Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 59

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 59
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 337 innar var að kanna með hvaða hætti sáðkrabbamein greinast á íslandi, nýgengi, stigun og lífshorfur sjúk- linganna við greiningu. Rannsóknin er afturskyggn og nær til allra ís- lenskra karla sem greindust með sáðkrabbamein (seminoma) á íslandi frá 1971 til 1990. Alls greindust 47 einstaklingar og var meðalaldur 36 ár. bil 21-71 ár. Úr sjúkraskrám fengust upplýsingar um aldur sjúk- linganna, greiningarár, einkenni, rannsóknir og meðferð. Öll æxlin voru stiguð samkvæmt TNM- stigunarkerfinu (WHO) og lífshorfur reiknaðar með aðferð Kaplan-Meier. Loks var kannað hverjir hefðu látist vegna sæðiskrabbameins. Aldursstaðlað nýgengi sáðkrabbameins á rann- sóknatímabilinu var 2,0/100.000 karlar á ári. Af 47 sjúklingum greindust tveir fyrir tilviljun en aðrir með einkenni þar sem fyrirferð (98%) og verkir í eista (42%) voru algengust, en 11% höfðu einkenni mein- varpa. Flestir höfðu einkenni í einn til fjóra mánuði fyrir greiningu (34%) en 25% greindust eftir minna en sex mánuði. Meðalstærð æxlanna var 6,1 cm og fór minnkandi eftir 1981, eða úr 8 cm í 5,2 cm (p=0,02). Æxlin voru stiguð og voru 64% á stigi I, 9% á II, 7% á III og 20% á stigi IV. Níu sjúklingar höfðu meinvörp í eitlum og einn í beinum. Flest æxlin voru meðhöndluð með brottnámi eistans (98%), 66% sjúklinga fengu einnig geisla og 4% krabbameinslyfjameðferð. Eftir 1987 var aðeins beitt brottnámi á eista við staðbundnum sjúkdómi (stig I-III). Fimm ára lífshorfur fyrir hópinn í heild voru 89% og 10 ára iífshorfur 84%. Níu sjúklinganna voru látnir í ágúst 1994, enginn vegna sáðkrabba- meins. Einn þeirra hafði verið greindur með sjúk- dóm á stigi IV 20 árum áður. Nýgengi sáðkrabbameins er í meðallagi á Islandi og klínísk hegðun og sjúkdómsstigun sambærileg og í nágrannalöndum okkar. Lífshorfur eru mjög góðar hér á landi, jafnvel í tilfellum þar sem sjúkdómurinn er útbreiddur. Ef æxlið er lítið og sjúkdómurinn staðbundinn virðist brottnám eistans nægileg með- ferð. 50. Kviðsjáraðgerð vegna langvinnra verkja eftir lokaðan kviðarholsáverka — sjúkratilfelli Tómas Jónsson, Jón Sigurðsson, Einar Jónmundsson, Sigurður V. Sigurjónsson Handlœkninga-, svœfinga- og röntgendeild Landspítala Þrítug kona var lögð inn á Landspítalann til að- gerðar vegna langvinnra kviðverkja. Rekja má ein- kennin til umferðarslyss 10 árum áður, en þá fékk hún högg á kvið og undir vinstri rifjaboga, en enga opna áverka. Ári eftir slysið gekkst hún undir könn- unarskurð á kviðvegg vegna gruns um Spiegeli kviðslit. ítarlegar rannsóknir á meltingarvegi voru neikvæðar. Óþægindi virtust minnka við millirifja- deyfingar, en það þótti benda til stoðkerfisverkja. Möguleiki þótti á brotlið (pseudarthrosis) í rifbeini eða geislungi, en með ísótóparannsókn og röntgen- myndum af rifjum var ekki hægt að sýna fram á sjúklegar breytingar. Fyrir fjórum árum voru teknar tölvusneiðar (CT- skann) af svæðinu og mátti þar á einni sneið sjá mjúkvefjabreytingu á milli rectus abdominis og þverristils. Einkenni sjúklings minnkuðu um þetta leyti og var því ákveðið að halda að sér höndum varðandi skurðaðgerð, en einkenni voru þó viðloð- andi allan tímann. Skyndileg aukning einkenna leiddi síðan til endurtekningar á rannsóknum. Tölvusneiðar og ómskoðun sýndu fram á mjúkvefja- breytingu sem hlóð hverfandi upp eftir gjöf skugga- efnis í æð. Ómskoðun sýndi að breytingin var að hluta blaðra (cysta) og gat tengst þverristli eða stór- netju (omentum majus). Aðgerð: Kviðspeglun var framkvæmd í svæfingu á venjulegan hátt og var hún markverð vegna fyrir- ferðar innan á kviðvegg sem svaraði til einkenna og rannsókna. Samvaxtastrengur var niður í stórnetju. Samvextir voru losaðir og fyrirferð fjarlægð gegnum kviðsjá. Við vefjaskoðun kom í ljós ósérhæfð blaðra án illkynja breytinga. Líðan konunnar var góð eftir aðgerð. 51. Ulcus pepticum perforatum — hefur þeim fjölgað? Ástvaldur Jóhann Arthursson, Gunnar H. Gunnlaugsson Skurðlœkningadeild Borgarspítala Ákveðinn grunur hefur vaknað um að sprungnum sárum í maga hafi fjölgað. Skýtur þetta skökku við þar sem notkun magalyfja hefur margfaldast síðustu árin, einkum lyfja við sársjúkdómi og valaðgerðir við magasárum hafa næstum lagst niður. Síðustu 10 árin hefur notkun sársjúkdómslyfja tæplega fjórfaldast. Dregnar voru fram sjúkdómaskrár, ákveðin ICD númer valin út og sjúkraskrár þessara einstaklinga síðan fundnar. Á tímabilinu 1984-1993 fundust 64 sprungin sár, jafnt á bæði kynin. Sambærilegt uppgjör lá fyrir frá 1968-1983. Sé þessu 26 ára tímabili skipt í tvennt kemur fram að fyrri 13 árin er tíðnin að meðaltali 4,7 tilfelli á ári á móti 6,4 /ári. Ekki var verulegur munur á innlagnartíðni eftir árstíðum. Skeifugarnarsár höfðu 37 (58%), 16 konur (50%) en 21 karl (66%), magasár 12 (19%), fimm konur (16%) og sjö karlar (22%) og sár við magaopið höfðu 15 (23%), 11 konur (34%) en fjórir karlar (13%). Allir utan einn gengust undir bráðaaðgerð. Sárið var yfirsaumað hjá 28 (44%) 10 konum en 18 körlum, tekið og yfirsaumað hjá 26 (41%) 18 konum en átta körlum og níu gengust undir stærri sýrulækkandi aðgerðir. í samanburði við eldri rannsóknina kemur einnig fram að meðalaldur þessara sjúklinga hefur hækkað úr 51,78 árum (mið-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.