Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 71

Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 71
Gunnar Smári Egilsson Sovét-ísland þótt myndlistargeirinn hér sé ef til vill ekki af springa af lífi þá er hans eins og maníusjúklingur við hliðina á hinum settlega bókmenntaheimi. Þar hefur allt verið með kyrrum kjörum síðan síðasta veika tilraunin til að búa til bókmenntir sem fjölluðu um samtímann — hinar örfau svo- kölluðu nýraunsæis-bækur — voru hlegnar í hel fýrir mttugu ámm. Eftir það hefúr illur arfúr og vond hefð lagst á eitt með nýjum sjálfskilningi listamanna til að gera bókmenntaheiminn áhrifa- lausan í samfélaginu. Ég vil skýra þetta aðeins nánar: f fyrsta lagi þá eigum við okkur ffekar fátæk- lega hefð fyrir skáldskap sem beint er inn í sam- tíma sinn. Það er eins við teljum fjarlægð SNORRA Sturlusonar við söguefni sitt heppilega. Af skáld- sögum Laxness em varla nema tvær, þrjár sem fjalla beint um það samfélag sem hann lifði í. Hjá Þórbergi aðeins Bréftil Láru, ef við viljum flokka hana sem skáldverk. Og ef höfúndarnir hafa ekki sjálfir valið þetta afturliggjandi sjónarhorn þá hefúr bókmenntaheimurinn séð um að sía út úr höfúndarverki þeirra. Þannig em tilraunir Cunn- ars Cunnarssonar til að fjalla um samtíma sinn gleymdar á meðan enn er verið að gefa út sögur hans sem fjölluðu um horfinn eða hverfandi tíma. Sama má segja um Ólaf Jóhann Sigurðsson og fleiri — jafúvel Thor. Þjóðin fór ekki að lesa hann fyrr en hann gaf út Grámosann. Það er því takmörkuð hefð fyrir skáldsögum sem beint er að samtímanum, í það minnsta ill reynsla af viðtök- um við slíkum bókum. Rithöfúndur sem skoðar arfinn getur því dregið ályktun: Skrifaðu afturá- bak, ef ekki afúir f aldir þá aftur í eigin bernsku. í öðm lagi em fornbókmenntirnar stolt okk- ar, fóðrið sem við nærum þjóðerniskennd okkar af. Þær em menningararfúrinn. Aðrar myndir þjóðmenningarinnar gegna aðeins aukahlutverki. Fornbókmenntirnar geymdu tunguna og án hennar værum við ekki þjóð. Þessi vissa hefúr lagt þungar byrðar á nútímabókmenntir. Þetta sést ef til vill best á því hvernig útgefendur vilja kynna skáldsögur sínar: „Með stílgaldri ljær sagnameistarinn frásögninni táknræna dýpt og kröftugan hljóm...“ Eða eitthvað ámóta. Maður sér höfúndinn fyrir sér blása lífi í hálfdauða ís- lenskuna og bjarga henni, um sinn. (Eða er hann kannski að soga í sig síðasta andvarp hennar?) Auðvitað er tungan tæki rithöfúndarins en hún stendur ekki undir því að vera jafnframt eina erindi hans. Vel sögð saga er náttúrlega ómetan- leg en ffásagnarmátinn einn stendur ekki irndir þeim kröfúm sem gera á til bókmennta. f þriðja lagi þá em íslenskir rithöfúndar í sjálfskipaðri sjálfsmyndarkrísu, eins og svo margar stéttir aðrar. Á undanförnum áratugum hefúr margt gerst til að ýta undir þennan vanda. f fyrsta lagi hafá starfstéttir og samfélagsgeirar axlað skyld- ur sem áður vom lagðar á ættir eða nærstatt sam- félag manna. Fólk hefúr lagt á starfsgreinarnar að uppfylla þörfina fyrir öryggi í samfélaginu. Þú ert kennari og ert til í að leggja í vígaferli með öðrum kennurum eins og þú fylgdir áður ættmennum þínum eða sveimngum. Þú vilt berjast fyrir auk- inni virðingu kennarastéttarinnar í samfélaginu eins og þú vannst áður að virðingu og vegsemd ættarinnar. Ef einhver efast um mikilvægi kenn- arastéttarinnar, kennaramenntunar eða fáglegrar stjórnunar þeirra á menntakerfinu þá finnst þér vegið að þér persónulega á sama hátt og niðurlæg- ing ættingja þíns varð áður til þess að þér hljóp kapp í kinn. f öðru lagi hefúr samfélagið þrengst og orðið niðurhólfaðra. Það skiptist upp í hin ýmsu faghólf þar sem fagmenn hvers hólfs reyna að finna faglegar lausnir á sínum faglegu vandamálum. Þetta sést mjög skýrt í Háskólasam- félaginu þar sem enginn hefúr lengur áhuga á nið- urstöðum manna úr öðmm greinum. Uppgötvun í eðlisfræði hefúr þannig engin áhrif í heimspeki eða sálfræði þótt hún kunni að ná yfir jafn veiga- mikið atriði og sjálfan tímaskilninginn. Þessi