Læknablaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 17
LÆKN ABLAÐIÐ
123
uppþornuninni með því að gefa
fysiologiska saltvatnsupplausn
í ríkum mæli, fyrst um sinn
1—2 lítra að drekka, ef
sjúklingur hefir meðvitund,
annars 1500—3000 ml. í æð
fyrstu klst. og endurtekið, eftir
því sem ástand sjúklingsins
gefur tilefni til (blóðþrýstingur,
þvagmagn, breytingar á klorid-
innihaldi í plasma og hæmato-
krit). Auk þess má gefa 1000—
2000 ml. undir lnið fyrstu klst.
Dæmi eru til þess, að gefið hafi
verið alls um 10 litrar á fyrstu
24 klst., til þess að draga úr
uppþornuninni og örfa þvag-
myndun. 1 saltvatnsupplausn-
inni er gott að hafa dálítið af
kalíum, því oft verður mikið
tap á því þ .e. a. s. serum kal-
ium lækkar. Þetta þarf þó ekki
að finnast við rannsókn vegna
hæmoconcentrationarinnar. —
Þegar kaliumtap er mikið
hreytist hin reglulega djúpa
acidosisöndun (Kussmaulsönd-
un) og öndun verður slitrótt og
óregluleg. Má þá t. d. gefa þessa
upplausn, sem kennd er við dr.
Alexander Leaf:
0,9% natriumkloridupp-
lausn ............ 700 ml.
Þríeimað vatn ....... 240 —
Natriumlaktatuppl.
lmol (11,2%) ... 50 —
Kaliumkloridupplausn
10% .............. 10 —
Þessum upplausnum er blandað
saman rétt áður en þær eru
notaðar. Blanda þessi er dá-
lítið hypertonisk eða:
Samsetning í millieqvival-
enturn:
Natrium 158
Kalium 18
Klorid 123
Laktat 48
Þegar saltvatn er gefið í all-
stórum stíl og dehydratio
minnkar, kemur stundum kal-
iumlækkun i ljós og þarf þá að
gefa kaliumklorid.
Auk saltvatnsins er að sjálf-
sögðu gefið insulin, eða hætt
við þann skammt sem sjúkling-
ur hefir áður haft, til þess að
færa kolvetnaefnaskiptin í lag
og örfa brunann í vefjunum.
Við aukinn bruna örfast kol-
sýrumyndun í líkamanum og
sé totalbasi nægur, myndast
fljótt bikarbonat að nýju. Keto-
sýrurnar hverfa við bættan
bruna eða skiljast út.
Verður að gefa nægilega mik-
ið af insulini og draga ekki að
hefja insulinmeðferð og þótt
flytja eigi t. d. sjúklinginn í
spítala er engin ástæða til að
bíða með að gefa honum in-
sulin, heldur gefa það strax og
búið er að gi’cina sjúkdóminn.
Síðar getur ]>að orðið um
seinan.
Fullorðnum cr gefið 80—100
alþjóða-einingar (2—21/* ml.)
af zink-protamin-insulini og 60
einingar (1% ml.) af krist. in-
sulini undir húð á mismunandi
stöðum og 40 ein. inn í æð. (1