Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1967, Side 80

Læknablaðið - 01.10.1967, Side 80
220 LÆKNABLAÐIÐ þetta, er nauðsynlegt samræmingar vegna að hafa þarna ákveðinn taxta að vinna eftir. Suðureyri, 14. júlí 1967. Guðsteinn Þengilsson. F y 1 g i s k j a 1 15 Tillaga frá Læknafélagi Norðvesturlands Aðalfundur L. 1, haldinn í Reykjavík 27.—29. júlí 1967, beimr þeim tilmælum til heilbrigðismálastjórnarinnar, að hún hlutist til um, að frumvarp verði flutt á næsta Alþingi í þá átt, að verkefni héraðs- samlaga verði aukið frá því, sem nú er, sérstaklega að þeim veroi fengin meiri skylda og réttindi til að efla heilbrigðisstarfsemi í hér- uðum landsins og til greiðslu á kostnaði við heilbrigðisþjónustu. Jafn- framt verði núverandi hreppasamlög lögð niður að verulegu leyti. Reykjavík, 19. 7. 1967. f. h. Læknafél. Norðvesturlands, Valgarð Björnsson. lylgiskjal 16 Greinargerð Valgarðs Björnssonar fyrir tillögu á fylgiskjali 15 Tillagan beinist í þá átt að auka verksvið og vald héraðssamlaga. Okkur finnst, að of mikils tómlætis gæti meðal almennings um heil- brigðismál og endurskipulagningu þeirra. Hin litlu sjúkrasamlög hér- aðanna eru getulaus til úrbóta og sitt sýnist hverjum í hverju máli, og hin ráðandi öfl í hverju samlagi verða oft mjög breytileg eftir að- stæðum, ýmist fjárhagslegum eða félagslegum, eða einokast af ein- um sterkum aðila innan stjórnar lítilla samlaga. Segja má, að heilbrigðisþjónusta og skipulagning hennar úti í hér- uðum landsins hvíli nú öll á einum herðum, þ. e. héraðslæknisins, og hafa þeir flestir nóg á sinni könnu, þótt ekki þurfi þeir að ganga bónar- eða hótunarveg á milli margra aðila til að fá sínum áhuga- málum framgengt. Við viljum því fá einn aðila í hverju héraði eða hverri sýslu, sem við getum snúið okkur til og síðan tekur ákvarð- anir og framkvæmir þær eða aðstoðar við framkvæmdir. Allir hér- aðslæknar kannast við, hve bókfærsla fyrir hin mörgu litlu samlög er mikil og tímafrek, þar sem flokka þarf alla sjúklinga niður í t. d. 7—8 hópa eftir því, í hvaða samlagi þeir eru. Mikill munur væri, ef einn aðili, t. d. héraðssamlag, sæi um allar greiðslur og sparaði þann- ig þessa sundurliðun. Með stærri einingum skapast skilyrði til að ráða framkvæmdastjóra, sem í starfi sínu fær yfirlit yfir heilbrigðis- mál héraðanna og getur gert tillögur til úrbóta og að samþykki fengnu
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.