Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 47

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 47
LÆKNABLAÐIÐ 201 óhjákvæmilega hafa í för með sér hækkun árgjalda félagsins. Að- spurðir kváðust allir fundarmenn því samþykkir nema Úlfur Gunnars- son, sbr. fyrirvara hans áður. Stjórn L.í. var falið að kanna betta mál betur, t. d. afla kostnaðar- áætlunar og leggja fyrir næsta aðalfund. V. Skýrsla gjaldkera Gjaldkeri gerði í aðaldráttum grein fyrir fjárreiðum félagsins. Endanlegir reikningar liggja þó ekki fyrir. Hann kvað fjárhag félags- ins betri við lok sl. árs en hann var í lok árs 1968. Hann gat þess, að við endurskoðun hefði komið fram vanskil af hálfu fyrrv. fram- kvæmdastjóra, að upphæð 106 þús. kr., sem hann yrði krafinn um. Þetta snerti aðallega Læknablaðið og tímaritanefnd. VI. Þingsályktunartillaga um nýjar námsstöður við Landspítalann, tengdar læknisþjónustu strjálbýlisins, sbr. meðfylgjandi greinar- gerð Formaður L.í. gat þess, að í gær (föstud. 17. apríl) hefði neðri deild Alþingis samþykkt samhljóða frumvarp til laga um lengingu héraðslæknisskyldunnar í sex mánuði. Var frumvarpið þannig afgreitt til efri deildar. Aðspurðir voru fundarmenn, að einum undanskildum, andvígir þessari lagasetningu og samþykkir því, að stjórnin kæmi á framfæri ályktun frá Læknafélagi fslands varðandi þetta mál. VII. Blaðaskrif Jakob Jónasson, ritari L.R., las grein úr dagblaðinu Vísi, dags. 9.4. 70, þar sem höfð eru ummæli eftir próf. Þorkeli Jóhannessyni, þar sem hann lætur svo um mælt, að ,,læknar virðist vera of losara- legir í handsali ýmissa lyfja“. Lagði Jakob til, að hlutaðeigandi pró- fessor, sem jafnframt stundar lækningar að einhverju leyti, fái áminn- ingu frá L.í. eða verði látinn sanna fullyrðingu sína. Formaður L.í kvaðst hafa rætt þetta við prófessor Þorkel, sem hefði lýst því yfir, að hann leiðrétti ekki ummæli, sem eftir sér væru höfð í blöðum. Það, sem þar stæði, væri á blaðanna ábyrgð, en ekki hans. Formaður L.R. kvað það hafa hvarflað að sér að bjóða próf. Þorkeli á fund í L. R. og láta hann þar standa fyrir máli sínu. Brynleifur Steingríms- son kvað það fráleita hugmynd. Hann kvað það sína skoðun, að hreyfa basri þessu sem minnst. Formaður L.í. kvaðst einnig hafa rætt við lögfræðing félagsins, svo og landlækni og próf. Tómas Helgason, og væru þeir eigi sammála því áliti, sem fram hefði komið í blöðum um misferli lækna. Lögfræðingur félagsins taldi ráðlegast: a) að stjórn L.f. birti yfirlýsingu í blöðum, þar sem fram kæmi, að um órökstuddar dylgjur væri að ræða og óskaði eftir rannsókn; b) innan stéttarinnar kæmi eftirfarandi til greina: 1. að próf. Þorkell fengi áminningu, 2. að honum yrði boðið að halda erindi um efnið á félagsfundi, 3. að kæra hann fyrir gerðardómi L.f. Fundarmenn voru sammála, að undanskildum form. Læknafélags Suðurlands, Brynleifi Steingrímssyni, að óska rannsóknar í þessu máli.
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.