Fjölnir - 30.10.1997, Side 73
Gunnar Smári Egilsson Sovét ísland
við að flýja syndina, þannig missum
við af lífinu í tilraunum okkar við
að halda okkur á lífi.
Þessi blessuð
skyrauglýsing segir okkur
ákveðinn sannleik um sam-
félagið. Uppsöfhun strjálla
þekkingarbrota og krafan
um einkarétt þeirra á
sannleikanum hefur getið
af sér tvenns konar hind-
urvimi. Annars vegar trú
á upphafið inntak þessara
brota, sá lidi sannleikur
sem við getum mælt og
endurmælt þenst út og
kaffærir þau sannindi eða
reynslu sem við getum ekki mælt
aftur. Heimsmynd okkar verður því
smátt og smátt sýndarveruleiki, samansettur úr
þeim fýrirbrigðum sem við getum mælt og vegið.
Allt annað — veröldin svo til öll — verður óekta,
óskiljanleg, ópen, næstum barbarísk. Hins vegar
hefúr þessi oftrú á mælanlegan sannleik hægt og
bítandi dregið kjark úr mönnum til að reyna að
skilja veröldina í stómm dráttum, en það er ein-
mitt sá skilningur sem mannkynið hefúr reynt að
öðlast frá upphafi vega. Maðurinn hefúr alltaf
verið svo skynugur að hann hefúr vitað innst inni
að honum entist ekki aldur til að raða saman
smæstu þekkingarbrotum í von um að á endan-
um gæfú þau honum heilsteypta mynd. Það er,
þar til nú. Nú þykja svona tilraunir barnalegar,
eitthvað úr bernsku mannkyns. Þar sem æ færri
gefa nokkuð af sér í þessa veru þá hefúr þessi
hugsun lítið þroskast. Og þar sem maðurinn get-
ur í raun ekki lifað án skilnings á tilvist sinni,
stöðu sinni í veröldinni og tilgangs með lífi sínu,
þá hafa gamlar hugmyndir um þessi mál lifað
langt um aldur fram. Krafa vísindanna um einka-
rétt á sannleikanum hefúr því einnig orðið til
þess að þær hugmyndir sem þau vildu helst ráð-
ast gegn hafa lifað lengur en ella.
Og þá kem ég aftur að sögu íslenska sam-
félagsins. Hinn ríkjandi þjóðernislegi söguskiln-
ingur hefúr fengið að hjara áfram þótt hann sé
fýrir löngu hættur að vera gefandi fýrir samfélag-
ið. Með góðum vilja mætti segja að hann hefði
verið frjór um miðja síðustu öld og síðan afútr á
þriðja og jafúvel ffam á fjórða áramg þessarar ald-
ar. Menn virðast þá alla vega hafa getað spunnið
úr honum hugsun sem eitthvert líf er enn í. En
lengst af hefúr þessi sögu- og samfélagsskilningur
verið lamandi. Hann hefúr getið af sér eintóna
samfélag, hægt á umræðu innan þess, hindrað
eðlilegan þroska. Við höfúm lullað þetta áfram
með handónýtan söguskilning að leiðarljósi.
5. Hwað ber nð gem?______________________
EINSKONAR NIÐURSTAÐA
Snemma í haust sat ég við eldhúsborðið heima
og velti fýrir mér hvað ég ætti af mér að gera.
Þetta er minn daglegi vandi. Ég vakna ætíð veg-
laus og áttavillmr. Fyrsm tvo tímana eftir að ég
vakna leita ég að þræði til að spinna mig eftir.
Spyr sjálfán mig: Ef þú værir ég, hvað myndirðu
gera? En ég virði mig ekki svars. Smndum em
vandamál manns svo stór að maður hefur ekkert
aflögu handa öðmm.
Þá heyri ég úr útvarpinu að 10 prósent skóla-
barna eigi við hegðunarvandamál að stríða. Er
það hegðunarvandamál að sitja við borð og finna
ekki næsta leik? Röddin í útvarpinu heldur áffam
að segja frá óþekku börnunum. Hún segir að það
sem einkenni þennan hóp helst sé að þetta em
flest börn ómenntaðra foreldra. Útvarpsmaður-
inn spjallar við sérffæðing sem uppgötvaði þessi
sannindi og saman komast þeir að því að börnin
fái ekki nægan smðning á heimilum sínum, séu
tilfmningalega svelt, finni sig ekki í hópi félag-
anna í skólunum og beiti því árásargirni, óþekkt
og uppreisnaranda til að tryggja stöðu sína í
hópnum. Hvað er til ráða? spyrja þeir hver ann-
an. Tja, þetta er erfitt mál, meinið liggur hjá for-
eldrunum og er því utan valdssviðs skólans.
