Fjölnir - 30.10.1997, Side 90
Matthías Viðar Sæmundsson Til varnar hjátrú
„Hér verður ekki
lagður dómur á trú
og vantrú, sérvisku
og skynsemi, en svo
virðist sem skuggi
átjándu aldar sé
enn til staðar,
„trúleysa ofvitring-
anna “, svo vitnað
sé aftur til orða
Jóns forseta; menn
súpa enn visku
upplýsingarmanna
sem ekki gátu
stöðvað sig á sprett-
inum og vildu
úrskurða um allt
milli himins og
jarðar, það sem
„gceti átti sér stað
ogjaftvel mœtti
eiga sér stað“, eins
og Nordal orðaði
það. “
„hégilju* sem haft er um smáræði, óveru og
„(hégómlega) einfalda stúlkukind", og loks
„kreddur“ sem frá fornu fari vísa á trúarjátningu,
trúarsetningu, „e-ð sem menn trúa í blindni, bíta
sig í, geta ekki slitið sig frá“, en merkja nú á dög-
um „heimskulega skoðun, bókstafstrú“. Þessum
hugtökum hefúr eins og kunnugt er verið hrært
saman við „þjóðtrú“ sem hjá Árna er „trú aJþýðu
á tilveru og hætti ýmissa vætta og (dularfúllra)
fýrirbæra (utan trúarbragðanna)“.5* Slíkar skýr-
ingar eru í fúllu samræmi við venjulegan skiln-
ing, en hafa þann galla að fýrirvara skortir, því öll
orðin — bábiljur, hindurvitni, hégiljur, kreddur
og kerlingabækur — löðra af fordómum.6* Hið
sama má segja um einstakar skýringartilraunir,
Jóni Árnasyni varð til dæmis tíðrætt um að sög-
urnar væru ekki sannar og hann áliti þær ekki
sannar7 8 *\ en stundum er fimbulfambað um
þvaður, ýkjur, óskhyggju, fúrðutrú og fúrðusagn-
ir. Ymis orð hafa því fallið um þetta fýrirbæri, en
sé á heildina litið má greina tvær stefnur eða
hneigðir, listhyggju og raunhyggju, en sú fýrri
braust ffarn í ýmsum myndum um miðja nítj-
ándu öld; Jón Árnason ritaði til dæmis um
„ímyndunarafl þjóðarinnar sem ávallt skapar og
yrkir“, og í ritfregn Jóns Sicurossonar forseta um
þjóðsagnaútgáfú Maurers er ráðist gegn frum-
stæðri skynsemishyggju: „Lámm vera, að mörg
trú sé hjátrú og hindurvitni; vér getum ekki að
því gjört, að oss finnst þessi trú vera samfara
einhverju andlegu fjöri og skáldlegri tilfinningu,
sem ekki finnst hjá þeim, er þykjast svo upplýstir
að trúa engu“ (skál. mín).8) Hjátrúin svokaUaða
er samkvæmt þessu listræn tjáning, afsprengi
þjóðlegrar skáldlundar og ímyndunarafls; í því
felst rétdæting hennar.
