Fjölnir - 30.10.1997, Síða 82
Mikael Torfason:
l blokkinní minni býr
feminísti með typpi
„Ég er hluti af
félagslegri tilraun
föður míns. Fastur
í ímynduðum
tumi. Fastur íþess-
ari tilraun fjandans
og þarfendilega að
vera rottan. Eldri
bróðir minn er
aftur á móti karl-
remban holdi
khedd. Biföélavirki,
vöðvastœltur eins og
andskotinn, rudda-
legur og blótar
meiru en góðu hófi
gegnir. Yngri systir
mín er í sértrúar-
söföuði og ég er
heimsins mesti
feministi. Allt var
þetta einhver '68
kynslóðar tilraun.
Pabbi minn er
bara ósköp venjuleg
karlremba sem laug
að okkur með mis-
munandi hœtti. “
Fj
82
olnir
timarit handa
islendingum
hnust ‘97
Ég er svo heimskur að það er ógeðslegt. Minni á
fimm ára stelpu, ljóshærða með gosbrunn og segi
vinkonu minni að ég hafi farið fjórum sinnum til
útlanda og að pabbi minn hafi lesið bók um það
hvernig börnin verða til. Ég er þessi stúlka og
mig dreymir um að sofa hjá Jesú Kristi.
En það er ekki til umræðu hér. Ég flutti. Ég
flutti frá Hellu. Sexhundruð manna Hella kvaddi
mig með gleðitárum. Þakkaði ekki fyrir níu mán-
aða samvist en óskaði mér góðs gengis í því sem
ég tæki mér fyrir hendur.
Það var asnalegt fyrir borgarbarn að búa á
Hellu. Hvað þá fyrir vitleysing eins og mig, sem
met lesningu hærra en steinalyftingar. En í smá-
bæjum, þar sem eina menntaða manneskjan er
læknir og iðnfög að ryðja sér rúms, flöktir mann-
heimur milli þess að segja menntun arf ffá djöfl-
inum og móðga fólk með skít undir nöglunum.
Það er fast í þessu helvítis millibili. Veit ekki
hvort það eigi að hampa menntun eða striti og
blótar því hvorutveggja. Segist meta dyggðir
verkamannsins en fyrirlítur hann í sama orðinu
fyrir að vera með blóð undir nöglunum.
Ég vaknaði í raun snemma daginn sem um
ræðir. Dröslaði hjartveikri konunni fram úr rúm-
inu og sagði henni að nú skyldi flutt til Reykja-
víkur. Til Reykjavíkur, á mínar æskuslóðir. Þar
sem ég reykti hass undir útveggjum, skallaði
stráka úr öðrum hverfum og sagði mömmu
minni að éta skít. Konan, ekkert sérlega uppveðr-
uð, sagði mér að slaka á. Starði á mig eins og ég
hefði hitt Manninn með pokann ( draumum
mínum. Ég stappaði niður fótunum og sagði
henni að sendibíllinn væri á leiðinni og að maður
ætti hvort eð er ekkert að slaka á fyrr en í gröf-
inni. Ég meinti ekki orð af því sem ég sagði.
Bíllinn kom og bílstjórinn sagðist hafa vanist
kuldanum í Smugunni þegar ég kvartaði yfir því
að hann væri napur. Svo hjálpaði hann mér að
bera búslóðina inn í bílinn. Við tveir, ég og bíl-
stjórinn, fúndum til hvor með öðrum eins og
bræður. Báðir karlmenn í baráttu við lífsins vætti.
Hann sá að ég var drullustressaður og konan
hjartveik. Sagði samt ekki neitt. Hafði bara þetta
rólega fas sem sagði mér að hann skildi mig.
Ég var feginn þegar við lögðum af stað.
Konan og börnin fóru á einkabílnum sem við
eigum stórskuldugan. Ég sat frammí hjá bílstjór-
anum til að vísa honum til vegar. Djöfúll var það
notalegt. Það lá við að ég legðist í kjöltu hans og
léti mig dreyma. Við vorum bestu vinir.
Bárum búslóðina inn í litlu íbúðina sem okk-
ur hafði tekist að kreista út úr heiminum. Troð-
fylltum hana af ótrúlegasta drasli og bílstjórinn
fékk gúmmítékka upp á fimmtán þúsund krónur.
Þá setti ég saman hjónarúmið og leyfði stráknum
að hoppa í því. Afsakaði mig fyrir það hversu
íbúðin var lítil og blokkin stór. Sagði að einhvern
úma kæmumst við í stærra húsnæði í minni
blokk. Konan hlustaði ekki á mig. Tuldraði bara
að ég þyrfti ekkert að þykjast bera ábyrgð á öllu í
þessum heimi. Ég var að sjálfsögðu sammála
henni. Enda alinn upp af eintómum rauðsokk-
um. Pabbi minn var meira að segja rauðsokka og
ól mig upp í blekkingu alla mína tíð. Sextán ára
gamall var ég mesti feministi sem uppi hefúr ver-
ið. Ég kunni utanbókar flestar jafnréttisræður
sem skrifaðar höfðu verið frá því ég fæddist.