Ég kveiki mér í Camel. Það em mín standard
„Bera ajrek hennar á heimsmarkaði tónlistar vott um sterka stöðu
popptónlistar á Islandi? Sýnir frami hennar að hér séþroskað
tónlistarlíf sem bjóði efnilegum listamönnum upp á kjörskilyrði til
þroska? Var eitthvað í viðtökum okkar við tónlist hennar á meðan hún
starfaði hér heima sem ýtti undir gáfur hennar í tónlist? Bjuggum við
þennan listamann til? Oggetum við séð það á viðtökum okkar við
ungum popptónlistarmönnum í dag að við séum enn að? Að Björk sé
aðeins toppurinn á borgarísjakanum, að undir búi kynslóðir aflista-
mönnum sem ruerist á hvatningu og aðhaldsgagnrýni samborgara sinna?u
mótmæli við tilraunum samfélagsins til að þrýsta
öllum í sama mót. Bæði pabbi og mamma reyktu
Camel, nú em þau líka hætt. Þau em ómenntuð
en þar sem ég hef alltaf verið tregur til alls þroska
lærði ég seint að vera ódæll í skóla. Bræður mínir
voru sneggri upp á lagið. Þegar ég loks rankaði
við mér vantaði mig undirstöðuna svo mín upp-
reisn var mest fýla og óskilgreindur leiði. Ég hætti
ekki í skóla með hvelli eins og þeir, heldur geispa.
Eftir snubbótta skólagöngu fóm tveir bræður
mínir á sjó. Það var einhvern veginn eðlilegasti
leikurinn í stöðunni. Ég lenti hins vegar í nokk-
urs konar biðskák sem ædar aldrei að enda. Ég sit
við eldhúsborðið heima og bíð eftir að fá biðleik-
inn sendan í pósti. Kannski liggur hann undir
mottunni við þakherbergið sem ég leigði á
Hverfisgötunni sumarið ‘79.
Þó það séu ekki nema fimm ár á milli mín
og bróðursins sem er næsmr fýrir ofan mig þá
held ég að eitthvað hafi breyst milli þess sem við
flosnuðum upp úr skóla. Hann fór á sjóinn, það
var sjálfsagt mál. Hann er enn á sjónum. Mér
fannst oft eins og hann þráði einhvers konar
annað líf, en ég hef minna orðið var við það
undanfarið. Þegar ég heyri þannig tón í honum
velti ég fýrir mér hvort allir beri ekki einhvern
trega. Sumir geyma það með sér ævilangt að hafa
ekki elt einhverja stelpa ausmr á firði. Mér datt
aldrei í hug að fara á sjóinn. Ég fór reyndar tvær
vertíðir, en það var ekki vegna þess að mér dyrti
það í hug. Það gerðist bara eins og annað í lífi
mínu. En það hvarflaði aldrei að mér að verða
það sem eitt sinn hét heiðarlegur verkamaður.
Milli okkar bræðranna hafði eitthvað breyst. Ég
hafði spillst af tíðarandanum. Mér fannst eins og
ég væri borinn til annarra kjara en foreldrar
mínir.
Ég hugsa að börnunum með hegðunarvanda-
málið finnist það sama. Ég trúi að þau drekki það
í sig þegar forsetinn okkar, forsætisráðherra og öll
okkar yfirvöld segja að mennmn sé lykillinn að
framu'ðinni. Þau heyra að menntun skilji á milli
ríkra þjóða og fátækra. Þegar þau fara til
skólastjórans skynja þau vonleysið, vandi þeirra er
utan valdsviðs hans. Þau eru önnur eða þriðja
kynslóð í skammarkróknum, genísk keis, negrar.
Samt finnst þeim þau borin til annarra kjara en
foreldrarnir, að þau muni eignast hlut
birtunni í bjartri framrið.
Þegar ég sit við eldhús-
borðið mitt og reyki Camel
finnst mér ég geti rakið það
eina sem er einhvers virði í
mér til stolts sem mamma
mín innrætti mér. Og þegar
ég heýri af börnunum með
hegðunarvandamál veit ég að
þetta stolt er arfúr sem liggur
eitthvað aftur í aldir, verka-
manna- og vinnumannastolt. ^
Eitthvað sem hvíslar að mér að ég
sé sá sem ég er, það sem ekki verður tekið
af mér. Þannig fer fólk að því að lifa við bág kjör
og fábreytilegt líf. Og ég trúi því að án þess öðlist
ég ekkert líf þótt lukkan elti mig á röndum.
