Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 101

Læknablaðið - 01.10.1971, Síða 101
LÆKNABLAÐIÐ 241 ins, og er kominn tími til aS samtök þeirra myndi sér skoðun og marki stefnuna í þessum málum. Þeim mun meiri ástæða er til þess, þegar allir vita, að trygg- ingastofnunin og almannatryggingafélög hafa um árabil verið leikföng stjórnmálaflokka í baráttu þeirra um atkvæði í kosn- ingum, og oft hefur tugmilljónum verið kastað svo að segja út í loftið í sambandi við kosningar eða nýja kjarasamninga að óathuguðu máli og án alls fyrirvara. Almannatryggingar eru hápólitískt málefni, og þó að sam- tök lækna vilji ekki blanda sér í pólitík, geta þau ekki né mega vegna þeirrar siðferðilegu skyldu, sem á meðlimum þeirra hvíl- ir, leiða hjá sér málefni, sem snerta starf þeirra jafnmikið og tryggingarnar. Þótt öruggt megi telja, að einhverjir muni segja afskipti L.í. af þessum málum af stjórnmálalegum toga spunnin, má það ekki hræða frá slíku, enda hefur L.í. nægilega sterkar forsend- ur á sinni hendi til að hrekja aðdróttanir í þá átt. Á undanförnum árum hefur L.í. hafið bein afskipti af mál- efnum, sem aðeins varða meðlimi þess óbeint, og þannig breytzt úr passífum hagsmunaaðila í aktífan félagsskap manna, sem menntunar sinnar vegna telja sig hafa gleggri yfirsýn yfir ýmis málefni, er þjóðfélagið allt varðar. Er þar átt við afskipti félagsins af skipulagi heilbrigðisþjónustunnar í landinu, og auð- sætt er nú, að þau mál verða til lykta leidd að miklu leyti í samræmi við þá stefnu, sem L.f. hefur markað; þó er það mál einnig hápólitískt. Nú er á döfinni endurskoðun löggjafar um almannatryggingar hér á landi, eða a. m. k. verður að ætla, að sú sé meiningin með tillögunni. Ætti því hér að vera fengið tilefni til þess, að L.í. hefji nú mörkun stefnu sinnar á þessum vettvangi“. d) Tillaga kom fram frá Arinbirni Kolbeinssyni og þremur öðrum, þess efnis, að fundurinn beini þeim tilmælum til heilbrigðismála- ráðherra, að hann láti gera tilraun til að framkvæma fræðilega athugun á þörf þjóðfélagsins fyrir nýliðun í læknastétt á komandi árum (fskj. 16), en tillagan var tekin af dagskrá skv. dagskrár- tillögu Brynleifs Steingrímssonar (fskj. 17), vegna mjög ólíkra skoðana fundarmanna á máli því, sem tillagan fjallar um. 10. Kosning stjórnar L.í. Arinbjörn Kolbeinsson er áfram formað- ur (kjörinn í fyrra til tveggja ára), og jafnframt eru Bryn- leifur Steingrímsson og Guðsteinn Þengilsson áfram meðstjórn- endur af sömu ástæðu. Skv. lagabreytingum á síðasta aðal- fundi voru aðrir stjórnarmenn þá aðeins kjörnir til eins árs, en eru nú kosnir til tveggja ára. Fráfarandi ritari, Friðrik Sveinsson, hafði beðizt eindregið undan endurkjöri, og var í hans stað kosinn Baldur Fr. Sigfússon. Gjaldkeri var endur- kjörinn Guðmundur Jóhannesson og meðstjórnandi í stað Bald- urs Sigursteinn Guðmundsson.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116
Síða 117
Síða 118
Síða 119
Síða 120
Síða 121
Síða 122

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.