Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 98

Læknablaðið - 01.10.1971, Side 98
240 LÆKNABLAÐIÐ fyrir þýðingu almannatrygginganna hér á landi fyrir hina sjúku, og er ekki örgrannt um, að þar sé töluverður misbrestur á. Okkur hættir e. t. v. of mikið til að líta á bæturnar sem beinharða peninga, án þess að líta á, hvað á bak við stendur. Nútímalækningar, og þá helzt heimilislækningar og sérsviðið geðlækningar, beinast sífellt meira í þá átt að vera félags- lækningar, og má segja, að þörf hins síðastnefnda sérsviðs verði æ brýnni, hvar sem litið er. Of langt mál er að fara út í ástæðurnar, en margar eru auðsæjar; þ. á m. er, að þjón- usta læknisins nær til fleiri og fleiri sviða mannlegs lífs, sem í fyrsta lagi skapast af því, að boðið er upp á lækningu á fleiri og fleiri sjúkdómum, en ekki síður skapast hún af því, að rannsóknir hafa leitt í ljós, að félagslegar aðstæður hafa geysi- lega þýðingu, bæði við tilurð sjúkdóma og við árangur lækn- inga á þeim. Höfuðorsök ótölulegs fjölda af sjúkdómum liggur á sviði fé- lagslegra aðstæðna og ástæðna, og er þar jafnvel um að ræða bæði hina algengustu og hina alvarlegustu, svo sem járnskort, blóðleysi, lungnakrabbamein, offitu, hjarta- og æðasjúkdóma, maga- og skeifugarnarsjúkdóma, svo og alla hina fjölmörgu psychosomatisku sjúkdóma, sem eru meðal olnbogabarna í hópi sjúkdóma, þrátt fyrir geysilega tíðni þeirra. Mun einhverjum koma í hug við upptalningu þessa, að næsta stórbylting í læknavísindum á borð við ónæmisaðgerðir og und- anhald sýklasjúkdóma muni verða á sviði félagslækninga, en e. t. v. ekki lausn krabbameinsgátunnar. Sérhver læknir sér á hverjum degi mörg tilfelli, þar sem félagslegar aðstæður annaðhvort eru meginorsök sjúkdóms- ins eða þess, að lækningatilraunir takast ekki, og er þá oft sem læknum finnist sem vísindin hafi brugðizt, og er það rétt að sumu leyti. Á hvern hátt stunda íslenzkir læknar félagslækningar í dag? Með tvenns konar hætti gera þeir það aðallega: með því að upp- fræða sjúklingana um líferni og lífshætti, er til meiri hollustu horfa, og beita fortölum, þegar annað dugar ekki, og í öðru lagi, með því að hjálpa sjúklingunum til að notfæra sér bætur al- mannatrygginganna. Vottorðið til tryggingastofnunarinnar er sem sé eini „lyf- seðillinn" á sviði félagslækninga, sem læknar geta gefið. Með- höndlun og afgreiðsla þessa „lyfseðils“ er að sjálfsögðu geysi- legt atriði, og er þar komið að kjarna þessa máls. Allir skilja nauðsyn þess, að hið geysilega fjármagn, sem varið er til almannatrygginga, komi að sem mestu gagni fyrir hina tryggðu, en fáir eru sammála um, hvernig þar verði bezt að staðið. Læknum öllum og þar með samtökum þeirra er málið aug- ljóslega mjög skylt, því að þekkingar sinnar vegna, og ekki síður starfsskyldu sinnar vegna, hljóta þeir að taka afstöðu til máls-
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116
Side 117
Side 118
Side 119
Side 120
Side 121
Side 122

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.