Afhverju er ég að skrifa þetta hér? Æi, ég veit
það ekki. Kannski er ég að telja mér trú um að
eitthvað sem tilheyri mér sé að glatast, að kra'tk-
arnir með hegðunarvandamálin muni ef til vill
aldrei átta sig á að þeirra sök er engin. Að það sé
ekki þeim að kenna þótt skólakerfið starfi ekki
eðlilega nema nemendurnir séu allir svo til eins, í
það minnsta með keimlíkan bakgrunn. Krakk-
arnir bera enga ábyrgð á tilhneigingu samfélags-
ins til að skilgreina öll frávik sem meinsemd. Þau
hafa hins vegar fúllan rétt á að krefjast þess að
einhvers staðar í samfélaginu heyrist mótvægi við
þessar tilhneigingar. Þau eiga rétt á að heyra að
það sé ekki óyfirstíganlegt vandamál þótt þeim
lyndi ekki í skóla. Það er ekki einu sinni vanda-
mál frá sjónarhóli stofúananna. Þær þurfa alltaf á
einhverjum að halda til að vinna skítverkin. Þegar
þær einn daginn treysta sér ekki til að leyfa
ómennmðum krökkunum að tæma ruslaföturnar,
munu þær neyðast til að kosta þau á námskeið.
lr að er ákaflega útbreiddur misskilningur að líf
nútímamannsins sé flókið, að tíminn líði hraðar í
dag en í gær, að við sem nú erum uppi höfúm
fengið á einhvern hátt illleysanlegra verkefúi en
fýrri tíðar menn. Þetta er einskonar sammannleg
sjálfsvorkunn. Einhvern tímann í ffamtíðinni
munu félagslegir faraldursfræðingar átta sig á
upptökunum og á blaðsíðu 32 í símaskránni
verða leiðbeiningar um til hvaða viðbragða al-
menningur má grípa ef þessi upphafseinkenni
skjóta aftur upp kollinum.
Lífsverkefni okkar í dag er náttúrlega það
sama og ætíð fýrr, að lifa til að deyja. Okkur er
ædað að lifa lífinu þannig að við gemm sætt
okkur við dauðann þegar hann kemur. Hvernig
við fömm að þessu er okkar mál, reyndar eina
málið á dagskrá okkar. Og þar sem þetta er mál
hvers okkar um sig má orða eðli verkefúisins með
öðrum hætti en ég hef gert hér, í raun verður
hver að orða það fýrir sjálfan sig. Þótt samanlögð
þekking mannkyns myndi trilljónfaldast á morg-
un þá losnum við ekki undan þessu prófi.
Tilfinning manna fýrir því að tíminn líði
hraðar í dag en á síðustu öld — eða jafnvel bara
fýrir tuttugu, þrjáriu árum — markast ekki af því
að það sé svo gaman í dag að tíminn fljúgi frá
okkur. Þvert á móti kvartar fólk yfir að það hafi
svo mikið að gera að það komist ekki til þess sem
einmitt veitir því mesta gleði. Einhverjir
Bandaríkjamenn birtu í fýrra niður-
stöður úr könnun sem þeir gerðu
til að kanna hvað væri hæft í
þessu. í stutm máli þá verja allir
þjóðfélagshópar nú — allar
stéttir, bæði kyn og allir ald-
urshópar — um átta tímum
skemur á viku til vinnu, heim-
ilisstarfa, uppeldis barna og
hvers þess sem hægt er að
flokka sem skyldur, en sömu
hópar gerðu fýrir þrjátíu árum.
^ Það eina sem gemr skýrt tilfinningu
fólks fýrir að tíminn fljúgi frá því er að
allir þessir sömu hópar horfa tíu tímum lengur
á sjónvarp í hverri viku en fýrir þrjátíu ámm.
Pramfarir í atvinnu- og þjóðfélagsháttum hafa því
gefið fólki átta tíma á viku til frjálsrar ráðstöfúnar
en fólk hefúr kosið að verja þeim í sjónvarpið.
Og tveimur tímum betur. Það er ástæðan fýrir að
fólki finnst það ekki komast yfir allt sem það þarf
að gera og aldrei hafa tíma fýrir sjálft sig. >■
Fjölnir
haust '97 73