Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 75
Gunnar Smári Egilsson Sovét-ísland
gildi þeirra. Við sækjum ekki í innri gildi stéttar-
innar sem við tilheyrum heldur löggildingu
hennar, lögskipaða vernd, skilgreint starfesvið,
stöðu í launastíganum. Konur leita sjálfsmyndar í
lögbundnum réttindum kvenna. Fatlaðir leita
viðurkenningar á tilvist sinni hjá löggjafárvald-
inu. Mótorkross-vélhjólakappar vilja að áhugamál
sitt verði viðurkennt einhvers staðar, í það
minnsta hjá ÍSÍ. Ef það fæst hvergi skráð og
stimplað er það ekki tíl. Bráðum förum við að
heimta að ríkið biðjist afsökunar á hinu og þessu
eins og nú er tíska úti í heimi, annars höfum við
á tilfinningunni að enginn skammist sín lengur.
Barn sem aldrei þarf að axla neina ábyrgð
öðlast engan þroska. Þegar það vex úr grasi verð-
ur það tilfinningabrengluð ffekjudós sem skilur
ekkert í því hvað gengur að því, afhverju það er
ekki glatt eins og þessi eða hinn. Einhvern veginn
svona er andlegt ástand nútímamannsins. Það
rukkar hann enginn um ábyrgð í samfélaginu
sem hann lifir í. í raun er því haldið að honum
að hans þurfi ekki við, það sé her sérfræðinga að
vinna að málunum. Og hann hundskast heim
með ólundarsvip, hlammar sér fyrir framan sjón-
varpið og kveikir á Derrick. Hverjum datt í hug
að kaupa inn þessa djöfúlsins videysu? andvarpar
hann og hagræðir púðanum svo hann styðji bemr
við bakið. Kannski ættí hann að tala við trúnað-
armanninn út af stólnum í vinnunni eða hringja
í vinnueftirlitið.
Já, nútímamaðurinn er aumingi.
*
.Astæðan fyrir að nútímavæðing íslands gengur
það vel fyrir sig að við emm í raun komin í for-
ysm meðal jarðarbúa í að stofnanavæða samfélag-
ið er fyrst og ffemst sú að þjóðernishyggjan hefúr
tamið okkur til einsýni. Nútíminn er fyrst og síð-
ast einsýni, fábreytileiki, stöðlun. Það þjóðernis-
lega sovét sem við bjuggum áður við einkenndist
af einsýni, fábreytileika, stöðnun. Það krafðist
þess að einstaklingurinn beygði sig undir heild-
ina, hann var einn af liðinu, fslendingur. Og
hann er áffam íslendingur, áffam um nútíma-
væðingu ísland. Af kappsemi hefúr hann þýtt
erlend lög, flutt inn útlendar stofnanir, aðlagað
samfélagið samfélagi þjóðríkjanna. Þetta hefur
hann gert án umhugsunar og umræðu. Af upp-
eldi sínu innan sovétsins veit hann að honum er
ekki ætíað að hafa skoðun á þróun samfélagsins,
honum er einungis ædað að fylgja fimm ára áæd-
un. Og markið er sett á stóra stökkið til stofnana-
væðingar á borð við stærsm og besm þjóðirnar. í
dag sitjum við uppi með sömu samfélagslegu
mein og allir aðrir og beitum á þau sömu aðgerð-
um — við stofnanavæðum þau.
Þetta einsýna uppeldi okkar hefúr gert það að
verkum að enginn stendur okkur ffamar í að
drepa samfélagið. Hvergi á byggðu bóli er kirkjan
jafn dauð, hvergi em listirnar jafh slitnar úr sam-
hengi, hvergi eru fræðin jafh einangruð. Þessi
samfélagslegu fyrirbrigði höfðu verið svo vel tam-
in undir þjóðernishyggjunni að þau lögðust sjálf-
viljug niður og gáfú upp andann þegar þess var
óskað. Nú dunda þau við sitt í hellum.
f öðrum löndum hefúr ríkisvaldið smátt og
smátt víkkað út valdsvið sitt og leitað í æ ríkari
mæli inn í það sem áður var skilgreint sem einka-
líf. Hér var vald ríkisheildarinnar svo víðtækt að
það hefúr aðeins breytt áherslum. Hér hafa því
engir árekstrar orðið. Flest önnur menningarsam-
félög búa að ríkri hefð um virka aðhaldsgagnrýni.
