Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 25

Læknablaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 25
LÆKNABLAÐIÐ 131 L. 1. bréf frá Norræna félaginu í Reykjavík og er það svo- hljóðandi: „Reykjavík, 16. nóv. 1946. 1 hinum Norðurlöndunum liafa fjölmörg félög og félaga- sambönd gengið sem heildir í Norræna félagið, hvert í sínu landi, til þess að sýna hug sinn til norrænnar samvinnu, styðja þá hugsjón, er félögin herjast fyrir og veita þeim og menning- armálum þeim er þau vinna að, nokkurn styrk. Meðal félags- heilda, sem þannig hafa gengið í Norræna félagið eru lands- sambönd verkamanna, atvinnu- rekendasamböndin, sambönd samvinnufélaganna, sambönd iðnrekenda, ú tgerðarmanna, verzlunarmanna, hænda og fjölmörg önnur félagasambönd. Norræna félagið hér á landi leyfir sér hér með að snúa sér til yðar með þá málaleitan, hvort þér vilduð ganga í Nor- ræna félagið, sem félagsheild, og starfa með því að hinum ýmsu menningarmálum, er það berst fyrir. Starf félagsins er meðal ann- ars fólgið í eftirfarandi: Að kynna landið, þjóðina og menn- ingu hennar meðal Norður- landaþjóðanna með útgáfu hóka, rita og með fyrirlestrum og námskeiðum, þar sem jafnan er boðið þátttakendum frá hin- um Norðurlandaþjóðunum. — Námskeiðin eru haldin fyrir blaðamenn, verzlunarmenn, kennara, stúdenta, verkamenn, hændur o. fl. Félögin hafa með höndum endurskoðun á sögu- kennslubókum Norðurlanda, athugun á viðskiptum Norður- landanna innbyrðis og við önn- ur lönd. Þá gangast félögin fyr- ir margs konar sýningum til þess að kynna menningu og framleiðslu landanna sem bezt. Og loks vinnur Norræna félag- ið á Islandi að því að koma upp fyrirmyndar dvalar- og gisti- heimili við Þingvelli og skapa þannig möguleika til þess að taka sómasamlega á móti þeim gestum er til landsins leita til kynningar. Stjórn félagsins mun leggja það til, ef næg þátttaka fæst, að hvert þessara félaga - hafi fulltrúa í fulltrúaráði Norræna félagsins svo að þau geti sem hezt í'ylgst með öllum störfum og tekið þátt í þeim eftir vild, en að Norræna félagið geti hins- vegar sem hezt notið aðstoðar og starfskrafta hinna nýju félaga. Stjórn Norræna félagsins væntir þess að þér veitið máli þessu vinsamlega atliygli og er stjórnin fús að veita þær upp- lýsingar, er þér kynnuð að óska. Stjórn félagsins væntir enn- fremur að athugun málsins muni sannfæra yður um það að það sé sameiginlegt hagsmuna- mál félaganna að sú samvinna takist, sem hér er farið fram á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.