Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 25

Læknablaðið - 15.12.1948, Page 25
LÆKNABLAÐIÐ 131 L. 1. bréf frá Norræna félaginu í Reykjavík og er það svo- hljóðandi: „Reykjavík, 16. nóv. 1946. 1 hinum Norðurlöndunum liafa fjölmörg félög og félaga- sambönd gengið sem heildir í Norræna félagið, hvert í sínu landi, til þess að sýna hug sinn til norrænnar samvinnu, styðja þá hugsjón, er félögin herjast fyrir og veita þeim og menning- armálum þeim er þau vinna að, nokkurn styrk. Meðal félags- heilda, sem þannig hafa gengið í Norræna félagið eru lands- sambönd verkamanna, atvinnu- rekendasamböndin, sambönd samvinnufélaganna, sambönd iðnrekenda, ú tgerðarmanna, verzlunarmanna, hænda og fjölmörg önnur félagasambönd. Norræna félagið hér á landi leyfir sér hér með að snúa sér til yðar með þá málaleitan, hvort þér vilduð ganga í Nor- ræna félagið, sem félagsheild, og starfa með því að hinum ýmsu menningarmálum, er það berst fyrir. Starf félagsins er meðal ann- ars fólgið í eftirfarandi: Að kynna landið, þjóðina og menn- ingu hennar meðal Norður- landaþjóðanna með útgáfu hóka, rita og með fyrirlestrum og námskeiðum, þar sem jafnan er boðið þátttakendum frá hin- um Norðurlandaþjóðunum. — Námskeiðin eru haldin fyrir blaðamenn, verzlunarmenn, kennara, stúdenta, verkamenn, hændur o. fl. Félögin hafa með höndum endurskoðun á sögu- kennslubókum Norðurlanda, athugun á viðskiptum Norður- landanna innbyrðis og við önn- ur lönd. Þá gangast félögin fyr- ir margs konar sýningum til þess að kynna menningu og framleiðslu landanna sem bezt. Og loks vinnur Norræna félag- ið á Islandi að því að koma upp fyrirmyndar dvalar- og gisti- heimili við Þingvelli og skapa þannig möguleika til þess að taka sómasamlega á móti þeim gestum er til landsins leita til kynningar. Stjórn félagsins mun leggja það til, ef næg þátttaka fæst, að hvert þessara félaga - hafi fulltrúa í fulltrúaráði Norræna félagsins svo að þau geti sem hezt í'ylgst með öllum störfum og tekið þátt í þeim eftir vild, en að Norræna félagið geti hins- vegar sem hezt notið aðstoðar og starfskrafta hinna nýju félaga. Stjórn Norræna félagsins væntir þess að þér veitið máli þessu vinsamlega atliygli og er stjórnin fús að veita þær upp- lýsingar, er þér kynnuð að óska. Stjórn félagsins væntir enn- fremur að athugun málsins muni sannfæra yður um það að það sé sameiginlegt hagsmuna- mál félaganna að sú samvinna takist, sem hér er farið fram á

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.