Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 64

Læknablaðið - 01.10.1971, Page 64
210 LÆKNABLAÐIÐ lögð áherzla, að allir þessir aðilar þyrftu að vinna saman, bæði faglega, fjárhagslega og félagslega til þess að mál þessi komist í sem bezt horf fyrir framtíðarþróun. YFIRLIT SÍÐUSTU TVEGGJA ÁRA Noregur Síðdegis 30. maí var rætt um það, sem gerzt hafði frá því síðasti sameiginlegi fundur stjórna læknafélaga Norðurlanda var haldinn, og gerði þá hvert land nokkra grein fyrir sínum málum. í Noregi voru talin einna mikilvægust ný sjúkrahúslög, þar sem gert er ráð fyrir því, að göngudeildavinna við sjúkrahúsin falli inn í föst störf lækna, en þessi hluti laganna hefur enn eigi verið fram- kvæmdur. Ríkið hefur sett á stofn nefnd til að gera tillögur um þróun sjúkrahúsmála, unnið hefur verið að því að stytta vinnutíma lækna og það talið þýðingarmesta atriðið. Gert er ráð fyrir því, að læknum í Noregi fjölgi um 50% á árunum 1970-1980, og er það eigi talið full- naígjandi. Svíþjóð Sænsku fulltrúarnir gerðu eingöngu grein fyrir hinu nýja fyrir- komulagi á launagreiðslum til lækna, sem nefnt hefur verið eingreiðslu- kerfið og er í stórum dráttum í því fólgið, að sjúklingar borgi 7,00 s. kr. fyrir allar heimsóknir á göngudeildir sænskra sjúkrahúsa. Vinna lækna við göngudeildir verður innifalin í föstum launum, og fyrir þessar 7,00 s. kr. fær sjúklingurinn það, sem hann þarf á að halda, hvort sem það er einn lyfseðill eða mjög víðtæk rannsókn, en sjúkra- tryggingin borgar afganginn. Meðalkostnaður við hverja heimsókn sjúklings á göngudeildir sænskra sjúkrahúsa er 38,00 s. kr. Svíar töldu, að sjúkrahúslögin norsku væru nálega 10 árum á eftir því, sem gerzt hefði í Svíþjóð, sama þróun myndi vera í því landi og þeir ættu að vera undir það búnir að mæta henni. Sænskir læknar hafa nú ákveðinn vinnutíma og föst laun fyrir þann vinnutíma. Vinnutíminn er 42% klst. á viku, og þykir sænskum læknum það allt of lágt. Við margvíslegar athuganir, sem gerðar voru, áður en gengið var endanlega frá þessum samningum, sem reyndust mjög langir og erfiðir, þá kom í ljós, að vinnutími lækna hafði verið verulega lengri en þetta, þegar „ambulant“ vinna var reiknuð með vinnutíma eða um 47-49 klst. Laun læknanna voru reiknuð þannig, að teknar voru allar launa- greiðslur til þeirra og tekjur af ,,ambulant“ vinnu, og þessari fjárhæð síðan skipt milli læknanna eftir sérstökum reglum og þá einnig tii þess ætlazt, að þeir inntu af höndum svipuð störf á spítölunu.m og ,,ambulant“ vinnu og áður hefði verið. Þó virðist gert ráð fyrir nokk- urri læknafjölgun, sem svarar styttri vinnutíma. Afstaða sænskra læknafélaga til þessara breytinga var yfirleitt jákvæð. Laun sumra lækna hafa lækkað verulega, en allur fjöldi lækna fær nú hærri greiðslur en áður og hefur styttri vinnutíma. Hefur því verið um að ræða útjöfnun tekna. Til þess að gera þessa breytingu auðveldari
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.