Læknablaðið - 15.12.1948, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ
135
og Tryggingarstpfnunannnar.
Stjórn L. I. hafði því ekki sett
samningamálið eða tryggingar-
lögin sem sérstakan lið á dag-
skrá þessa fundar, þar sem
ekkert nýtt viðhorf virtist hafa
skapazt frá því síðasti fundur
var haldinn. Þó verður það
nú svo, að tryggingarlöggjöfin
eða heilsugæzlukaflinn kemur
til umræðu hér síðar á fund-
inum, því forstjóri Tryggingar-
stofnunarinnar, Haraldur Guð-
mundson, hefur lofað að tala
liér um þann kafla og gefst
þá fundarmönnum tækifæri til
að láta skoðanir sínar i ljós
og gefa stjórn félagsins góðar
bendingar og vegarnesti upp á
framtíðina.
Þriggja manna nefnd var
skipuð á síðasta aðalfundi, lil
þess að athuga og vera á verði
gagnvart tryggingarlöggjöfinni.
En eins og skiljanlegt er, af
því sem að framan er sagt, þá
hefur ekkert komið til hennar
kasta, enda þótt hún hafi fylgzt
með því, sem fram hefir farið
í þessu efnum, enda var einn
nefndarmanna lengst af for-
maður Læknafélags Reykjavík-
ur og því að sjálfsögðu ná-
kunnugur öllu sem gerðist.
1 samhandi við væntanlegar
umræður væri sjálfsagt að taka
til athugunar þá uppástungu
Páls V. Kolka, héraðslæknis, er
hann skrifaði öllum héraðs-
læknum þ. 7. marz s.l. ár, að
héraðslæknar kysu 4 menn úr
sínum hóp, einn úr hverjum
landsfjórðungi, ásamt einum
frá stjórn L. 1. í samninga-
nefnd, til þess að semja við
Tryggingarstofnunina.
A síðasta aðalfundi var kosin
þriggja manna nefnd milli
funda til þess að athuga mögu-
leilcana á að hefja aftur útgáfu
árbókar L. í. Voru þessir kosn-
ir í nefndina:
Olafur Geirsson, Valtýr Al-
liertsson og Pétur Magnússon.
Frá þessari nefntl hefur
stjórninni borizt bréf, þar sem
rakin eru sum þau atriði, sem
voru þess valdandi, að nefnd-
ina brast kjark til að leggja
út í þessa útgáfu, eins og á-
statt var. Er það bréf svo-
hljóðandi:
„Á læknaþinginu 1946 var
kosin nefnd til þess að athuga
möguleika á að gefa út nýja
Árbók L. 1.
Það kom brátt í ljós, að
kostnaður við slíka útgáfu hér
yrði alltof hár og var því leitað
tillioða um prentun bókarinnar
í Kaupmannahöfn. Tillioð þaðan
var kr. 12,000,00 danskar fvrir
prentun, pappír og band, en sá
böggull fylgdi skammrifi, að
samning þurfti að gera til fimm
ára inn sama útgáfukostnað.
Augljóst þótti þá þegar, að
þessi gjaldeyrir mundi ekki
fást, livað þá að hann yrði
tryggður til finmi ára.
Við þetta bættist, að vonir um