Læknablaðið - 01.10.1971, Side 85
LÆKNABLAÐIÐ
229
viðbyggingar og því, hvort byggja skyldi reglulegt ráðstefnuhús.
Bjarni Bjarnason skýrði frá því, að stjórn Domus Medica hefði
rætt við borgarverkfræðing um hugsanlega möguleika á því, að skát-
arnir vildu gefa eftir einhvern hluta af lóð sinni við Snorrabraut.
Skátarnir munu ekki hafa bolmagn til að byggja stórhýsi á lóðinni,
en eru því samt fráhverfir að láta lóðina alla af hendi. Bjarni taldi
borgarverkfræðing hlynntan því, að Domus Medica fái aðstöðu til
þess að byggja þarna. Bjarni taldi það ómetanlegt að hafa þessa
möguleika, hvort sem þeir yrðu notaðir eða ekki.
Arinbjörn Kolbeinsson, formaður L.Í., þakkaði Bjarna Bjarna-
syni ágæta forystu og fyrirmyndarstjórn á rekstri sjálfseignarstofn-
unarinnar Domus Medica og rakti það nánar. Eignin er nú metin
á 21 milljón, áhvílandi skuldir 6,5 millj. Úr eigin vasa læknanna
hefðu til þessa einungis runnið kr. 400 þús. Sýndi þetta að vel væri
á haldið. Hann kvað ofraun að reyna að reisa „meðalstórt þinghús“
sökum óhemju kostnaðar. Hins vegar væri unnt að bæta aðstöðu til
ráðstefnuhalds í salnum.
Sigmundur Magnússon benti á, að rafkerfi salarins væri óþjált
með tilliti til fundahalda. Taldi hann því fé vel varið, sem færi til þess
að ráða bót á þessu.
Bjarni Bjarnason kvað fullan hug hafa verið á því að ráða bót
á þessu, en naumast verði því við komið nema í tengslum við stækkun
salarins.
Jón Þorsteinsson sagði umræðurnar fyrst og fremst snúast um
stækkun á sölum. Ræddi hann þá hlið málsins, sem veit að lækn-
unum, sem vinna í Domus Medica. Gat hann um mikilvægi þess starfs,
sem þar er unnið, og tengsl þess við starfandi lækna landsbyggðar-
innar. Svigrúm væri ekkert. Húsnæði væri ekkert fyrir ritara, spjald-
skrár og önnur aukin umsvif þeirrar læknamiðstöðvar, sem er að
vaxa úr grasi í Domus Medica. Hann kvað þetta ekki mega gleymast,
þegar rætt væri um stækkun Domus Medica.
Bjarni Bjarnason svaraði þessu með nokkrum orðum og kvað alla
framvindu mála byggjast á því, að læknar hefðu áhuga og bolmagn
til að skapa þarna góða aðstöðu. Sjálfsagt væri, að stjórn Domus
Medica hafi þarna forgöngu.
Fleiri tóku ekki til máls.
Þessu næst voru lagðar fram tillögur og ályktanir fskj. 1-12, sem
öllum var vísað til nefnda þeirra, sem kosnar voru í upphafi fundar-
ins.
Klukkan var nú orðin 12.30 og því gert matarhlé og fundur
boðaður aftur kl. 13.30.
f. h. Friðriks Sveinssonar.
Eftir matarhlé var fundur settur á ný af formanni L.í. og skipaði
hann Brynleif Steingrímsson fundarstjóra, er svo skipaði Valgarð
Björnsson ritara.
Þá tók til máls Baldur Sigfússon, er flutti erindi um læknamið-
stöðvar, staðsetningu þeirra, þróun og lágmarkskröfur. Greindi hann