Þannig fór ég út í lífið og endaði í sjöhundr-
uð manna blokk í Reykjavík. Blokk sem hefúr
sitt eigið stjórnkerfi. Gæti lýst yfir sjálfstæðu ríki
ef hún kærði sig um. Sænskur sósjal frá helvíti!
SJÖ HUNDRUÐ MANNS. Ég átti ekki aukatekið
orð þegar ég hringdi á Hagstofúna og lét fletta
því upp. Hvert var ég kominn?
Það greip mig örvænting. Mér fánnst ég fast-
ur í turni. Ég hef í raun verið fastur í turni alla
mína ævi. Er heimsins mesti feministi án þess að
hafa nokkur rök fyrir því. Ég er feministi af sömu
ástæðu og Hellubúar eru íslendingar. En það sem
verra er er að ástæðan fyrir þessu öllu saman er að
ég er hluti af félagslegri tilraun föður míns. Fastur
í ímynduðum turni. Fastur í þessari tilraun fjand-
ans og þarf endilega að vera rottan. Eldri bróðir
minn er aftur á móti karlremban holdi klædd.
Bifvélavirki, vöðvastælmr eins og andskotinn,
mddalegur og blótar meim en góðu hófi gegnir.
Yngri systir mín er í sértrúarsöfnuði og ég er
heimsins mesti feministi. Allt var þetta einhver
'68 kynslóðar tilraun. Pabbi minn er bara ósköp
venjuleg karlremba sem laug að okkur með mis-
munandi hætti.
Þess vegna líður mér illa að vita af mér í
blokk sem er fjölmennari en bærinn sem ég flutti
úr. Feminismm líður illa í blokkum. Sérstaklega
feministum nútímans. Þessum sem tfminn er bú-
inn að kippa stoðunum undan. Við emm að
breytast í anarkista, stelpur! Við þráum stjórn-
kerfi sem aldrei verður til. Enun svona grasrótar-
beib og vitum ekkert í okkar haus.
Og þennan dag sem ég flurti fékk ég þá grillu
í mig að nú væri öllu lokið. Að feministinn, mín
eina stoð í lífinu, væri dauð í mér. Að ég gæti rétt
eins rakað mig undir höndunum og hært að
ganga í huxum. Inoibjörc Sólrún ákvað að loka
gæsluvellinum fyrir aftan blokkina og hækka laun
leibkólakennara. Og ekki nóg með það heldur
studdi Kvennalistinn karlmann í fréttastjórastöð-
una og framkvæmdastjórinn varð meira að segja
typpalingur. Það virtist ailt vera að hrynja frammi
fyrir atlgunum á mér.
Ég sat einn inni í stofú, við skrifborðið mitt,
við hliðina á eldhúsborðinu, sem er einnig í stof-
unni. Já, þetta er minnsta íbúð í heimi í stærstu
blokk í heimi. Eflaust hefúr aldrei verið til jafú-
niðurbrotinn feministi og ég var þetta kvöld.
Konan og börnin farin að sofa í hjónarúminu
sem ég setti upp af veikum mætti þar sem karl-
mennið, bróðir minn, var í Ameríku.
Ég byrja að gráta. Tárin leka niður kinnarnar
því ég skil ekki þessa blokk. Ég skil ekki neitt. Ég
skil ekki Hellu og er í raun óskiljanlegur þar sem
ég er feministi með typpi. Er mesta úrhrak í
heimi og að breytast í algjöran anarkista. Sé fyrir
mér blokkir heimsins hrynja, smábæi landsins
leggjast í rúst og hlæ eins og geðsjúklingurinn
sem ég er.
„Það er task að vera maður,” sagði kunningi
við mig um daginn.
Þessi setning ómar í hausnum á mér alla
daga. „Það er task að vera maður.” Hann bætti
meira að segja við að ég myndi ekkert sleppa
auðveldlega. Ég sem hef alltaf haldið að ég myndi
sleppa auðveldlega. Að ég yrði ekkert Hailgríms-
péturssonarkeis. Að ég gæti bara hlustað á upp-
tökur af Ég er forvitin rauð og þar við stæði. Mér
yrði bjargað. Að vonir mínar um falskt jafnræði
myndu rætast. Að konan mín væri feministi og
stjórnaði mér eins og tusku. En hún er ekki fem-
inisti. Hún er jafnréttissinnuð og ædast til ótrú-
legra hluta af mér. Hún rakar sig meira að segja
undir höndunum og notar brjóstahöld. Neitar að
brenna þau á Lækjartorgi og kærir sig ekki um að
eignast börn standandi.
Og þá er dinglað. Sem er náttúrlega týpískt.
Einmitt á þeirri stundu sem maður telur sig vera
að gera upp líf sirt. Finna út hver maður er í raun
og veru.
„Já, ég er frá (ég vil taka það fram að röddin
var ógeðslega rám) Rúblunni. Er konan þín við?”
spyr konan og samstundis heimta ég að fa að vita
af hverju? „Hún pantaði hjá okkur nokkrar
barnabækur.”
