar sem líkur sækir líkan og vill aðeins heill hins. Nýr veruleiki þar sem við rækjum hvert annað af alúð og áhuga. Nýr veruleiki þar sem ungt fólk býr við nægilegt adæti og örvun til að það flýi ekki inn í heim fíkniefnaneyslu og verði fórnarlömb og þrælar sjúkra fíkniefnasala. Nýr veruleiki þar sem við lifúm ekki eftir öld þessari heldur tökum háttaskiptum í hugarfári og gerum vilja Guðs, hið góða, fagra og fúll- komna. ■
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Fjölnir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.