Slík fagurfræði hefúr oft og tíðum blandast
reynsluskýringum, til dæmis hjá séra Jónasi frá
Hrafnagili (1908) er rakti þjóðtrú og þjóðsögur
til „hugmyndaflugs og þankabrota mannsanda í
reifúm, sem horfir út yfir tilveruna, tekur það,
sem fýrir augun og eyrun ber, og yrkir utanum
það umgerðir, eftir því sem hver er til fær, jafnar
það og gerir það ljóst, skiljanlegt og sögulegt á
hvern þann hátt, er bezt gengur". Slík trú var
afsprengi þjóðlegs ímyndunarafls, að dómi hans,
jafnframt því sem hún fól í sér þekkingu á
ákveðnu stigi, tilraunir til að skýra „orsakir og
samhengi viðburðanna": „Þjóðtrúar- og þjóð-
sagna-fróðleikurinn hefir við meiri og fleiri rök
að styðjast en margur ætlar, og gefúr í mörgu
vísindalega undirstöðu undir margt það, er ekki
verður skýrt eða skilið á annan hátt“. Þessi al-
þýðlega „hugsunarlist" náði samkvæmt Jónasi til
daglegrar reynslu, fýrirbrigða og hugsunar, auk
þess sem hún tók á hinu afbrugðna og óvenju-
lega; skáldlundin og skýringaþörfin fléttuðust
saman, „að reyna að gera sér grein fýrir því, graf-
ast eftir því, hvað það er, af hverju það sprettur,
og að hverju það leiðir". Mörk heimspeki, hugar-
flugs og skáldlegs andríkis eru óljós hjá séra Jón-
asi, en þjóðtrú og þjóðsagnir mynda að dómi
hans „alt aðra mannfræði, náttúrufræði og sögu,
samhliða þeirri sem vísindin hafá fúndið“; gengið
er út ffá þekkingarinntaki þjóðsagna og alþýðlegs
ffóðleiks, jafriframt því sem sett er ffam fjöl-
hyggja um veruleika, því þessi fýrirbæri fela í sér
„heilan heim“ með rætur í hugsun og reynslu, að
mati séra Jónasar.9* Hér má glögglega greina sam-
blöndun rómantískra og raunsæislegra viðhorfa;
hjátrúin er annars vegar list og tálcn en hins vegar
reynsla og tilvísun. Reynsluhyggja séra Jónasar er
sálffæðilegs eðlis, en hún hefúr yfirleitt tekið á
sig öllu efnislegri og hversdagslegri mynd á þess-
ari öld, svo sem sjá má af nýlegu hjátrúarriti
SImons Jóns Jóhannssonar (1993), þar sem hjá-
trúin verður að dulbúnu, hversdagslegu raunsæi,
áhöldum hagnýtrar skynsemi, uppeldistækjum og
umhverfisvernd; heimarnir tveir renna saman í
einn, ef svo má að orði komast.10)
Hugtök þjóðtrúar og hjátrúar hafa verið
notuð hér í almennri merkingu um trúarviðhorf
almennings fyrr á tímum, en hafa skal hugfást að
Árni Björnsson hafnar hinu fýrra á þeim forsend-
um að aldrei hafi „nema tiltölulega lítill hluti ís-
lendinga (ca. 10%) verið sanntrúaður á drauga,
huldufólk eða aðrar dularverur nema ef vera
skyldi að einhverju leyti á 17. öld“. Þessi fúllyrð-
ing styðst einungis við „hugarslangur“ Árna sjálfs,
því við getum ekkert staðhæff um hverju fólk
hafi trúað í raun fýrir löngu. Könnun Erlends
Haraldssonar á trúarlífi fólks árið 1974 sýnir auk
þess að mikill meirihluti fslendinga hafnar skyn-
semistrú og efnishyggju, því samkvæmt henni
voru um 70% fólks ýmist trúuð á eða óviss í
sinni sök um huldufólk, reimleika, fýrirboða og
draumvitranir; margir vildu hvorki játa né neita
tilveru yfirskilvidegra fýrirbæra. Þessa könnun
túlkar Árni kenningu sinni í hag þótt undarlegt
sé, því efinn lýsir útbreiddri vantrú á vísindalega
heimsmynd, jafnvel þó um sé að ræða „óljósa
skoðun og hugarslangur", eins og Árni kemst að
orði. Reynsla annarra ffæðimanna rennir stoðum
undir þetta eins og sjá má af tveimur dæmum;
Sicurður Nordal: „Það er skoðun mín af kynnum
við allmargt fólk, sem eg sel þó ekki dýrara en eg
keypti hana, að grunurinn um tilveru huldufólks
sé enn þá fúrðulega almennur hér á landi, en oft
og einatt ffemur fólginn í varúð að fúllyrða
nokkuð af eða á en í svo eindreginni sannfær-
ingu, að hann geti heitið trú“. Þá færði Nordal
rök fýrir því að trú á bannhelgi væri enn „lifandi
og sterk“ meðal fólks.n) Ummæli Símons Jóns
Jóhannssonar benda í sömu átt: „Þó að fæstir við-
urkenni að þeir séu hjátrúarfúllir er ótrúlega
margt sem menn telja vissara að gera eða gera
ekki í daglegu lífi, — svona til vonar og vara.