Hér er engin slík hefð. Við höfúm því gengið úr
einu helvítinu í annað án þess að taka effir því.
Við höfúm smíðað utan um samfélag okkar sama
óskapnaðinn og notaður er til að halda tvístmð-
um og marguppskiptum samfélagshópum undir
einu ríkisvaldi. Þetta höfúm við gert þrátt fyrir
hið margrómaða fámenni sem ætti að auka
möguleika okkar á að leita eðlilegri lausna. Fá-
mennið notum við hins vegar til að fera rök fyrir
að hér sé ekki hægt að halda uppi opinberri um-
ræðu eins og í öðrum samfélögum. Við nomm
kosti samfélagsins til að auka við gallana.
að er löng hefð fyrir því að þegar menn hafe
úthúðað samfélaginu sem þeir life í ráðleggi þeir
öðrum mönnum að rækta garðinn sinn. JesúS
gerði þetta og líka Voltaire og Nietzsche og svo sem
hver einn og einasti annar sem hefúr lagt þetta
niður fyrir sér. Ég ætla ekki að rjúfa þessa hefð, en
ég þori ekki að vera svona stuttorður. Ef ég segði
náunga mínum að rækta garðinn myndi hann
hringja í Hafliða HallcrImsson skrúðgarðameistara
og leita ráðlegginga um henmgt plöntuval.
Enginn þessara manna sem ég nefndi áðan,
né svo sem neinn sem hefúr pælt í því, hefúr litið
á það sem eðlilegt ástand mannsins að vera klof-
inn. Þegar Jesús talaði um að gjalda keisaranum
það sem keisarans er og guði það sem guðs er, var
hann að kenna okkur með hvaða hugarferi megi
umbera ágengt ríkisvald. Hann var ekki að firra
okkur ábyrgð á samfélaginu. f raun fjalla allar
hans kenningar um samfélagslega ábyrgð. Hjá
honum felst hún í að leita jafnvægis og kyrrðar
hið innra og nota það síðan sem leiðarljós í sam-
félagslegum verkum. Hann hafði enga sérstaka
trú á hlýju hjarta ef það sló bara fyrir sjálft sig.
Við gemm þannig ekki verið heil heima en svo-
h'tíð sleip og slyng annars staðar. Ef við temjum
okkur ekki að life heil í samfélaginu og standa
þar með sjálfúm okkur, munum við heldur ekki
vera heil heima. Þannig hefúr það verið og
þannig mun það alltaf verða.
Þótt menn hafi komist að því að nútímamað-
urinn sé margklofinn og tvístraður þýðir það ekki
að við eigum að vera þannig. Þetta er aðeins sýn
lista- og ffæðimanna á andlegt ástand nútíma-
mannsins, hvernig kvika samfélagsins og líf
einstaklinganna kallast á. Þegar það verður rösk-
un í samfélaginu missa einstaklingarnir fótanna.
Ef þeir ná ekki áttum eykur það á upplausn sam-
félagsins og síðan áfram lóðrétta leið til andskot-
ans. Af þessu leiðir ekki að það sé gamaldags að
vera heill, púkó að finna lífi sínu tilgang. Þótt ég
Iesi það einhvers staðar að heróínsjúklingum hafi
fjölgað um 300 prósent á umliðnum áratug fer _
ég ekki að sprauta mig til að tolla í tískunni.
Þjóðskipulög mega riðlast, samfélög brotna niður
og tíðarandinn tjúllast — en það breytir engu
um að verkefni okkar er eftir sem áður að þrosk-
ast tíl að deyja. Þroski okkar gemr tekið mið af
samfélagsbreytingum, svipmót hans jafnvel verið
að einhverju leyti viðbrögð við þeim, en eðli hans
er alltaf eitt og hið sama.