ein- angmn vísindagreina hefúr valdið því að þær hafa lagt áherslu á að aðgreina sig ffá öðrum og upp- hefja sínar eigin faglegu aðferðir. Einhvern tíma í framtíðinni munu menn greina þarna sömu lög- mál að verki og einkenndu þjóðfélög sem brynj- uðu sig með þjóðernishyggjunni. Þórbergur gerði á sínum tíma grín af trú manna á víssiddin. Þessi trú hefúr þróast yfir í fágtrú. Allt hrynur sem ekki er reist á fáglegum grunni. Heilbrigðisstén- irnar berjast fyrir fáglegri forsjá á spítölunum. Sumt er faglega vel af hendi leyst þótt það sé að öðm leyti bölvað bull. íþróttadeild Ríkisútvarps- ins kynnir þáttinn sinn með fúllyrðingu um að í honum verði fagmennskan í fyrirrúmi. Og þegar íþróttafréttamenn eru farnir að skilgreina sig sem fagmenn þá er næstum skiljanlegt að það sama hafi hvarflað að rithöfúndum. En hvert er fag hans? Enginn verður fagmaður nema hafa skil- greint hlutverk í samfélaginu. Prestarnir átrnðu sig á þessu og hætm að líta á sig sem leiðbeinend- ur eða predikara (sem er alltof óljóst verksvið) og fóm að tala um sig sem huggara. Fólkið sem mæt- ir þegar einhver deyr. Fólkið sem er til staðar þeg- ar einhver á bágt og vill leita ásjár. Rithöfúndar hafa farið svipaða leið. Þeir hafá hafnað höfúnd- inum sem gagnrýnanda, vaktmanni, hitamæli á líðan fólks og samfélags, skrásetjara breytts mann- skilnings, vimndarverði... og öllu því sem höfúnd- amir vom eitt sinn. Nú em höfúndar sagnameist- arar. Þeir segja sögur. Þeir em í afþreyingarþjón- usmnni. Vandaðri afþreyingarþjónustu. Efþú simr einhvern tíma heima og veist ekki hvað þú átt af þér að gera, ert orðinn leiður á léttmetinu sem haldið er að þér — hvernig væri þá að leita til rithöfúndarins? Hann lumar alltaf á góðum sögum á vönduðu máli. Hver veit nema hann sé að semja eina núna. Jú, er hann ekki þarna á gangi í fjömnni, þungt hugsi horfir hann út á hið opna haf sem minnir okkur á hug hans. Og nú tekur hann skrefið... en hættir við. Nú hefúr honum dottið eitthvað í hug. Og allar hugdetmr hans spretta úr svo dásamlega íslensku umhverfi. Nú er hann kominn úr fjömnni og sestur á þúfú. Hann japlar á strái og safinn úr þessu íslenska strái rennur ofan vélindað og niður í maga, það- an út í blóðið og eftir æðunum upp í haus. Og hann veltir fyrir sér hver hafi áður setið á þessari þúfú og japlað á strái, hvað sá hafi hugsað, hvort hann hafi velt fyrir sér hver hafi setið þar áður á þúfúnni og japlað. Það hvað íslenskir rithöfúndar em fáanlegir til að taka þátt í svona ímyndarsmíð- um segir í raun allt um andlegt ástand þeirra. Vegna nýrrar sjálfsmyndar em rithöfúndar hættir að taka þátt í samfélaginu. Þeir em eins og tannlæknir sem kippir sér ekki upp við tannpínu sjúklingsins vegna þess að hann er að vinna með formið, hann er að vinna með tanngarðinn sem slíkan. Rithöfúndar hafa því elt aðrar stéttir inn í faglegan helli. í næsta helli við em sagnfræðing- arnir sem setja sína fáglegu aðferðafræði ofár sög- unni. Fyrir þeim er saga ekki lengur foníð heldur ákveðin hefð í orðræðu um sögulegar rannsóknir. Formið hefúr kaffært allt innihald eins og hjá rit- höfúndunum. Fyrir aðeins örfáum ámm fannst rithöfúnd- um þeir bera samfélagslega ábyrgð, jafnvel um- fram aðrar stéttir. Höfúndarnir sem skrifúðu allar sögulegu skáldsögurnar sem ég minntist á áðan bættu það þannig upp með þrotlausum greinar- skrifúm þar sem þeir reyndu að skilgreina sam- tíma sinn. f dag em þeir rithöfúndar sem blanda sér í almenna umræðu í samfélaginu teljandi á fingrum annarrar handar. Þar af em tveir fieddir fyrir heimskreppuna miklu, Thor og Sigurður A. Einn er aðeins yngri; Cuðbergur. Hinir em í efri helmingi ungliðadeildar rithöfúnda; Guðmundur Andri, HallgrImur Helgason. Thor er að mesm þagnaður, Sigurður skrife næsmm einvörðungu um hversu mjög halli á menningu í samanburði við íþróttir í ríkisfjölmiðlum og Guðmundur Andri er að smíða sér helgan stein úr þeirri kenn- ingu að sósíaldemókratía sé í raun núll-skoðun. Þá em bara eftir Hallgrímur og Guðbergur og báðir eru