Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 10

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 10
170 LÆKNABLAÐIÐ að halda. Margar hjúkrunarkonur reyna að afla sér framhaldsmennt- unar, og reyndar má segja um hjúkrunarliðið, að framfarir og breyt- ingar séu slíkar á sviði hjúkrunar, að engin hjúkrunarkona, sem tekur starf sitt alvarlega, geti látið sér nægja þá þekkingu, sem hún fór með úr skóla. Árangur af rannsóknum, tækniframfarir og hagræðing verður að ná til alls þessa starfsliðs, sem þarf á slíku að halda við dagleg störf. Það er ekki auðvelt fyrir lækna og aðra starfsmenn sjúkrahúss að fylgjast með og auka þekkingu sína. í fyrsta lagi hafa þeir nauman tíma til lestrar og upplýsingaleitar, í öðru lagi er leitarsvæðið oft myrkviði líkast, sérstaklega þegar starfsmennirnir þekkja ekki hag- kvæmar leitaraðferðir. Ennfremur eru miklar líkur til þess, að bóka- safn það, sem starfsmenn eiga greiðastan aðgang að, eigi ekki þau rit, sem þeir þurfa á að halda. Þessi vandamál verður starfslið sjúkrahússins og bókavörður að leysa sameiginlega. Starfsliðið verður að reyna að ætla sér tíma til að heimsækja safnið reglulega, þannig að það geti fylgzt jafnóðum með nýju efni. Bókavörðurinn kemur á móts við það með því að auglýsa komu tímarita og bóka, og með því að gera safnkostinn sem aðgengilegastan með skráningu og flokkun, sem hann miðar við þarf- ir notenda og verkahring spítalans. Hann aðstoðar einnig við heimilda- leit á mismunandi stigum, allt frá því að finna grein út frá tilvitnun, sem notandinn hefur í höndum, og upp í það að gera lista yfir heim- ildir á ákveðnu þröngu efnissviði, sem notandinn þarf að gera könnun á eða færa sér í nvt við samningu fyrirlestrar eða greinar. Bóka- vörðurinn getur einnig, ef hann veit áhugasvið og þarfir notandans, gert honum viðvart, þegar nýtt efni berst. Myrkviður vísindabókmenntanna þéttist stöðugt, en um leið fjölg- ar þeim tilraunum, sem gerðar eru til þess að rata um hann. 75000 tímarit eru nú gefin út á sviði tækni og vísinda, en jafnframt því eru gefin út 3500 rit, sem eingöngu birta útdrætti úr efni þeirra. Á sviði læknisfræðinnar og heilbrigðisvísindanna hefur verið gert mikið átak til að auðvelda aðgang að bókmenntum þessara greina. Það átak, sem hefur komið að mestu gagni í okkar söfnum, er Index medicus, sem er listi yfir greinar, sem birtast í rúmlega 2000 tíma- ritum. Index medicus leysir ekki fyrirhafnarlaust vanda notendanna eða bókavarðarins, en flytur þá skemmstu leið. Þeir möguleikar, að safn sjúkrahússins eigi ekki það, sem notandinn hefur þörf fyrir, eru mjög miklir, og slíkt er eðlilegt. Söfn eins og læknisfræðibókasöfn sjúkrahúsa geta ekki teygt sig yfir nema örlítið brot af þekkingar- forðanum, og eru mjög háð samskiptum við önnur hliðstæð söfn og aðalsafn. Bókavörður sjúkrahússafnsins verður þess vegna að hafa þekkingu á safnkosti annarra safna og þekkja leiðir til þess að afla safnnotanda sínum þeirra gagna, sem nauðsynleg eru. Af þessari skilgreiningu sjáum við, að læknisfræðisafn sjúkra- húss, þrátt fyrir smæð sína, þarf og á að geta uppfyllt allar almennar upplýsinga- og þekkingarþarfir starfsliðs, og verið virkt tæki til þess að opna því leiðir að dýpra sjálfsnámi, rannsóknum og ritstörfum. Til þess að bókasafnið geti rækt þetta hlutverk sitt til hlítar,
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.