Ég hleypi henni inn og þakka fyrir að konan
skyldi gera eitthvað á bak við mig. Fannst hún
vera að koma til. Að ekki væri langt í að hún tæki
völdin. Mér leið vel.
„Jáh,” andvarpaði þybbin kerlingin þrisvar.
Þetta var svona týpísk sjálfstæðisdrusla. Dóttir
hennar er örugglega formaður Sjálfstæðra kvenna.
Að maður skuli vera að dröslast þetta fyrir þessar
stelpur.
„Já,” segi ég til að sýna einhvern smá lit. Við
vorum jú báðar íslendingar.
„Hérna er pakkinn. Ætlar þú að borga?” segir
hún og réttir mér lítinn böggul límdan saman
með rúblulímbandi.
Ég tek við bögglinum og sæki veskið mitt.
Skrifa enn einn gúmmítékkann og kemst að því
að konan er orðinn meðlimur í klúbbnum. Fær
allar barnabækur sem Rúblan gefúr út til dauða-
dags. Ég þakka fyrir og brosi.
Sest inn í stofú og opna pakkahelvítið. Reyni
að gleyma áhyggjum mínum og fer að lesa Hver
bjargaði Einari Áskeli, Einu sinni var raunamædd-
ur risi og Bangsaleikir. Konan missti að vísu öll
prik þegar ég sá tidana. Ekkert nema bækur sem
eiga að sýna yfirburði karlkynsins. Einar Askell,
mesta karlremba í heimi! Það var ekki kvensnift í
bókinni. Einu sinni var raunamæddur risi var nú
bara andlegt ofbeldi á bömum. Risinn er náttúr-
lega karlkyns. Er það ekki týpískt? Risinn er
KARL. Og svo kom að Bangsaleikjunum. Þá
missd ég endanlega allt álit á Rúblunni.
Fyrsta semingin í Bangsaleikjum hljómar
svona: „Quel bruit le papier fait-il?” Fyrir ofan
textann er mynd af bangsa að bardúsa eitthvað
með mús.
Það fyrsta sem kom upp í hugann var: En
sniðugt! Kenna ungabörnum frönsku og svona.
Og ég fór að leita að réttri þýðingu. Vissi að
þetta hafði eirthvað með pappír að gera. En einu
íslensku setningarnar sem ég fánn í bókinni voru
á kápunni og bakhlið hennar. Ég var engu nær
eftir lestur þeirra. Vissi bara að á frummálinu
heirir bókin: Scrttnch and Shake. Sem er enska
fyrir þá sem vinna hjá Rúblunni og hafa þar af
leiðandi ekki greindarvísitölu. Jú, og ég vissi líka
að — Hildur Hermóðsdóttir þýddi.
Hildur — hver í fjandanum? — Hermóðs-
dóttir?
Það er í minningu Þórbercs sem ég læt þetta
fylgja. Hann hefði aldrei leyft mér að halda þessu
leyndu.
Nú flæða tárin niður kinnarnar á mér. Þetta
með Þórberg kom bara óvart. Hann er hluti af
þessari félagsfræðilegu tilraun föður míns. Bækur
Þórbergs eru fyrir mér eins og Gamla testamentið
er fyrir sannkristið fólk. Ég er svo illa farinn að ég
veit hvorki í þennan heim né þann næsta. Kann
Bréf til Láru utanbókar og bið upp úr henni
bænir. Lærði hana vegna þess að í „Lýriskri vatns-
orkusálsýki" segir sá gamli: ,Á hverju kvöldi,
áður en hann leggst til svefns, skal hann lesa og
læra orðrétt utanbókar nokkrar semingar úr Bréfi
til Láru, og skuluð þér sjálfúr hlýða honum yfir
þær og ganga ríkt eftir, að hann kunni þær reip-
rennandi, sldlji þær til hlítar og nái að tileinka sér
þeirra ytri og innri meiningu.”
Ástæðan: Lýrisk vatnsorkusálsýki. Sem ég,
Þórbergur, drengstaulinn sem um ræðir, Heine og
margir margir fleiri hafa þjáðst af. Hún lýsir sér
ekki alveg eins hjá öllum en sá sem er haldinn
lýriskri vatnsorkusálsýki og hefur kynnst Þórbergi
veit um hvað ég er að tala.
Hann veit einnig að boðskapur Þórbergs er
að hruni kominn vegna langvarandi misnotkunar
landa minna á honum. Það er eins með Gamla
testamentið og bækur Þórbergs. Það er andi
bókanna sem skiptir máli. Og hver er andi bóka
Þórbergs? Það er að þora og gefast aldrei upp.
Þórbergur er einn af þeim sönnustu sem ísland
hefúr alið. Nánast allir, hvort sem þeir komu á
undan eða eftir, eru hræsnarar í samanburði við
hann. Hér á ég þó ekki við þau rit er hampa
feminisma, þau em mirt Nýja testament.