Fjölnir - 30.10.1997, Page 69

Fjölnir - 30.10.1997, Page 69
Gunnar Smári Egiisson Sovét-ísland Magnúsar L. Sveinssonar og Cvends Jaka og lofa þeim atkvæðum sín- um og niðja sinna. Það fékk enginn að C2s reka sjoppu í Reykja- vík án þess að ganga í Sjálfstæðisflokkinn. Skipan yfirkennara í barnaskóla Grindavíkur fór eftir skiptareglum stjórnmála- flokkanna. En þó þetta ástand hafi skánað lítil- lega þá lifum við í reynd enn við sama ægi- vald flokkakerfis- ins. Tilslökunina má ef til vill fyrst og fremst rekja til þegjandi mótmæla fólksins, það hefur hætt að ganga í flokkana. Og eftir því sem færri eru innan þeirra þeim mun erfiðara gengur þeim að manna leigu- bílana og sjoppurnar. Bílstjórarnir og sjoppukarl- arnir eru allir komnir í bankaráðin. Ef einhver efast um þessi ægitök flokkanna á samfélaginu getur sá tekið sér Kennaratal f hönd og dundað sér við að eyrnamerkja skólastjórana stjórnmálaflokkunum. Það sama getur hann gert við Rithöfundatal, skrá yfir dómara í héraðsdómi og Hæstarétti, starfsmenn Stjórnarráðsins, for- mennlverkalýðsfélaga, forstöðumenn ríkisstofn- ana, fféttamenn Ríkisútvarpsins, kennara við Há- skólann, stjórnarmenn heilbrigðisstofhana — meira að segja starfsmenn meiraprófsnefndar. Á íslandi taka menn ekki próf á rúm án þess að gangast flokkaræðinu á hönd. Hver einasti raunverulegi og ímyndaði valda- pósmr í samfélaginu er eign stjórnmálaflokkanna. Hann er örlítill þátrnr í algjörri stjórn þeirra á samfélaginu. Og sem fyrr er þetta vald röksmtt með nauðsyn varnarstöðu um veika stöðu lands og þjóðar. Við megum ekki við frjálsræði á nein- um sviðum samfélagsins sem máh skipta. Eins og í upphafi aldarinnar stjórna famennar klíkur landinu, ýmist í gegnum ríkisvaldið eða samofnar fyrirtækjablokkir. í skjóli þessa valds hafa bankar og fjárfesting- arsjóðir afskrifað 40 milljarða af dellulánum án þess að nokkur geri við það athugasemd. Og sökum þessa valds spyrjum við einskis. Við horf- um með vonarblik í auga á hlutafélagavæðingu en kjósum að líta ffamhjá raunverulegu eðli bankakerfisins. Við viljum gleyma að ef valda- blokkir í íslensku viðskiptalífi hefðu ekki verið orðnar fástmótaðar hefði ekkert ríkisfyrirtæki verið einkavætt. Við höfúm séð ríkis- og flokka- valdið sleppa tökunum á fjölmiðlum en aðra arma þessa sama valds ná tökum á þeim á örstuttum tíma. Stuttur tími ffjálsrar fjölmiðlun- ar hafði því engin áhrif á samfélagið, það er allt við það sama. Og við höfúm lært að fagna þegar fslenskar sjávarafúrðir gera samning við Rússa á Kamtsjatka, þegar SÍF kaupir kanadískt saltfisk- fyrirtæki og ÍS ffanskt en gleymum að veldi þessara fyrirtækja byggist á áralangri einokun á nýtingu náttúruauðlinda okkar. Við dáumst að viðskiptasnilld þeirra sem ræna okkur. Svo miklir aumingjar emm við. Við fyllumst stolti yfir hversu valdablokkunum hefúr tekist að klæða sig frjálslega. Sem fyrr viljum við að sýslu- maðurinn sé reffilegur og haldi sig höfðinglega. 3. islenslc menning______________________ EINSKONAR BÓKMENNTA- OG USTASAGA Þegar Libby's og Hunt's-tómatsósurnar komu til íslands lyppaðist Vals-tómatsósan niður. Hún hafði setið ein að bragðlaukum íslendinga áratug- um saman varin af glórulausum innflutningstoll- um og sjálfsafgreiðslu í bönkum og lánastofnun- um. Þetta ljúfa líf hennar hafði gert hana væm- kæra, lata, bragðdaufá og dísæta. Hún hafði ekki lengur fyrir því að nærast á tómötum. Einhverju sinni lækkuðu epli í verði og þá komst hún upp á lag með að mauka þau, lita rauð og kalla tómat- sósu. Saga Vals-tómatsósunnar er saga gerspilling- ar. Hún lifði utan og ofán við allan raunvem- „Þetta flokkarœði vœri