Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 45

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 45
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 323 ingu. Farið verður aðeins í skurðtæknileg atriði og tveir sjúklingar kynntir sérstaklega í því skyni en annar þeirri lifði en hinn dó. 14. Diverticulitis of the sigmoid colon Tryggvi Stefáusson Doktorsritgerð varin við Háskólann í Uppsöluin 26.11.1994 Skrár 7159 sjúklinga frá Mið-Svíþjóð (1,3 milljónir íbúa) sem útskrifuðust frá sjúkrahúsi 1965-1983 með greininguna divertikulosis eða divertikulitis í ristli voru samkeyrðar við Sænsku krabbameinsskrána. Fyrsta árið eftir útskrift var aukin tíðni krabbameina í ristli, briskirtli, blöðruhálskirtli, maga, lymfu- og blóðmyndandi vefjum, endaþarmi, lifur- og gallveg- um, eggjastokk og lunga. Hæst var aukningin í vinstri hluta ristils (átjánföld). Af 75 sjúklingum sem fengu greininguna ristilkrabbamein tvö fyrstu árin eftir greininguna divertikulosa eða divertikulit sást krabbameinið ekki hjá yfir 50% sjúklinganna á ristil- myndum sem teknar voru í sambandi við sjúkra- húsvistina. Eftir að hafa útilokað krabbameinstilfelli sem fundust fyrstu tvö árin var hópnum fylgt eftir í allt að 20 ár og kom þá fram tvöföld aukning á áhættu fyrir krabbameini í vinstri hluta ristils (Standardized Incidence Ratio=l,8; 95% Confi- dence Interval: 1,1-2,7). Til að athuga þessa auknu áhættu fyrir ristilkrabbameini nánar var gerð „nest- ed case control study" þar sem 62 ristilkrabba- meinstilfelli, sem uppgötvuðust 2-20 árum eftir út- skrift, voru borin saman við 123 einstaklinga í sam- anburðarhópi völdum af handahófi (random) úr sjúklingahópnum en pöruð (matched) með tilliti til kyns, aldurs og útskriftarárs. Þeir sem höfðu fengið divertikulit reyndust hafa fjórum sinnum meiri áhættu að fá ristilkrabbamein í vinstri hluta ristils en þeir sem bara höfðu divertikulosu (Odds Rat- io=4,2; 95% CI: 1,3-13,0). Við háskólasjúkrahúsið í Uppsölum árin 1969- 1989 var gerð bráðaaðgerð á 130 sjúklingum vegna divertikulitis í colon sigmoideum. Eftir aðgerð dóu 20 sjúklingar. Dauðsföllin voru eingöngu hjá sjúk- lingum yfir 70 ára eða þeim sem höfðu aðra alvar- lega sjúkdóma (concomitant diseases). Hjá 55% (11/ 20) þeirra sem dóu fannst eingöngu bólga (phlegmo- ne) í sigmoideum eða afmörkuð sýking (abscess) við aðgerðina. Gerð var framsýn rannsókn á 88 sjúklingum með klínískan grun um divertikulit í sigma. Tölvusneið- mynd, ristilinnhelling og laparoskopia voru borin saman við að greina divertikulit. Laparoskopian reyndist nákvæmust. Tölvusneiðmyndin gaf engar falskt neikvæðar niðurstöður og hafði hærra sértæki en ristilinnhellingin. Tölvusneiðmynd reyndist einn- ig best við greiningu á breytingum utan ristils. í framsýnni rannsókn var tvíkontraströntgen bor- ið saman við sigmoideoskopiu við greiningu á polyp- um í colon sigmoideum í 106 sjúklingum með divert- ikulosu. Næmi beggja rannsóknanna var lækkað en þó mest fyrir tvíkontraströntgen. Sértæki greiningarinnar divertikulitis í colon sig- moideum er lágt. Við bráðaaðgerðir eru dauðsföll eftir aðgerð eingöngu í hópi gamalla og sjúklinga með aðra sjúkdóma. Það er aukin áhætta fyrir krabbameini í vinstri hluta ristils hjá þeim sem hafa haft divertikulitis. Sértæki við greiningu á divertikulitis er hægt að auka með notkun tölvusneiðmyndar eða ristilinn- hellingar. Næmi í greiningu polypa og krabbameins í sjúklingum með divertikulosu er hægt að auka með því að gera ristilspeglun í stað tvíkontrast röntgen. Vegna aukinnar áhættu á krabbameini f vinstri hluta ristils hjá sjúklingum með divertikulitis þarf að gera nákvæma ristilrannsókn við endurtekinn divertikul- itis (relapse). 15. FistiII milli þvagblöðru og ristils — einkenni og orsakir Ragna Leifsdóttir, Þorsteinn Gíslason Landakotsspítali Farið var yfir sjúkraskýrslur allra þeirra sem feng- ið höfðu greininguna „fistill milli þvagblöðru og rist- ils“ (ICD 596.1) frá árinu 1984-1994 á Landakots- spítala. Fyrst og fremst var litið á einkenni og hvaða rannsóknir væru gagnlegar til að greina fistlana. Reyndust hér um að ræða 15 sjúklinga á aldrinum 43-90 ára þegar greining var gerð, fjórar konur og 11 karlar. I ljós kom að algengustu einkennin voru loft með þvagi (80%), endurteknar þvagfærasýkingar (80%) og tíð þvaglát (60%). Merki um þvagfærasýkingu sáust í yfir 90% tilvika í almennum þvagprufum og jákvæðar ræktanir voru um 60%. Áreiðanlegasta rannsóknin til að fá fram sjúkdómsgreiningu reynd- ist vera blöðruspeglun sem allir sjúklingarnir fóru í. Fistill kom í ljós í 40% tilvika en grunur um fistil í 53%. Orsökina mátti rekja til diverticular sjúkdóms í meirihluta tilvika eða 60%. Meðferðin var í langflestum tilvikum í höndum almennra skurðlækna þótt sjúklingarnir kæmu flest- ir til þvagfæraskurðlækna í byrjun. Sjúkdómar í ristli eru nær alltaf orsök fistlanna. 16. Ristilkrabbamein á Landspítala Sigríður Másdóttir, Tómas Guðbjartsson, Tómas Jónsson, Jónas Magnússon Handlœkningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla Islands Töf verður oft á greiningu ristilkrabbameins en áhrif hennar á horfur sjúklinga eru umdeild. Rann- sóknin var afturskyggn og náði til sjúklinga með
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.