Því er stundum haldið fram að miklar sam-
félagsbreytingar getí af sér stórar hugsanir og
mikil listaverk. Þau verða hins vegar ekki til
vegna þess að það sé frjótt að láta sig fljóta með
straumnum heldur vegna þess að það krefst
áreynslu að leita festu í ólgunni. Algengusm við-
brögð manna í slíkum straumhvörfúm er að leita
aftur til þess tíma þegar allt var í fösmm skorðum
og snökta yfir töpuðum samfélagsgildum. Þetta
er hins vegar dauð iðja. Veröldin er síkvik og við
verðum ætíð að leita nýrra leiða til að skilja hana.
Tréð er ekki stórt einvörðungu fyrir traustan
stofn heldur vegna þess að það hleypir vindinum
í gegnum krónuna. Annars myndi það brotna.
var að velta því fyrir mér hvernig maðurinn
sem ég skildi áðan eftir liggjandi fyrir framan
sjónvarpið að glápa á Derrick gæti ræktað garðinn
sinn. Hann gæti náttúrlega orðið áskrifandi að
Stöð 2, en þar er dagskráin engu betri. Ef til vill
væri þá ráð fyrir hann að stofna félag áskrifenda
að Stöð 2, safna fimm þúsund félagsmönnum og
fá þá til að segja upp áskriftinni í einn dag til að
láta vita af sér. Þegar félagarnir væm orðnir tíu
þúsund gæti þeir sagt upp áskriftinni og ekki
endurnýjað hana fyrr en búið væri að lækka
áskriftarverðið um sem nema helmingnum af
ævintýralegum hagnaði íslenska útvarpsfélagsins.
Mánuði síðar gætu þeir gert kröfú um tvo menn
í stjórn. Hvað er íslenska útvarpsfélagið svo sem
annað en áskrifendurnir? Þegar þetta væri fengið
gæm þeir krafist opinberra kosninga á útvarps-
stjóra og fréttastjóra eða hvað svo sem þeim dytti
í hug. Þetta er nú einu sinni þeirra samfélag og
þeir geta gert hvað við það sem þeir vilja. Og í
raun skiptír minnsm hvers þeir krefjast, baráttan
er helstu launin.
Annars er mér sama hvað þessi maður getir.
Galdurinn við ræktaðu-garðinn-þinn-leiðina er
að það er ekki hægt að segja fyrir um til hvers
hún muni leiða, hún er kvik og það verður ekki
komið böndum yfir hana. Auðvitað myndi það
gleðja mig ef maðurinn henti sjónvarpinu sínu,
eins og ég gerði, og yrði skyndilega sammála mér
í einu og öllu. En líklega gæfist ég upp á honum
á endanum og í hvert sinn sem hann kæmi í
heimsókn til að ræða öll sameiginlegu áhugamál-
in okkar, myndi ég læða Derrick-spólu í tækið.
6. Ég á lieima ó BiHcilawrii_______________
EINSKONAR EFTIRMAU
Frá því að Jóhannes Birkiland dó frá harmi sín-
um heftir margt breyst. Nú er til félagsskapur
fólks sem hefúr orðið fyrir læknamistökum eins
og þeim sem umbreyttu honum. Það eru líka til
leigjendasamtök fyrir þá sem lenda í svipuðum
hremmingum og henm hann í íbúð hjónanna
sem hann leigði þakherbergi af. Og það er til
húseigendafélag til að koma rétti yfir óskilvísa
leigjendur eins og Birkiland sat uppi með síðar á
ævinni. Svo er til félagsskapur þeirra sem hafa
misst forræði yfir börnunum sfnum, meðferð
fyrir drykkjusjúka og þá sem vom beittir kyn-
ferðislegu ofbeldi í æsku og Vernd til að líta eftir
þeim verða fyrir óblíðum armi laganna. í dag
væri Birkiland sjálfragt f öllum þessum félögum
og hvergi til friðs. Á árunum eftir stríð samdi
hann eina til tvær kröfúgerðir á ári án þess að vita
almennilega hvert hann ætti að beina þeim. Nú
hafe sjónarmið hans orðið ofen á, verið slfpuð til
og orðið að almennri lífrafrtöðu. Og í dag myndi
hann beina kröfúm sínum að ríkinu en ekki eitt-
hvað út samfélagið eins og áður.