Samskipti bókarhöfúndar og viðræður við fólk
meðan á samningu bókarinnar stóð hafá ýtt
undir þá skoðun hans að íslendingar séu ennþá
Fj
911
■ M 1 ■
lolnir
tímarit handa
islendingum
hnust ‘97
5) íslenzk orðabók handa skólum og almenningi. Ritstj.
Árni Böðvarsson. Reykjavík, 1963
6) Sjá Sigurð Nordal: „Forspjall'1. Þjóisagnabókin. Sýnis-
bók íslenzkra þjóðsagnasajha. Annað bindi. Reykjavík
1972, xxi
7) Bréf til Maurers 24. aprfl 1864. Sigurður Nordal
skýrir afstöðu Jóns á viturlegan hátt: „Ástæðan getur
varla verið önnur en sú,að skugginn af fyrirlitningu
upplýsingarinnar á öllu því, sem dularfúllt var, meinaði
honum að tala eins og honum bjó í brjósti... en það var
talsvert annað að vera alinn upp suður í Munchen en
norður á Hofi á Skagaströnd. Jón hefúr að sjálfsögðu
verið miklu hjátrúaðri alla sína ævi en hann vildi játa
fyrir sjálfúm sér, hvað þá Maurer" („Forspjall", 1972,
xlviii-xlix)
8) Jón Sigurðsson: „íslenzkar alþýðusögur á þýzku eftir
Dr. Konrad Maurer". Ný félagsrit gefin út afnokkrum
Islendingum. Tuttugasta ár. Kaupmannahöfn, 1860,
192
9) Jónas Jónasson: „Formáli", 1908, 1-7
10) Símon Jón Jóhannsson: Sjö, níu, þrettán. Hjátrú
íslendinga i daglega lífinu. Reykjavík: Vaka Helgafell,
1993
J1) Sigurður Nordal: „ForspjaH“, 1972, xvii-xviii, xxx
12) Símon Jón Jóhannsson: Sjö, níu, þrettán. Hjátrú
tslendinga i daglega lífinu. Reykjavík: Vaka Helgafell,
1993, 6
15) Sigurður Nordal: „Að útrýma einni villu er því
miður ekki sama sem að höndla ný sannindi, hvað þá
allan sannleikanrí* („Forspjall", 1972, xii)
Hjalti Hugason: „Kristnir trúarhættir". Islenzk
þjóðmenning V. Trúarhœttir. Norretn trú. Kristni. Þjóðtrú.
Ritstj.: Frosti F. Jóhannsson. Reykjavík: Bókaútgáfan
Þjóðsaga, 1988, 330
talsvert hjátrúarfúllir og að þessi hluti þjóðtrúar-
innar sé síður en svo að falla í gleymsku. En
hjátrúin hefúr breyst með breyttu samfélagi ...“12)
Hér verður ekki lagður dómur á trú og
vantrú, sérvisku og skynsemi, en svo virðist sem
skuggi átjándu aldar sé enn til staðar, „trúleysa
ofvitringanna“, svo vitnað sé aftur til orða Jóns
forseta; menn súpa enn visku upplýsingarmanna
sem ekki gám stöðvað sig á sprettinum og vildu
úrskurða um allt milli himins og jarðar, það sem
„gæti átti sér stað og jafnvel mætti eiga sér stað“,
eins og Nordal orðaði það.13) Hlutverk íslenskra
fræða er ekki að kveða upp dóma um sannindi
trúarskoðana, heldur hljóta þau að fást við bann-
helgi, vitni, sagnir og venjur sem setningar í
þekkingarkerfi, sem táknmál reynslu og hugar-
fars. Hér er ekki átt við bollaleggingar um al-
menn tengsl skáldgáfú, sálarlífs og tíðaranda, þótt
þær geti verið góðra gjalda verðar, heldur tákn-
fræðilega og hugarfarssögulega þekkingarsköpun
sem ekki hefúr þróast hér á landi sem skyldi. Þá
er enn alltof algengt, til dæmis í sagnfræði, að
hjátrúarhugtakið sé notað á ógagnrýninn hátt um
safii „trúarleifa“, hégómlegt tjasmr, hugsunarvill-
