Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 89

Fjölnir - 30.10.1997, Qupperneq 89
MatthíAS Viðar Sæmundsson skrifar um þjóðtrú, galdra og fjölhyggju í tilefni af grein Árna Björnssonar þjóðháttafræðings, „Hvað merkir þjóðtrú?a, sem birtist í Skírni í fyrravor. Að andmœla eðajafnvel eyða hleypidómum gegn einhverri trú (eða hjátrú) er ekki sama sem boða hatia. Sigurður Nordal1^ Proumur Needhams fmyndum okkur mann sem hrekkur upp við ræs formanns undir Jökli á miðri vorvertíð einhvern tíma um öndverða sautjándu öld. Hann fær tæp- lega samsamast sínu nýja samfélagi, reynslu þess og viðhorfum, enda er allt gjörólíkt því sem hann hefur átt að venjast. Hann skynjar væntanlega hafbrimið undan Tröllakirkju, drangana í flæða- málinu og svört hraungrýtisbjörgin í baksýn með öðrum hætti en menn sem lifáð höfðu við Bárðar sögu Snæfelláss kynslóðum saman, enda minnir fátt á fágun og vernd nútímalífs, gróðurlausir hraunklettahryggir, svart, úfið hraun og allt „hræðilegt til að sjá“, ritaði Egcert Ólafsson um miðja átjándu öld; og þótt jökullinn tíl norðurs veitti nokkurt skjól fýrir vindum þá gerði oft hörð næturfrost í Dritvík, fraus þá allt sem frosið gat og átm amlóðar erfiðar nætur. Hrikalegir steindrangar Tröllakirkju vekja þó enn tilfmningu um skuggalega dularkrafta, enda þarf ekki víð- áttumikið ímyndunarafl tíl að ímynda sér helgar vélar á slíkum stað, einkum á drungalegum síð- kvöldum að hausdagi, þegar þoku dregur fýrir jökul og dulið vex upp úr landinu, enda trúðu margir því enn á átjándu öld að „jarðbúar, huldu- fólk, dvergar eða þó einkum afturganga Bárðar Snæfellsáss“ tálmuðu för manna upp á jökulfjall- ið, að sögn Eggerts2*; og sjálft heití Tröllakirkju ber vimi um kynngimagnað sambýli hugar og landslags, reynslu sem fólk hrærðist í og háfleyg hrellirök yfirvalda gám ekki útrýmt. Menn hafa fúndið til smæðar sinnar í þessari náttúm, þótt þeir reyndu að stækka sig með menningu í ver- stöðvum, en þar hittust skáld sem höfðu atvinnu af því að yrkja rímur út af sögum og sumir klór- uðu sig fram úr fornri skrift eða vom kvæða- menn góðir; þarna vom jafnvel kenndir töfrar og sett saman galdrakver. Þú þarft væntanlega að vera samtíðarmaður tíl að geta skilið slíkt sam- félag til fúlls, enda hlýtur fúllur skilningur að tengjast tilfinningalegri innlifún og vitsmunalegri yfirsýn í senn. Þetta fólk lýstí auk þess reynslu sinni með öðmm hætti en mörgum nútíma- mönnum er þóknanlegt — með örnefnum, orð- tökum og málsháttum, þjóðsögnum, ævintýmm, venjum, vitnum og galdratáknum, sem virst geta annarleg eða fjarstæðukennd nú á dögum. Það þýðir samt ekki að heimur þessa fólks sé okkur með öllu glataður, himnarnir em hinir sömu þótt hjásólir heiti öðrum nöfnum, og við verðum einnig bergnumin af þungbúinni einsemd Trölla- kirkju þegar kvöldar um haust. Á slíkum stund- d Ijóðsagnabókin. Sýnisbók íslenzkra þjóðsagnasajita. Sigurður Nordal tók saman. Annað bindi. Reykjavík, 1972,xv 2' Ferðabók Eggerts Ólajssonar og Bjama Pálssonar um ferðirþeirra á íslandi árin 1752-1757. 1. bindi. um er hægt að nema blæ af horfmni reynslu- veröld þar sem dmnur sjávar, steinótt fjara, kaf- þykkur himinn, gnauð vinda um svartar stein- borgir, snjóhvít jökulhetta og dimmblátt vatnslón mynda lífræna og magnaða heild með eigin huga. Þeir sem skoða ffamandi menningu nú á dögum hljóta að velta því fýrir sér um hvað og hvernig þetta fólk hugsar; hvort vitsmunalíf þess sé sett með öðm móti saman en vitsmunir okkar, eða svo vitnað sé í dæmi Wittgensteins um teikn- ingu sem túlka mátti á tvennan hátt: hvort það lítí á heiminn sem önd eða sem kanínu? Sá sem fasst við sögu sinnar eigin menningar stendur frammi fýrir svipuðu vanda; getur trúlítill nú- tímamaður, svo dæmi sé tekið, skilið og gert grein fýrir trúarlífi fólks sem bjó við gjörólík skil- yrði fýrr á öldum? Hann þarf að túlka skoðanir og athafnir ókunnugs fólks sem í þokkabót er steindautt og hefúr einungis skilið effir sig leífar af lífi: leifar sem keppst er við að túlka og færa í nútímalegt form til skilningsauka. Þetta tiltæki gemr tekist misjafúlega eins og enskt mannfræði- prófessorinn