Læknablaðið - 01.10.1971, Qupperneq 66
212
LÆKNABL AÐIÐ
setja gjaldskrá, en engin gjaldskrá hefur gilt í Finnlandi fyrir störf
lækna.
Danmörk
Dönsku fulltrúarnir minntust á vaxandi áhrif læknasamtakanna í
sambandi við skipulagningu og rekstur sjúkrahúsa og það, að nú væri
nefnd að verki á vegum danska læknafélagsins, sem myndi skila áliti
um stofnsetningu læknaráða við dönsk sjúkrahús. Þá var einnig minnzt
á kjarasamninga, sem nú væru á döfinni, en gengju erfiðlega. Þá var
getið um nýja löggjöf um fóstureyðingar, sem sett hefði verið í Dan-
mörku.
Island
Þar sem ísland hefur ekki verið reglulegur þátttakandi í sameigin-
legum stjórnarfundum læknafélaga Norðurlanda, var í rauninni ekki
unnt að gefa ákveðna milliþingaskýrslu af íslands hálfu, íslenzki full-
trúinn skýrði frá læknaráðum við íslenzka spítala og reglugerðum
þeirra og viðurkenningu stjórnvalda á starfsemi þeirra. Þá lýsti hann
einnig nokkuð breytingum, sem urðu á kjörum og ráðningarfyrirkomu-
lagi lækna eftir launadeilu 1966 og afstöðu læknafélaganna til BHM.
en um þetta höfðu komið fram fyrirspurnir á fundinum.
Sá árangur, sem náðst hafði á íslandi með stofnun læknaráða við
sjúkrahús, þar sem allir sérfræðingar og fastráðnir læknar voru, vakti
allmikla athygli, sérstaklega meðal Dana, sem nú eru að koma þessu
í kring á sínum sjúkrahúsum. Kom fram ósk um það frá formanni
dönsku nefndarinnar að fá reglu.gerð fyrir íslenzk læknaráð og skipu-
lagsskrá þýdda á dönsku, ef unnt væri.
Fulltrúar ásamt starfsfólki bingsins voru rúmlega 50, bar af frá
Danmörku um 20, en frá Danmörku var allt starfslið þingsins. Þingið
var haldið í Hotel Hvide Hus, sem er mjög nýtízkulegt hótel í gömlum
sjávarbæ, Ebeltoft, á austurströnd Jótlands.
Næsti sameiginlegi stjórnafundur læknafélaga Norðurlanda verð-
ur haldinn 1972 í Svíþjóð.
Arinbjörn Kolbeinsson