Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 63

Læknablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 63
LÆKNABLAÐIÐ 209 ir, segulbönd og skuggamyndir í ýmiss konar tengingum til þess að vekja áhuga nemenda og skýra málin á einfaldan og eftirminnilegan hátt. Þarna sýndi hann t. d., hvernig kennari getur talað við persónur í kvikmyndum, en það er gert með þeim hætti, að spurningarnar eru þurrkaðar burtu, en kennarinn kemur með þær, og á meðan hverfur talið í myndinni sjálfri, en myndin svarar spurningu kennarans. Þarna er allmikið rætt um kennslu í sjónvarpi og einkum dagskrár, sem byggðar eru á „audio-visible tapes“. Þótti flestum, sem það væri varla tímabært að setja í gang slík kennslutæki í stórum stíl, þar sem þetta væri mjög dýrt og hætt við, að efnið yrði notað of lengi, eftir að það væri orðið úrelt. Flestir voru á því, að kennsluefni sem þetta væri ofviða fyrir nokkurt af Norðurlöndunum vegna kostnaðar. Þarna þyrfti allsherjar norræna samvinnu. Var nokkuð rætt um starfsemi Nordisk Federation for Medicinsk Undervisning, og var á það bent, að lítið hefði gerzt í þessum málum undanfarin sex ár. Það hefði komizt skriður á málin 1960-1962, en undanfarin sex til sjö ár hefði næsta lítið gerzt, og væri þess vegna þörf á því, að læknasamtökin beittu sér fyrir framkvæmdum í sam- bandi við framhaldsmenntun og viðhaldsmenntun lækna. í náinni framtíð vei’ður framhalds- og viðhaldsmenntun þýðingar- meiri en hún hefur nokkurn tíma áður verið í sögunni, og var á það bent, að frá árinu 0-1790 er talið, að þekking mannkynsins hefði tvö- faldazt, frá 1790-1900 hefði hún aftur tvöfaldazt, frá 1900-1950 hefði hún einnig tvöfaldazt, og frá 1950-1975 muni hún hafa tvöfaldazt að nýju, og úr því mundi hún sennilega tvöíaldast á 10-15 ára fresti. Af þessu mætti sjá hraða þekkingaraukningarinnar, og af honum yrði að taka mið, bæði við menntun, og sérstaklega framhalds- og viðhalds- menntun háskólamanna, og þá ekki sízt lækna. Gerð var fundarsamþykkt, að læknasamtök Norðurlanda settu á laggirnar nefnd, sem kæmi saman á fund í haust til þess að gera til- lögur um helztu framtíðarvandamál í sambandi við viðhalds- og framhaldsmenntun lækna. Gert var ráð fyrir, að hvert læknafélag tilnefndi einn til fjóra í þessa nefnd. Talið var sjálfsagt, að nefnd þessi hefði nána samvinnu við Nordisk Federation for Medicinsk Undervisning og önnur þau félög, sem vinna að sams konar málefnum. Þá var einnig nokkuð um það rætt að setja á stofn skandinavíska mið- stöð eða stofnun fyrir framhalds- og viðhaldsmenntun lækna, og væri hlutverk hennar að skipuleggja þessa menntun og efna til námskeiða og funda á vissum sviðum, framleiða kennsluefni, kvikmyndir, sjón- varpsefni, skuggamyndir, hafa samband við hliðstæðar stofnanir eða háskóladeildir í öðrum löndum og vinna að því, að sem fiest lönd gætu notið sameiginlega, ef komið væri á fót framhaldsmenntunarnám- skeiðum í ákveðnum greinum. I hinum víðtækustu greinum, eins og almennum lækningum og stærstu sérgreinum, yrði framhaldsmennt- unin að vera í hverju einstöku landi, en þegar til hinnar þröngu sér- greinar kæmi, þá væri eðlilegt, að framhaldsmenntun þeirra væri skipað á einn stað í senn fyrir öll Norðurlöndin. Var talið eðlilegt að stofna til náinna tengsla um þessi mál við læknaskóla, heilbrigðis- yfirvöld, sjúkrahússtjórnir og stjórnir sjúkratrygginga. Var á það
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116
Qupperneq 117
Qupperneq 118
Qupperneq 119
Qupperneq 120
Qupperneq 121
Qupperneq 122

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.