Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 61

Læknablaðið - 01.09.1979, Page 61
LÆKNABLAÐIÐ 199 phosphamid vincristine á degi 1 og metho- trexate á degi 21. Síðan endurtekið á 4 vikna fresti í 6 umferðir. Geislun 3200 rad á primer tiumorinn. Þrír sjúklingar fengu fullkomna svörun, sem stóð að meðaltali í 41 viku. Meðal lifslengd þeirra var 58 vikur. Fjórir sjúklingar fengu takmarkaða svörun, sem stóð að meðaltali í 15 vikur og meðal lífslengd 31 vika. Þrír sjúkl- ingar fengu minni svörun með stöðvun á framgangi sjúkdómsins og meðal lífslengd 24 vikur. Einn sjúklingur svaraði ekki meðferð. Meðal legutími á spítala, frá byrjun með- ferðar hjá 10 sjúklingum, sem fengu svörun, voru 64 dagar, en meðal lífslengd 238 dagar. Lyfja- og geislameðferð á smáfrumukrabba- meini í lungum getur læknað sjúkdóminn tímabundið og lengt líf, en enginn sjúkling- anna fékk varanlega lækningu. Þórarinn Sveinsson Oskurðtækt adenocarcinoma pulm Lyfja-geislameðferð Frumárangur Greint er frá „pilot" rannsókn á gildi stað- bundinnar geisla- og fjöllyfjameðferðar, gef- in samtímis gegn óskurðtæku adenocarcinoma í lunga (stig III). Fjórir sjúklingar hafa verið teknir til með- ferðar, sá fyrsti í júlí ’78, annar i janúar ’79 og síðan tveir í marzmánuði ’79. Geislun er gefin með Cobolt 60 á tveim gagnstæðum reitum gegn tumor svo og mediastinum, tvisvar i viku í þrjár vikur, síð- an tveggja vikna hvíld og þá endurtekin með- ferð með óbreyttum skömmtum. Á fyrsta og áttunda degi í hvorri lyfjaseríu er gefin hálftíma fyrir geislun intra venös lyfjagjöf með Methotrexate og 5-Fluorouracili, á fimmtánda degi 50% skammtur. Þá er og gefið tabl. Endoxan per os þriðja hvern dag, í allt fimm sinnum í hvorri lyfjaseríu. Getið er um tumorútbreiðslu fyrir byrjun meðferðar svo og frumárangri meðferðar. Svörunin lokalt hefur verið það góð, að hún hvetur til frekari rannsókna á þessari með- ferð gegn adenocarcinoma pulm. Læknarnir fjórir á myndinni hér að ofan eiga það allir sameiginlegt aö hafa útskrifast fyrir 50 árum frá Lœknadeild Háskóla Islands. Hafa þeir síSan unniS, hver á sínu sviSi, ómetanleg störf á sviSi lœknavísindanna og á margan hátt verið brautryðjendur hérlendis. 1 sumar héldu þeir upp á áfanga þennan og hittust fjórir, frá vinitri: SigurSur Sigurðsson, Bragi Óiafsson, Þóröur Þóröarson og Karl SigurÖur Jónasson, en þeir Jón G. Nikulásson og Ólafur Einarsson, sem einn- ig útskrifuöust fyrir 50 árum gátu ekki komiS því viö aö fagna þessum tímamótum.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.