Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 65
LÆKNABLAÐIÐ
211
fyrir þá, sem höfðu laekkað í tekjum og þurftu að sjálfsögðu að borga
mikla skatta, var myndaður sjóður, sem nemur 20 millj. s. kr., sem
notaður er til þess að draga úr tekjurýrnun þeirra, sem hæstar tekjur
höfðu, og verður þessum sjóði eytt á næstu þremur árum, en þá er
gert ráð fyrir, að breytingin sé komin í kring að öllu leyti. Þessir
samningar standa þó aðeins í eitt ár. Gert er ráð fyrir, að breytingin
miði að því í framtíðinni að tengja sérfræðingana og vinnu þeirra
nánar sjúkrahúsunum en áðúr var, og einnig að stytta vinnutíma
læknanna í framtíðinni, en það telja sænskir læknar mjög mikilvægt.
Æskileg stytting vinnutímans er í rauninni óframkvæmanleg
vegna þess, að svo mikill læknaskortur er í Svíþjóð.
Yfirlæknar, sem jafnframt eru prófessorar, hafa 148 þús. s. kr.
í árslaun, yfirlæknar, sem sjá um spítala eða spítaladeildir, hafa 119
þús. s. kr. í árslaun. (í hæsta flokki er vinnutími ótilgreindur, en í
öðrum flokkum er gert ráð fyrir 42% stund á viku.) Aðstoðaryfir-
læknar hafa 97-108 þús. s. kr. í ái’slaun; er það breytilegt eftir starfs-
aldri. Sérfræðingar, sem ekki eru aðstoðaryfirlæknar fá 80-90 þús. s.
kr. Aðrir aðstoðarlæknar 75-78 þús. s. kr. og læknar með minna en
tveggja ára reynslu 55 þús. s. kr. í árslaun. Auk þessara launa hafa
læknar nokkrar greiðslur fyrir vaktir. Tímagreiðslur fyrir vaktir eru
sem hér segir: 3.60 s. kr. á klst. fyrir bundnar vaktir á sjúkrahúsum,
1.64 s. kr. fyrir vakt heima og 1.09 s. kr. fyrir bakvakt heima (tiltölu-
lega laust bundna vakt).
Yfirlæknar hafa sömu laun án tillits til þess, á hvaða deild þeir
starfa, t. d. fá yfirlæknar á handlæknisdeildum sömu laun og yfir-
læknar á langlegudeildum.
Ekki er unnt að ákveða, hve marga sjúklinga læknir á að afgreiða
á göngudeild á klst. Sjúkrahússtjórnir hafa ekki hönd í bagga með slík-
um hlutum. Jafnvel munu forstöðumenn göngudeildar ekki geta ráðið
þessu, en þeir geta látið í Ijós ákveðnar skoðanir um þessi efni við sína
undirmenn. Hugtökin „læknisþjónustuproduktion“ og „sjúkrahús-
produktion“ eru enn óskýrgreind og erfitt um vik, því að þar kemur
til mat á magni og gæðum.
Finnland
Finnsku fulltrúarnir minntust á skipulagsnefnd, sem læknasam-
tökin hefðu sett á laggirnar til þess að gera tillögur í sambandi við
þróun sjúkrahúsmála. Þá minntust þeir einnig á breytingu á árgjaldi
til finnska læknafélagsins. 1960 hefði það verið 70.00 f. mörk og flest-
um þótt það allt of hátt, á sl. ári hefði það verið 260.00 f. mörk, og
mundi álíka mörgum þykja það of hátt.
Tryggingamál finnska læknafélagsins hafa verið tengd lánamál-
um, þannig að það tryggingafélag, sem annast slysa-, örorku- og líf-
tryggingar fyrir finnska læknafélagið, veitir félagsmönnum lán eftir
ákveðnum reglum.
Þá var minnzt á löggjöf um fóstureyðingar, sem sett hefur verið
í Finnlandi og læknasamtökin áttu hlutdeild að. Er hún sniðin nokkuð
eftir svipuðum reglum og danska löggjöfin um þetta efni.
Þá var um það rætt, að finnska læknafélagið yrði bráðlega að