Birkiland var snillingur. Ef það er þá einhver
snilli að vera á undan sinni samtíð. Harmsagan
hans ætti að vera kennd í skólum. Hún er Iykill
að samfélagi okkarvEffir lestur hennar vitum við
að leiksýningar Borgarleikhússins yrðu miklu
betri ef það fengi þá styrki sem það ætti skilið.
Við vitum að tónlistarlíf hér myndi blómstra ef
byggt yrði tónlistarhús. Börnin okkar yrðu betur
mennmð ef laun kennara yrðu hækkuð, líf í
sveitum mundi dafna ef styrkir til bænda yrðu
auknir, bókmenntir yrðu kröftugar ef bókaskatt-
urinn yrði aflagður. Við getum séð allt þetta fólk
á bak við þessar kröfúr bíða með Birkiland niðri
á Lækjargötu eftir morgunlestinni norður á
Akureyri. Daginn sem hún kemur verður allt
betra.
Annars var það ekki vegna þessarar framsýni
Birkilands sem ég bar þá Laxness saman í eins-
konar formála að þessari grein. Hann hefúr
nefnilega keimlík viðhorf til þess að vera íslend-
ingur og margt fólk á mínu reki. Þegar við vor-
um að komast til vits og ára á pönkámnum var
þjóðernishyggjan orðin svo súr og staðin að
okkur datt ekki í hug að gleypa við henni. Við
höfúm því lengst af litið á ísland með augum
Birkilands, við sjáum hvað er ekki hérna. Til
lengdar er þetta náttúrlega enn geldara viðhorf en
þjóðernishyggjan. Hún birtíst meðal annars í
innflutningi á popp-leiksýningum, þakklátri til-
raun til mótvægis við uppstrílaðan og löngu inni-
haldslausan listaheim. En tilraunin mistekst
vegna þess að hana skortir rætur, hún er sama
eftiröpunin og hin viðurkennda list. Og sambæri-
legar tílraunir minnar kynslóðar, og þeirra sem á
eftir komu, í poppi, myndlist, blaðamennsku og
flesm því sem við höíúm tekið okkur fyrir hend-
ur hafe verið sama marki brenndar. Þetta
hafa verið árásir á sjálfrkipaðar stofnanir
í samfélaginu en sjaldan með sterkari N
vopnum en að vísa til að þetta v
megi nú í útlöndum. Oy
Það er kominn tími til að
við tökum eina innlenda með
hverri údendri, endurmetum
söguna — þetta er nú einu
sinni sagan okkar líka,
sækjum í okkar eigið
samfélag hugmyndir og
drift — ekki aðeins til
betri verka heldur ekki síður
til að skapa okkur það samfélag
sem við viljum Iife í. ■
„Birkiland var
sniUingur.: Efþað er
þá einhver snilli að
vera á undan sinni
samtíð. Harmsagan
hans ætti að vera
kennd í skólum.
Hún er lykill að
samfélagi okkar.
Eftir lestur hennar
vitum við að leik-
sýningar Borgar-
leikhússins yrðu
miklu betri efþað
fengi þá styrki sem
það ætti skilið. Við
vitum að tónlistar-
lífhér myndi
blómstra efbyggt
yrði tónlistarhús.
Bömin okkaryrðu
betur menntuð ef
laun kennarayrðu
hækkuð, lífísveit-
um mundi dafna ef
styrkir til bænda
yrðu auknir,
bókmenntir yrðu
kröftugar efbóka-
skatturinn yrði af-
lagður. Við getum
séð allt þetta fólk á
bak við þessar kröf-
ur bíða með Birki-
land niðri á Lækj-
argötu eftir morg-
unlestinni norður á
Akureyri. Daginn
sem hún kemur
f y verður allt
betra. “