Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 27

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 27
LÆKNABLAÐIÐ 177 tími frá aðgerð orðinn frá 1 ári mirnst til 6 ára mest. Meðaltími frá aðgerð 3,2 ár. UMRÆÐA Svo sem áður getur, er meginhlut\ 'erk þessara aðgerða að forða sjúklingum frá slagi. Með það í huga má telja árangur Landspítalans góðan. Enginn hinna 26 sjúk- linga, sem lifðu af aðgerðina, hefur fengið slag eftir aðgerð. Einn sjúklingur fékk skyndislag 6 mán. eftir aðgerð, og bentu einkenni til reks frá hinni viðgerðu æð. Sá hópur sjúklinga, sem hér er fjallað um, 28 manns, er að sjálfsögðu allt of lítill til þess að staðtöluútreikningar þjóni verulegum tilgangi. Á það ekki sízt við um skurðdauð- ann, sem þannig yrði nokkuð hár eða 7,1%. í skýrslum frá ýmsum stofnunum um ár- angur slíkra skurðaðgerða koma fram mjög mismunandi tölur um skurðdauða. Allsstað- ar fer hann minnkandi með aukinni reynslu, en er í allmörgum tilvikum hærri en sá, sem hér greinir, á fyrstu árum eftir að byrjað er að gera aðgerðirnar.2 12 18 21 22 23 Báðir sjúklingarnir, sem létust voru í hópi þeirra, er gerð var á aðgerð snemma á því tímabili, er hér er um fjallað. Annar árið 1971, hinn 1973. Um dánarorsakir þess- ara tveggja sjúklinga er það að segja, að í öðru tilvikinu var um að ræða æðagúls- myndun vegna sýkingar í skurðsárinu. Þrátt fyrir allar framfarir í tækni og lyfjameðferð eru sýkingar í skurðsárum enn meðal háskalegustu fylgikvilla skurð- lækninga almennt. í fáum greinum geta afleiðingarnar þó orðið svo örlagaríkar sem í æðaskurðlækningum. Hjá hinum sjúklingnum leiddi krufning í ljós heilablæðingu. Þekkt er há tíðni blæðinga, ef eðlilegri blóðrás er skyndilega veitt til heilasvæðis, þar sem nýlega hefur orðið vefjaskaði af blóðþurrð.8 9 22 28 Reynslan af innanhreinsun innri háls- slagæðar hjá sjúklingum, sem nýlega höfðu fengið slag hefur og verið í samræmi við þetta. Dánartala úr heilablæðingu fljótlega eftir aðgerð hefur verið mjög há hjá slík- um sjúklingum, svo fremi að tekist hafi að opna æðina. Þessi reynsla varð til þess, að læknar töldu í fyrstu óráðlegt að gera að- gerð á slíkum sjúklingum fyrr en 2—5 vik- ur væru liðnar frá því þeir fengu slag, og æ fleiri telja nú, að aðgerðir þessar séu ekki réttlætanlegar vegna hárrar dánartölu og lélegs árangurs.2 8 8 21 22 Sjúklingur sá, sem lézt af völdum heila- blæðingar, hafði fyrir aðgerð fengið skyndi- slag en ekki slag. Röntgenmyndir sýndu það sama og í ljós kom við aðgerð, að æðin var næstum stífluð, en þó ekki alveg. Telja verður því ósannað, að hér hafi verið um meiri háttar blóðþurrð í heila að ræða fyrir aðgerð. Tekið skal fram, að þessi sjúklingur hafði ekki háþrýsting og Heparin gjöf í aðgerð var óvenju lítil eða aðeins 250U I.E. Við athugun á töflu VI um fylgikvilla vekur öðru fremur athygli, að 5 sjúklingar, eða um 18% fengu skyndislagseinkenni eft- ir aðgerð, sem er mun hærra hlutfall en ég hefi getað fundið hjá öðrum, sem um þetta rita, þar sem algeng tíðni slíkra fylgikvilla er 3—5%. Það vekur einnig athygli, að enginn þess- ara sjúklinga hlaut varanleg mein, en al- geng tíðni þeirra er 2—3 % í skýrslum.2 9 12 i8 20 21 22 23 Hugsanlegt er, að hér hafi ver- ið beitt meiri smásmygli í framtali slíkra einkenna en hjá öðrum, því tíundaður er hver sá sjúklingur, sem eftir aðgerð hafði einhver einkenni, er hugsanlega mætti rekja til truflana á heilastarfsemi, hversu smávægileg, sem þau voru. Telja verður allar líkur á, að hér hafi verið um rek að ræða, þar sem hjá öllum þessum sjúkling- um var notað hliðarstreymi í aðgerð. Kann það og að hafa stuðlað að því, að engin hlaut varanleg mein. Niðurstöður vissra athugana benda til, að hliðarstreymi í að- gerð geti mjög dregið úr skaðlegum afleið- ingum reks, með því að tryggja góða blóð- rás til þess svæðis, þar sem rekið lendir, en sannað þykir, að rek valdi mun meira tjóni, ef það lendir í heilasvæði, sem býr við blóðþurrð.12 Þess er áður getið, að læknar hafa hin síð- ari ár, gert sér æ ljósari grein fyrir þýð- ingu sára og dreps í fitubrisi í æðum með tilliti til rekhættu. Af nýjustu ritgerðum um þessi efni kem- ur þannig greinilega fram, að meirihluti sjúklinga með skyndislag hefur þessi ein- kenni, sem og að úr þeim hópi koma flestir þeir, sem fá skyndislag eða slag í aðgerð 12 21 Það virðist því ljóst, að það eru þessir

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.