Rodney Needham komst að raun um effir áratugarannsóknir, en í bók hans um trú, tungumál og reynslu (1972) er greint frá draumi sem endursegja má á cftirfarandi hátt; Mig dreymdi nótt eina að ég væri að ræða við Penan- fólkið í ffumskógum Borneó, en eins og oft gerist um ímyndaða endurfúndi af slíku tagi rak mig í vörðurnar og hrökk upp miður mín yfir að geta ekki lengur sett saman rétta og skiljanlega sem- ingu á penönsku. Setningin sem vakti mig af óværum svefúi var „Ég trúi á Guð“, en ég gat með engu mótí orðað hana á máli Penanfólksins. Þessi draumur kveikti vangavelmr sem á næsm árum urðu að heilli bók. Ég vissi fýrir víst að Penanmenn töluðu um andlega veru, Peselong hét hún, er átti að hafa svipaða yfirburðastöðu í alheiminum og Guð kristinna manna, enda hafði ég sagt sjálfúm mér að þetta steinaldarfólk tryði á sérstakan, almáttugan guð líkt og við, þótt ekki væri um formlegan átrúnað eða trúariðkun að ræða. Mér varð nú ljóst að fýrir þessu var ekki mállegur flugufómr, auk þess sem ég gat ekkert sagt um viðhorf fólksins, hvon það var trúað eða ekki, með orðum sem venjulega er beitt um slíkt ástand. Ég hlaut að viðurkenna með semingi að ég vissi ekkett um raunverulega trúarafstöðu Penanmanna. Spurningin var þá hvort skýrslur annarra þjóðffæðinga væm traustari, hvort þær sönnuðu í raun að fólk tryði á eitthvað, því hug- arástand og hugmyndir em augljóslega sitthvað. Sá sem fúllyTti að fólk tryði einhverju þegar hann vissi í raun ekkert um hvað átti sér stað innra með því fór um jafnvillmr og hinn sem ekkert vildi segja um sálarástand og trúarlíf. Þessar draumleiðingar snerust með öðmm orðum um forsendur, markmið og mannlífstengsl félagslegr- ar mannfræðiÁ Steindór Steindórsson íslenzkaði. Reykjavík, 1975, 158, 161 Rodney Needham: Belief Language, and Experience. Oxford: Basil Blackwell, 1972, 1-2 Árni Björnsson þjóðháttaffæðingur hefúr tæp- lega haff spurnir af draumi Needhams né orðið fýrir svipaðri reynslu ef marka má grein hans „Hvað merkir þjóðtrú?" í Skími (vor, 1996). Þar er lítinn vafa að finna og vasklega gengið ffam með hellistálsýn og fordómavillu að vopni. Hégiliur og hégilluiigar Fyrst þetta: Getum við útskýrt eða sýnt fram á dýpri rök venja, víta og varúða, eiga kreddur sér rökffæðilegan grundvöll, hvaða ástæður eru til einstakra trúaratriða? Þessi vandamál tengjast j, víðtækari vanda sem orða má svona: Hvaða ástæður eru tíl þess sent kaÚað hefúr verið hjátrú, á hún sér skynsamlegar fbrscndur eða kom fólk sér saman um hana rakalaust? Felur hún í sér „óbrotna hugsunariist", „heimspeki fólksins“ og „ekkerr smáræði af hugsun"? Éða með orðum séra Jönasar Jönassonar frá Hrafnagili (1908): I „og því meira sem finst og þekkist af þessum sögnum, venjum og trúargreinum (kxeddum), því meira samhengi fer að finnast í því...“4) Islenskir ffæðimenn hafá brugðist við þessurn vanda með margvíslegum hætti, þv( stundutn er fjölyrt um líkamlega eða andlega sjúkdóma, vanþroskaða vitsmuni, almenna sefjun, ffnmstæða guðfræði, samfélagsaðstæður, landshætti og iífsskilyxði eða vfsvitaðar blekkingar, fæstir hafá skyggnst f „samhengi" séra Jónasar. Slík viðbrögð hellistálsýn í íslenskum fræðum eiga paö samei; að vera rcist á skoðunum um rétta þekkingu, eins og sjá má af neikvæðri hugtaka- notkun. Hjátmarhugtakið ^ hefúr þannig tengst óskyn- semi, því sem er í senn órök- víst, annarlegt óg ósatt, andstætt réttri trú eða skoðun, jafnvel sjúklegt, enda er orðið yfirleitt notað til útilokunar en ekki greiningar; hjátrúnni hefúr verið lýst sern dulariúllu afli er getúr þurrkað út skynscmi og rcynslu- vit manna við ákveðnar að- stæður. - - - í orðabók Árna BöÐvars- sonar (1963) er hjátrúarorðið skýrt sem „hindurvitni, kerl- ingabækur, trú á óraunvérulega hluri", en einnig er getið um : „bábilju" sem tengist bulli, >• 4) Jónas Jónasson: „Formáli“. Þjóðtrú ogþjóðsagnir. Safnað hefir Oddur Björnsson. I. bindi. Akureyri, 1908, 6
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Fjölnir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fjölnir
https://timarit.is/publication/985

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.