álitnir voða vitlausir. Sem þeir vissulega eru út frá sjónarhóli samfélags þar sem umræða um sjálfsmat, tilfinningar og væntingar fólks er að deyja út. Af öðmm höfúndum er það að frétta að þeir em tilbúnir að skrifa gegn virðisaukaskatti á bækur ef einhver biður þá um það. En það gerir það enginn leng- ur. Jafnvel útgefendur em hættir að sjá tilganginn í að beita þeim fyrir vagninn. Hugsanlegir kaup- endur gæm haldið þá kverúlanta, sípexandi eitthvað í blöðunum. lhg minntist áðan á hvernig íslendingar hefðu síað út úr erlendum menningarstraumum þær stefnur sem best féllu að þjóðernislegri hefð í listum. Þannig hafa rithöfúndar að mesm fleytt póstmódernismanum framhjá sér en þeir fögn- uðu hins vegar hinu svokallaða töfraraunsæi. Minimalismi á að sama skapi auðveldari leið hingað heim en félagslegt eða sálfræðilegt kon- sept. Þetta mætti verja með rökum að eðlilegt væri að inntaka okkar á erlendum áhrifúm réðist af okkar eigin hefð. Jú, þetta hljómar vel ef gert er ráð fyrir að íslenskt samfélag sé í eðli sínu ólíkt samfélögum í kringum okkur. Og því hef ég ein- mitt haldið nokkuð stíft ffam í þessari grein. Hver er þá vandinn? Jú, vandinn er einmitt fólginn í hlutverki listarinnar. Ef við gemm ráð fyrir að henni sé ædað að smíða list handa því þjóðskipulagi og samfélagsgerð sem listamaður- inn tilheyrir — þá er ekkert að þessu. En ef við ædum henni að hafa á einhvern hátt forystu um greiningu á göllum samfélagsins, átakapunkmm stöðnunar og þörfúm fyrir breytingar — þá vandast málið. Með vali sínu á hvað hentar og hvað ekki úr alþjóðlegum menningarstraumum hafe íslenskir listamenn því ffemur tekið mið af óbreyttu samfélagi en þörfinni fyrir að bylta því, skera það upp, þroska það. Ég tel mig hafa haldið jafn stíff ffam nauðsyn slíks uppgjörs. Og þegar við skoðum listalífið okkar þá sjá- um við að jafnvel það sem virðist einhvern veg- inn svo óþjóðlegt og alþjóðlegt í eðli sínu öðlast tilverurétt einmitt út frá þjóðernislegum rök- um.Við höfúm orðið nokkuð leikin í að iðka vestræna hámenningu. Við dönsum ballet, spil- um kammermúsík, syngum óperur, iðkum konsept-list, höldum málþing um vanda nútíma- listarinnar — ekki alltaf af miklum mætti en ætíð af kappi og undrun yfir eigin atorku. Stundum nægir okkur ekki ólympíuhugsjónin um að þátt- taka sé nægt dlefni heldur þráum við að setja heimsmet í þessu öllu. f það minnsta að fe það skráð hjá Efnahags- og ffamfeastofnuninni að við séum menningarsamfélag í hæsta gæðaflokki. Einhvern veginn ber þessi alþjóðlega list okkar svip af þeim breytingum sem hafa orðið á lífsmáta okkar í kjölfe neyslubyltingarinnar. Eins og við stukkum inn í Kringlu til að velja hvernig við ættum að verða, þannig hefúr stærsd hlutinn af list okkar verið iðkun á aðferðum og hugsun sem hefúr sprottið upp og þróast í öðmm menn- ingarsamfélögum. Neyslumunstur okkar í dag er effiröpun — að stærstum hluta á rótlausum lífs- stíl íbúa úthverfe í Bandaríkjunum. Listsköpun okkar er að sama skapi oft eftiröpun — að stærst- um hluta á þeirri list sem stunduð em í heims- þorpinu; sýndarveruleik listaheimsins. Það er yfir þessum tilraunum okkar einhver óþreyja — óþreyja moldarfólksins effir að vera partíhæf meðal fínni þjóða heims; flöktandi leit effir viðurkenningu. >- „Þeir fengu að dunda við sinar módemísku aðferð- ir gegn því að afiala sér gagn- rýnni stöðu avant- gardeismansy hinni eilífu andstöðuy og taka upp þjóðemis- varðstöðu. Þeir héldu áfiam að mála abstrakt eins og þeir höjðu lært í útlandinu en skil- greindu og nefiidu myndir sínar í anda þjóðemis- hyggju. Módem- isminn umpólaðist því í hóndunum á þeim; hann varð ekki fiamsœkið afl heldur afiurhalds- samt. Þeir töldu sjálfum sér og öðrum trú um að þeirra módemismi vceri sprottinn af íslenskri birtu, þjóðlegri hejð eða sjálfum arfinum. Þegar þeim hajði tekist að kokgleypa módemismann með þessum hcetti var þeim boðið sœti við háborð íslenskrar menningar. Fjölnir haust '97 71
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.