Læknablaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 22
128
LÆKNABLAÐIÐ
seinfærari en nú er orðið, enda
er nú orðið alsiða, að boða fundi
í útvarpi.
En fari aftur á móti svo að
einhver fundarmanna krefjist
þess að þetta sé ekki lögmætur
aðalfundur Læknafélags Is-
lands, þá finnst mér óhjákvæmi-
legt að taka það til greina. —
Breytir það í raun og veru engu
um dagskrá fundarins eða fund-
arhaldið, öðru en því, að þetta
kallist aukafundur Læknafélags
Islands og hin lögskipuðu að-
alfundarstörf verða þá ekki tek-
in fyrir, en þau eru aðeins
nokkrar kosningar.
Vil ég þá leyfa mér að nema
hér staðar til þess að heyra
undirtektir manna og biðja Pál
V. Kolka héraðslækni að stjórna
umræðum um þetta atriði ef
einhverjar kunna að verða og
Ólaf Bjarnason lækni rita þær.
(Enginn hreyfði andmælum).
Vil ég þá leyl'a mér að setja
þcnnan aðalfund Læknafélags
Islands. Verður það þá fyrsta
verk hans að kjósa starfsmenn.
Er það gömul hefð að kjósa þá
samkvæmt uppástungum, til
flýtisauka, og vænti ég að ekk-
ert sé því til fyrirstöðu að
haldið sé uppteknum hætti í
því efni. Vil ég því leyfa mér
að stinga upp á þessum mönn-
um: Páli V. Kolka, héraðslækni,
sem aðalfundarstjóra, en Þórði
Þórðarsyni, sem vara-fundar-
stjóra og aðalritara Ólafi
Bjarnasyni og vararitara Hauki
Kristjánssyni.
Óska ég að fundarmenn sam-
þykki þessa menn til starfa
sinna með lófataki.
Næsta verk mitt er þá sú
sorglega skylda að minnast
þeirra stéttarhræðra, sem lát-
izt hafa frá því síðasti aðal-
fundur var haldinn. En óvenju
stórt skarð hefur verið í hópinn
höggvið að þessu sinni, og
margir fallið í valinn af lands-
kunnum merkismönnum. Þessir
liafa látizt og tel ég þá í þeirri
röð, sem þeir Iiafa látizt:
1. Guðmundur Guðmundsson
fyrrverandi héraðslæknir frá
Stykkishólmi.
2. Sigvaldi Kaldalóns fyrrv.
héraðslæknir.
3. Guðmundur Hannesson pró-
fessor heiðursforseti félags-
ins.
4. Þórður Sveinsson, prófessor.
5. Valdimar Steffensen
0. Jens Ag. Jóhannesson.
7. Kristján Arinhjarnar, hér-
aðslæknir.
8. Kristján Jónasson.
í). Halldór Stefánsson,
10. Gunnlaugur Claessen dr.
med. yfirlæknir.
11. Steingrímur Matthíasson,
fyrrv. héraðslæknir.
Allir þessir læknar voru fé-
lagar . L. I.
12. Þá hefur og einn ísl. læknir
látizt, sem alltaf hefur starfað