Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 35

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 35
LÆKNABLAÐIÐ 191 og einnig stærri sjúkrahús í kaupstöðum. 2. Framkvæmdaáætlun, fjár- hagsáætlun og fjárveitingaáætlun þarf að gera og haga meðferð mála nokkuð svipað því, sem tíðkazt hefur fyrr um skipan raforkumála. 3. Gera þarf nýjar reglur um greiðslur á rekstrarkostnaði lækninga- stöðva. 4. Auka þarf fjárhagslega aðstoð frá ríkisins hálfu við stofn- setningu lækningastöðva, bæði í dreifbýli og kaupstöðum. 5. Ef skipu- lega yrði unnið að þessum málum, er minni hætta á, að handahófsleg frumvörp komi fram á Alþingi, sem stundum geta gert meira tjón en gagn með því að draga athygli stjórnmálamanna og almennings frá aðalatriðum. 6. Koma þarf á nánari tengingu milli einstakra fram- kvæmdaliða heilbrigðismála. 7. Nánari tengsl þarf milli starfrækslu landhelgisgæzlu og heilbrigðisþjónustu. 8. Koma þarf upp sérstakri skyndiþjónustu í samgöngumálum í þágu læknisþjónustu dreifbýlisins. 9. Komið getur til mála alger breyting á núverandi héraðslæknakerfi. 10. Efla þarf tengsl milli ungra lækna annars vegar og löggjafarvalds og framkvæmdavalds heilbrigðismála hins vegar. Sennilega yrði heppi- legast að koma á fót fastri heilbrigðislaganefnd, sem árlega endur- skoðaði heilbrigðislöggjöfina og kæmi með tillögur um breytingar til heilbrigðisstjórnar, sem síðan kæmi þeim á framfæri á Alþingi. Hlið- stæðar nefndir til endurskoðunar laga eru þekktar í íslenzku stjórn- unar- og löggjafarkerfi. Gerðardómur L.f. Þrjú mál liggja nú fyrir gerðardómi L.f. Hið fyrsta er kæra Gunnars Guðmundssonar vegna víta, sem Læknafélag Reykjavíkur hafði samþykkt á hann í sambandi við stöðu- veitingar og stöðuumsóknir við Landspítalann. Hafði Gunnar krafizt, að vítur þessar yrðu dæmdar ómerkar. Mál þetta hefur verið fyrir gerðardómi í meira en þrjú ár. Gagna- söfnun er nú að mestu lokið, en dómurinn hefur aldrei verið kallaður saman. Hin tvö málin eru samferða fyrir dómnum og voru lögð fyrir hann í desember 1969. Gagnasöfnun í þeim málum er lokið, og mun dómur sá, sem fjallar um þau mál, en hann er að nokkru leyti skipaður öðrum mönnum en þeim, sem fjalla um mál Gunnars Guðmundssonar, verða kallaður saman, áður en langt líður. Hér er um að ræða kæru Daníels Daníelssonar á hendur Gísla G. Auðunssyni og Ingimari Hjálmarssyni og fyrirspurn Ingimars Hjálm- arssonar varðandi framkomu Daníels Daníelssonar. Forseti gerðardóms í þessum málum er Jón Steffensen, en forseti gerðardóms í máli Gunnars Guðmundssonar gegn Læknafélagi Reykja- víkur er Snorri Hallgrímsson. Blaðaskrif Svo sem læknum er kunnugt, er alloft vikið að læknum og læknisþjónustu í blöðunum og þá venjulega á neikvæð- an hátt. Um þessi atriði hefur finnska læknafélagið gert allýtarlegar rannsóknir, og vísast til skýrslu frá læknaþinginu í Ebeltoft varðandi þetta atriði. Tvær greinar, sem nýlega birtust í blöðum í Reykjavík, hafa verið þess eðlis, að ástæða hefur þótt til þess að gera athugasemdir við þær.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.