Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 52

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 52
206 LÆKNABLAÐIÐ sjúkrahúsa, samvinna læknasamtaka og yfirvalda, mengunarvanda- mál, framhalds- og viðhaldsmenntun lækna, samskipti læknasamtak- anna annars vegar og sjúklinga hins vegar voru næstu efni, sem tekin voru fyrir á fundinum. Næsta framsöguerindi flutti Finninn Tapani Kosonen og fjallaði það um lækna í dagblöðunum og almenningsálit á læknum og starf- semi þeirra. Finnsku læknasamtökin hafa rannsakað þetta mál með tvennu móti. í fyrsta lagi hafa þau fylgzt með öllum blaðaskrifum um lækna og læknasamtökin um nokkurn tíma á árinu 1969, en alls var safnað 782 úrklippum úr dagblöðum og þau sjónarmið, sem þar komu fram. flokkuð eftir ákveðnum reglum. Reyndist 201, eða 26% greinarhöf- unda, hafa neikvæða afstöðu til lækna, 13 eða 2% höfunda höfðu já- kvæða afstöðu, en hin voru meira eða minna hlutlaus bæði gagnvart læknum og heilbrigðisyfirvöldunum. Af pólitískum blöðum voru vinstri sinnuðu blöðin óhagstæðari í garð lækna en þau hægri og neikvæðir leiðarar gagnvart læknum komu aðeins fram í sósíaldemókratísku og kommúnistísku blöðunum. í þeim 201 blaðaúrklippu, þar sem læknar voru gagnrýndir (þ. e. a. s. 26% af heildinni), voru þessi atriði mest áberandi: Laun lækna voru gagnrýnd hjá 24% þessa hóps, sjúkra- kosturinn var gagnrýndur hjá 14%, starfsemi sjúkrahúsa í Helsinki var gagnrýnd hjá 15%, starfsemi lækna almennt var gagnrýnd hjá 12%, heilbrigðisyfirvöldin voru gagnrýnd af 11%. Slæmt samband milli lækna og sjúklinga var talið veigamesta gagnrýnisatriðið hjá 10% gagnrýnenda. Hjá nokkrum kom fram, að læknaskorturinn í landinu væri læknasamtökunum að kenna, sem hefðu af ásettu ráði beitt sér fyrir takmörkun á menntun lækna- kandídata. Skoðanakönnun finnska Iæknafélagsins Þessi blaðaskrif gefa ekki hugmynd um almenningsálitið sjálft, heldur álit þess hóps, sem hefur framtak til að skrifa í blöð, og þeirra, sem að blöðunum standa. Finnska læknafélaginu þótti ástæða til þess að kanna málið nánar, og fékkst Gallupstofnunin til þess að setja upp skoðunarpróf meðal almennings á læknum og starfsemi þeirra. Hópur- inn var valinn af handahófi (randomly) úr þjóðskránni finnsku. Fyrst var spurt, hvaða eiginleika góður læknir á að hafa samkv. áliti al- mennings. Eiginleikarnir voru settir fram af spyrjendum í þessari röð: 1. Kurteis framkoma, 2. Áreiðanleiki, 3. Þolinmæði, 4. Rökvís fram- setning, 5. Vingjarnleg framkoma, 6. Áhugi á lífskjörum fólks, 7. Tími til að sinna sjúklingnum, 8. Vandvirkni, 9. Hugsunarsemi og 10. Hlejrpi- dómaleysi. Þeir, sem spurðir voru, voru beðnir um að raða þessum eiginleikum eins og þeir kæmu fram hjá læknastéttinni í Finnlandi núna. Að þeirra dómi var röðin þessi: 1. Rökvís framsetning, 2. Áreiðan- ieiki, 3. Vingjarnleg framkoma, 4. Hugsunarsemi, 5. Kurteisi, 6. Þolin- mæði, 7. Áhugi á lífskjörum, 8. Hleypidómaleysi, 9. Tími til að sinna sjúklingum. Þegar eiginleikar, jákvæðir og neikvæðir, voru settir upp hvor gagnvart öðrum, varð niðurstaða skoðanakönnunarinnar þannig: Lækn-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.