Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 65
Myndir steingrímur Eyfjörð Kristmundsson
ísland hefur öll einkenni nýfrjáls sovétlýðveldis
að sögn CUNNARS SMÁRA EdLSSONAR. Alla
þessa öld hafa innlendir valdsmenn
haft algjöra stjórn á samfélaginu G
og lengst af haldið því lokuðu. ^
Til þess beittu þeir óttanum og
þjóðernishyggjunni; ísland var eitt,
heimurinn annað. Það var ekki
fyrr en á áttunda áratugnum að
alvarlegir brestir komu í sovét-
kerfið, fyrst og fremst með gífur-
legri einkaneyslu. Þjóðin tók stóra
stökkið inn í Kringlu. En hún <sx
hefur ekki sóst eftir víðtækara
frelsi, sjálfsagt fyrst og fremst
vegna að engin hefð var fyrir ^
virkri andstöðu við sovétkerfið.
Sovétið lifir því enn og situr sinn
svip á flesta geira samfélagsins.
Sovet fslano !
Hvencer hverfur þú?
1 Öllu nw nú offgera
EINSKONAR INNOANOUR
Það er allt eitur. Það er meira að segja hægt að
drepa mann með lofti. Þú þarft ekki annað en
líma fyrir nasirnar á honum, troða fysibelg upp í
munninn og byrja að pumpa. Eftir smátíma
glennir hann upp augun og verður á svipinn eins
og hann vilji kasta upp. Síðan verða augun
hundsleg; hann er að biðja um miskunn. Svo
deyr hann. Það er sömuleiðis hægt að drepa .
mann með loftleysi. Þá límirðu fyrir (/
munninn á honum og bíður. Eftir ^
smásmnd deyr hann. ^
Ef lífið er eitt frekar en annað, ^
þá er það jafnvægi. Og það er ákaf-
lega viðkvæmt jafnvægi. Vísindamenn
hafa til að mynda drepið rotmr með
því að koma því svo fyrir að þær fai
ekkert járn að borða. Þeir hafa síðan drepið
aðrar rotmr með því að gefá þeim of mikið járn.
Einhverjum vísindamanni datt í hug að drepa
rotm með því að gefá henni of mikið af Fresca
— hvað svo sem hann var að sanna með því.
Við höfúrn svo sem alltaf vitað að lífið er við-
kvæmt jafnvægi. Mamma sagði mér það ungum
að öllu mætti ofgera og hafði það eftir ömmu
sinni, sem sjálfsagt hafði lært það í sinni æsku.
Þær mæðgur þurftu engar tilraunastofúr til að
komast að því að allt er best í hófi — líka Fresca.
Samkvæmt þeirra kokkabókum á að nota sitdítið
af hverju; dálida saft á grautinn, pínulítíð af ediki
með rauðmaganum og örlítið múskat í kartöflu-
músina. Ef of mikið af múskati er látið í músina
deyr hún.
Þannig er lífið.
lr egar HAaoóR Laxness var hálfþrítugur var hann
á góðri leið með að verða leiðinlegastí maður ís-
landssögunnar. Enginn maður hefúr orðið jafn
illa sigldur og Laxness var á þeim árum. Hann
var svo forffamaður að allt sem minnti hann á
upprunann fór í taugarnar á honum; hvert smá-
atriði. Hann þoldi ekki lyktina af fslendingum.
Það pirraði hann hvernig þeir drötruðust áffam,
hvað þeir voru hoknir og krepptir, hvernig þeir
spýtru á gólfið og ræskm sig. Hann fyrirleit ís-
lenskar brýr, íslenska skó, íslenskan söng. Hann
gat ekki fengið af sér að trúa á íslenskan guð og
fánn sér annan fágaðri suður í Róm.
Þegar Laxness neyddist til að koma heim hélt
hann sig í Unuhúsi þar sem menn drukku f sig
menningararfleið mannkynsins af bókum sem
þeir pönmðu frá údöndum. Jakob Jóhannesson
SmAri fékk Lao Tse sendan í pósti, Erlendur kúb-
ismann, Þórbercur sitthvað um jóga og komm-
únisma en StefAn frA HvItadal lét sér nægja
að geta sér til um innsm rök kaþólskunn-
ar. Þetta var fállegt samfélag; einskonar
lftil spegilmynd af heimsmenningunni
— svipað og Klambratúnið er
sýnishorn af náttúmnni. Og það
var alltaf gaman þegar Laxness
kom utan og plantaði splunku-
nýrri hugmynd í eitthvert
hornið í Unuhúsi. Svo var
hann rokinn. >■
„Þegar Halldór
Laxness var hálf-
þrítugur var hann
á góðri leið með að
verða leiðinlegasti
maður íslands-
sögunnar. “