Læknablaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ
133
vakin var athygli á vaxtabréf-
um deildarinnar og eindregið
mælzt til þess að Læknafélag Is-
lands legði nokkurt fé fram til
kaupa á þeim.
Stjórn félagsins keypti því 15
ára vaxtabréf Stofnlánadeildar-
innar fyrir 10 þúsund krónur
að nafnverði. Bera reikningar
félagsins þetta með séi\
Landlæknir skrifaði stjórn
félagsins bréf þess efnis að hon-
um hefði verið tjáð að verið
væri að reisa stúdentagarð í
Árósum í Danmörku og ýms
Norðurlönd mundu tryggja sér
með fjárframlögum herbergi í
garðinum.
Kostnaður af einu slíku her-
bergi mundi verða 7 þús. krón-
ur danskar í eitt skipti fyrir
ÖU. — Taldi landlæknir að sér
finndist vel við eiga að íslenzkir
læknar gengjust fyrir því að
tryggja íslenzkum stúdentum
herbergi í hinum fyrirhugaða
garði. Ætti þetta sérstaklega
vel við, jjar sem við þennan há-
skóla væru tveir velmetnir
prófessorar íslenzkir læknar.
Stjórnin leitaði hófanna um
þetta hjá ýmsum læknum hvort
þeir vildu nokkuð leggja af
mörkum í þessu skyni, því auð-
vitað var þetta því aðeins fram-
kvæmanlegt að læknar legðu
fram fé með frjálsum samskot-
um. Ekki gat til mála komið
að sjóður félagsins gæti nokkuð
skipt sér af slíku máli. Undir-
tektir lækna þeirra, er við leit-
uðum til voru þannig að þeir
tóku málinu, vægast sagt, mjög
fálega. Var það' einkum horið
fram, sem sjálfsagt hefur við
mikil rök að styðjast, að slíkt
herbergi myndi aldrei verða
notað af læknastúdentum held-
ur þá af stúdentum í öðrum
námsgreinum svo sem hús-
mæðrafræðslu eða því um líku,
sem læknastéttinni væri óvið-
komandi.
Jafnframt var á það bent, að
félaginu stæði nær að kaupa
herhergi í íslenzka stúdenta-
garðinum, ef það vildi sýna af
sér einhverja slíka rausn.
Tilkynntum við svo land-
lækni að við treystum okkur
ekki til þess að gera frekara
í málinu.
Hinn 23. ágúst 1947 áltu
stjórnir Læknafélags Islands og
Læknafélags Reykjavíkur með
sér sameiginlegan fund og var
fundarefnið að ræða um við-
horf gagnvart væntanlegum
samningum við stjórn Al-
mannatrygginganna mn lækn-
ingastarfsemi. Voru allir á einu
máli um það að mjög væri
nauðsynlegt, að allir læknar
landsins stæðu sem fastast sam-
an í því máli og enginn skær-
ist úr leik og færi að semja fyr-
ir sig upp á eigin spýtur.
Var því samþvkkt að stjórn
Læknafélags Islands ritaði öll-
um starfandi læknum innan
félagsins og varaði þá við að
gera nokkra samninga við Al-