sjálfsagtþolandi efflokkar mynduðust hér ogþar í ^ samfélaginu og hinir ýmsu flokkar ogflokkadrœttir mundu vega hver upp á móti öðrum. En við Islendingar eigum ekki því láni að fagna. Hjá okkur stjóma sömu flokkamir löggjafarvaldinu, dómsvaldinu og framkvæmdavaldinu Þeir stjóma einnig menntakerfinu, efliahagslífinu, menningunni, heilbrigðis- kerfinu, verkalýðshreyfing- ....... Augiýsing unni, jjölmiðlum — hverjum einastaþœtti samfélagsins. “ leika. Eina samkeppnin sem hún hafði vom tómatar sem ræktaðir voru í fyrirburakössum í Hveragerði og vom svo dýrir að þegar þeir vom settir á markað rauk verðbólgan upp um nokkur prósentustig. Og það hafði enginn efni á að kaupa þá. Þegar þeim var ekið á haugana lækkaði verðbólgan aftur. Hið ljúfa líf Vals-tómatsósunnar lauk þegar ísland var opnað fyrir tómatsósum annarra landa. Eina von hennar um ffamhaldslíf er að hún verði tekin upp sem löggilt þorrablótsviðbit. Saga Vals-tómatsósunnar væri skemmtileg ef hún væri ekki jafnffamt dæmisaga. íslensk menn- ing lifði nefnilega við sömu kjör og Vals-tómat- sósan alla þessa öld. Hún var einangmð, vernduð og værukær. Þegar holskefla erlendra áhrifa skall á landinu upp úr 1980 þá lyppaðist hún niður. Hún féll niður um margar deildir í vitundarlífi almennings. Eins og Vals-tómatsósan þá hefúr hún helst von um hlutverk í einhverri sérstakri deild, einhverju þorrablóti þar sem innlendra menningarrétta er neytt af álíka gefándi þörf og fólk úðar í sig súkkulaðieggjum á páskunum. Þjóðe iernishyggjan var drifkraffur viðurkenndrar menningar á íslandi eins og hún var límið sem hélt saman sovéskri samfélagsskipan. Þetta tvennt er óaðgreinanlegt. Allt ffá rómantísku skáldunum á síðustu öld hafá íslenskir listamenn — með grádega fáum undantekningum — þjónað viður- kenndusm viðhorfúm í samfélaginu og þau við- horf em alltaf viðhorf ríkjandi valdhafa. íslenskir listamenn gengu allir í flokkinn — eða einhvern flokk hans. Rithöfúndasamband íslands var því sambærileg stofnun og Rithöfúndasamband Sovétríkjanna. Frumskilyrði þess að verða mark- tækur í íslensku menningarlífi var að gangast undir gmnndvallarskipan samfélagsins — flokka- kerfið. Þeir sem höfnuðu því var hafnað. Og munurinn á Sovétríkjunum og íslandi er sá að fyrir austan var hefð fyrir andstöðu við sovétið og þar og erlendis var til samfélag andófsmanna. Hér hafði sá sem ekki vildi gangast undir flokka- ræðið í engin hús að venda. Hann gaf sig guði og gaddinum á vald. Og þar sem íslendingar fóm meðvitundarlausir í gegnum sambærilegar breyt- ingar og Rússar hafá gert á undanförnum ámm hafa þeir ekki gert neitt uppgjör gagnvart sögu sinni. Hugmynda- og listasaga sovétsins er enn hin viðurkennda saga. Þjóðemishyggjan var okk- ar sósíal-realismi og hún lifir enn góðu lífi. Hér annars staðar í blaðinu rekur Hannes Sigurðsson hvemig íslenskir málarar beygðu sig undir þjóðernishyggjuna og tóku þátt í að auka veg hennar í vimnd almennings. Hann sýnir meðal annars ffam á hversu stóran þátt Kjarval átti í að laga þjóðernishyggju nítjándu aldar að hugmyndaheimi Sigurðar Nordals og annarra fræðimanna af aldamótakynslóðinni. Færa má að því rök að þáttur Halldórs Laxness hafi verið svipaður í bókmenntúm og JóNS Leifs í tónlist- inni. En það sem er athyglisverðast hjá Hannesi er að hann sýnir fram á hvernig myndlistar- mönnum effir stríð tókst að flytja hingað heim aðferðir módernismans með því að blanda þær þjóðernislegu inntaki. Það má segja að þeir hafi selt sig inn í íslenskt menningarlíf. Þeir fengu að dunda við sínar módernísku aðferðir gegn því >■

x

Fjölnir

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.