Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 76

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 76
220 LÆKNABLAÐIÐ hvort sem þaS er gert með umræðu í félagsskap eða beinum áróðri. Læknar eru margir haldnir þeirri áráttu að sækjast eftir hinu sjald- gæfa, ekki síður í starfi en í öðru. Þeir leggja í starfi sínu oft stund á eins konar læknisfræðilega frímerkjasöfnun, þ.e. í leit að sjaldgæfum ,,interessant“ tilfellum og eyða hlutfallslega miklum tíma til að leita að skýringu og meðferð á þeim. Hins vegar sést þeim ótrúlega oft yfir, eða réttara sagt, gefa minni gaum að hinu algenga, sem fyllir mest af starfi þeirra. Nauðsynlegt er að minna menn á að festa hugann við þetta, minna menn á nauðsyn skýrslugerðar um eigið starf, þó ekki sé nema fyrir þá sjálfa til þess að vita, til hvers þeir nota tíma sinn og orku. Ef menn gera þetta, ætti það að verða þeim hvati til þess að kynna sér einmitt þau atriði nánar, sem oftast ber upp á í daglegu starfi og hvernig þau verði betur leyst en áður var. Með því að athuga tíðni sjúkdóma, dánartölur þeirra eða ör- orku þá, sem af þeim leiðir og félagslega truflun, ætti að vera auð- velt að setja upp forgangsröð í viðhaldsmenntuninni. Að öðru jöfnu ættu hinir algengustu sjúkdómar, sem valda mestri örorku og mest- um félagslegum truflunum, þ.e. truflun á fjölskyldulífi, atvinnu og tekjurýrnun hjá einstaklingunum, að vera þeir sjúkdómar, sem mest áherzla væri lögð á að kynna sér frekar. Þetta er auðvitað ekki sagt til að gera lítið úr mikilvægi rannsókna og meðferðar á hinum sjald- gæfari sjúkdómum, sem oft fylla þó mikið meira stundatöflu við- haldsmenntunarinnar heldur en svarar til heildar truflunar þeirra á heilsufari þjóðarinnar. Ég vek eingöngu athygli á hinum algengari kvillum vegna þess, hversu læknar eru miklu vanari að hugsa um einstaklinga en hópa. Flestir læknar hafa í frumnámi sínu til- einkað sér fyrst og fremst einstaklingsbundið kliniskt sjónarmið en ekki hóptengt „public health“ sjónarmið. Hér get ég því miður ekki látið hjá líða að stinga inn aukasetningu til sjálfsgagnrýni og til gagn- rýni á öðrum félögum, sem kennslu stunda. Við eigum einmitt verulegan þátt í að skapa þetta viðhorf hjá læknum, þar eð við störfum flestir við spítala með takmarkaðan rúmafjölda, en með rannsóknaraðstöðu, sem gerir okkur mögulegt að greina og með- höndla sjaldgæfari kvilla. Hvorttveggja getur skeð, að mat okkar sjálfra á vægi þessara sjúkdóma ruglist og stúdentarnir telji þá mikilvægari en aðra sjúkdóma, vegna þess áhuga og tíma, sem þeir taki til sín á sjúkrahúsunum. Framhalds- og sérmenntunin á auð- vitað að fylla upp í eyður þær, sem urðu í frummenntuninni, en ekki viðhaldsmenntunin. Samt verður ekki hjá því komizt að sinna þessum þætti líka í samræmi við starfskröfurnar með viðhalds- og viðbótarmenntun. AÐFERÐIR. Við öflun viðhaldsmenntunarinnar skiptir mestu máli, að tími og kennslugögn séu fáanleg. Mikið og raunar mest af viðhaldsmenntun sérfræðinga byggist á sjálfsnámi, ekki sízt þeirra, sem búa hér norður við Dumbshaf ,,í einveru og einstæðingshætti, sem sjaldan hitta kollega og sízt nema í svip og verða einir að ráða fram úr öllu, og einir að bera áhyggjurnar“, eins og Guðmundur Hannesson sagði i upp-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.