ur og rökskekkjur; beitt er hugsunarlausri útilok-
un með hljómlausum aðhlátri, fordæmingu eða
hégiljum um hludægni og veruleika. Það er því
kannski of seint að endurvekja skilning Árna Óla
(1975) sem benti réttilega á að hjátrúin væri
„systir trúarinnar“, enda þýðir forliðurinn „hjá“
að hún sé „nærstæð" eða „til hliðar við“ trúna;
hjá merkir: fást við, í námunda við, nálægt, við
hliðina á einhverju. Árni Óla taldi að hjátrúin
væri hliðstæð skipulegri trú í svipuðum skilningi
og gróðurangi sem sprettur upp af sömu rót og
aðaljurtin kallast hjájurt; munurinn er sá fýrst og
fremst „að trúin treystir á guðlega forsjón, en hjá-
trúin á andlega hjálpendur"; þannig er hún „til
hliðar við trúna“, ritaði Árni Óla. Hjalti Hucason
(1988) hefúr haldið ffarn svipuðum skoðunum:
„Má segja að alþýðutrú byggist að miklu leytí á
trú á krafta og máttarvöld sem búa innan þessa
heims og hafa má áhrif á með ýmiss konar að-
ferðum en kirkjan boði trú á Guð er búi utan eða
handan þessa heims og ekki verður stjórnað með
neinu móti heldur aðeins ávarpaður í auðmjúkri
bæn“.14)
Trú og hjátrú þurfa því ekki að stangast á,
þær vega hvor aðra upp í dýrlegum samhljómi al-
heimsins, eins og sagt var forðum, kannski sem
hvörf í hverffi heimsmynd.
Hellistálsýn
bi68háHarrapðing»
Forsenda sögulegs skilnings er að litið sé á
„trúarleifár“ sem vitni um raunverulega reynslu,
en ekki sem einber ósannindi, villu, fafiæði eða
dægurbundið orðagaman; rannsóknir liðins tíma
hljóta að byggjast á fjölhyggju þegar að hugtök-
um eins og skynsemi, sannleikur og raunveruleiki
kemur. Þeim mun skrýtnara er að sjá gamlar vof-
ur leika ljósum logtun í ritgerðum ffæðimanna
sem standa í fýlkingarbrjósti íslenskra þjóðffæða,
en svo virðist sem þekkingarsköpun mannvísinda
á öldinni hafi fram hjá þeim fárið líkt og laumu-
legt vorkunnarbros söguffóðrar kellingar. Viðhorf
þeirra auðkennast af hellistálsýn sem getur komið
ffam í meðvituðum eða ómeðvituðum fordóm-
um gagnvart ffamandi hugsun;15* gengið er til
dæmis út ffá eðlismismun trúar og skynsemi, í
15) Þetta hugtak má rekja til hellismyndar Platons, en
löngu eftir hans dag kenndi enski heimspekingurinn
Francis Bacon ákveðinn flokk rökvillna við idola specus
eða „hellistálsýn". Hjá Erlendi Jónssyni er þeim lýst
undir heitinu „heimska („provincialism“)“; Erlendur
ritar: „Þessi villa felst í því að láta (venjulega ómeðvitað
eða a. m. k. ekki tjáð með berum orðum) sitt nánasta
umhverfi, vini, samstarfsmenn, sína eigin menningu,
þjóðfélag hafa of mikil áhrif á skoðanir sínar, og hafna
þvf sem annað umhverfi, menn af öðrum kynstofhi eða
þjóðerni eða með aðra menningu hafa upp á að bjóða.
Hér er um að ræða fordóma gagnvart öllu því, sem
framandi er og ókunnugt. Villan er tengd skírskotun til
almannadóms eða hefðar, en felst í ákveðinni blindu
eða fordómum gagnvart annarri menningu eða um-
hverfi en sínu eigirí' (Rökfiaði oggagnrýn hugsun.
Reykjavík, 1996, 147-148)