Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 40

Læknablaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 40
LÆKNABLAÐIÐ 146 og spurðist fyrir um það, hvað fólk þar um slóðir vissi um sóttir þær, er gengið hefðu í öræfum árin 1903 og 1905, og hve margir hefðu þá dáið þar skv. kirkjubókum. Sendi Bjarni síðan mjög ítarlega og greinar- góða skýrslu um þessi tvö sótt- arár. Er þar lýst gangi sóttanna og sjúklingar nafngreindir og mun hann hafa leitað upplýs- inga hjá nákomnu fólki þeirra, auk þess, sem hann man sjálf- ur. Hefur landlæknir góðfúslega leyft mér afnot af bréfi Bjarna Sigurðssonar. Faraldurinn 1903 segir hann að hafi verið nefnd- ur barnaveiki, og dóu þá 7 börn á aldrinum 1—8 ára á tímabilinu 9. okt.—22. des. Hvort öll hafi dáið úr barna- veiki eða aðeins 5 eins og segir í skýrslu héraðslæknis, skiptir hér ekki miklu máli. Um 8 ára dreng, sem dó eftir fárra daga legu, segir B. S. eftir bróður hans, að skóf hafi komið í munn og kok á honum. Um 5 ára telpu segir, að hún hafi haft verk fyrir brjósti eftir að hún lagðist og verið mjög þungt um andardrátt síðustu nóttina og fólkið hennar hafi verið í vafa um hvort dánarorsökin hafi verið lungnahólga eða barnaveiki. Um þetta leyti hafi og kvef hreiðst út í öræfum. Annars virðist dánarorsök hinna barnanna hafa verið tal- in barnaveiki. Unglingsstúlka varð og mjög slæm í hálsi en batnaði. Þá veiktist og 24 ára karlmaður, varð máttfarinn og átti örðugt með að kyngja, vegna magnleysis í hálsinum, en batnaði eftir að hafa fengið meðul frá E. B. á Reynivöllum. „Engar lamanir komu fram í þeim, sem fengu þessa veiki og dóu úr henni, nema eðlilegt afl- leysi, sem oft fylgir háum hita. „En árið 1905 gekk hér löm- unarveiki“ segir B. S. ennfrem- ur og telur upp 7 sjúklinga, sem allir fengu lamanir, þó að sum- um batnaði alveg, og dóu 2, 8 ára drengur (19/3) og 26 ára stúlka (17/3). Veikin virðist hafa komið upp snemma í mars, því að drengurinn, sem dó, var einn af þeim fyrstu, sem veiktust en hann dó 19. mars eftir fárra daga legu. Einn af sjúklingunum var konan, er ég gat mn að ég liefði séð, og hefur hún þá verið um það hil að verða 25 ára eða verið ný- orðin það. Fjórir sjúkl. hafa verið á aldrinum um 20—26 ára, þá eru 2 ungar stúlkur og loks einn 8 ára. Aldur sjúklinga er því allur annar en 1903. Er lömunarveikin kom upp í öræfum, höfðu nokkrir öræf- ingar verið nýkomnir úr ferð austur í Höfn í Hornafirði, en þar voru þá staddir nokkrir aðkomumenn.. Veiktist systir eins þeirra, 2 dögum eftir að hann var kominn heim en hann sjálfur (J. P.) nærri samtímis. Ferðamennirnir höfðu í heim-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.