Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 63

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 63
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 339 og vökvasöfnun í mediastinum. Einkenni hans hurfu þó án nokkurrar meðferðar. Einn sjúklingur hefur væga kyngingarörðugleika af og til en vélindamynd sýnir að fundoplicationin hefur að hluta til færst upp í thorax. Einn sjúklingur kom með versnandi kyng- ingarörðugleika fimm mánuðum eftir aðgerð og 24 tíma pH mæling sýndi talsvert bakflæði. Vélinda- mynd sýndi að fundoplicationin hafði færst að hluta til upp í thorax. Þessi sjúkiingur var tekinn til endur- aðgerðar 16 mánuðum eftir þá fyrstu og hefur liðið vel síðustu fimm mánuði. „Paraesophageal" haula er hægt að laga með að- gerð um kviðsjá með því að beita sömu aðgerðar- tækni og í opinni aðgerð. 54. Mat sjúklinga á nárahaulnámi með holsjá Magmís E. Kolbeinsson, Jón Bragi Bergmann, Hafsteinn Guðjónsson Sjúkrahús Akraness Skurðlæknar deila um hver sé kjöraðgerð við nárakviðsliti. Oftast er valið á milli toglausra netvið- gerða nteð hefðbundnum náraskurði og holsjárað- gerða. Toglaus netviðgerð er tæknilega auðveld, hefur lága tíðni endurhaulunar og annarra fylgi- kviila, svæfing oftast óþörf og sjúklingar vinnufærir eftir tvær til þrjá vikur. Sumir telja að betri kostir séu ógerlegir og kalla holsjármenn eyðsluklær og óraun- hæfa tæknifíkla. Mótrökin eru: 1) Fjölnota áhöld minnka kostnað (<20.000 á sjúkling). 2) Ef haull greinist við diagn. laparoscopiu er æskilegt að gera við í sömu svæfingu. 3) Við endurhaulun fer aðgerð- in fram um ósnertan og öralausan vef. 4) Fjölhaulun. Hægt er að gera að öllum kviðslitum samtímis, án þess að auka hættu á endurhaulun eða bæta við húðskurðum. 5) Sjúklingar verða vinnufærir innan viku. Lengd vinnutaps og þægindi sjúklings ráða miklu um val á aðgerðarformi. Við höfðum samband við þá sjúklinga sem gengust undir holsjáraðgerð vegna nárakviðslits síðustu sex mánuði á Sjúkrahúsi Akra- ness (aðgerðafjöldi 10). Fimm aðgerðir voru ný- greindar unilateral náraherniur. Ein aðgerð var gerð samtímis diagn. laparoscopiu. Fjórar aðgerðir voru vegna endurhaulunar. Tveir sjúklingar voru með bilateral herniu, annar í fyrsta sinn, hinn eftir margar fyrri aðgerðir. Allir nema einn (fjórir af fimm) sjúk- lingum með nýgreinda unilateral herniu voru verkja- lausir eftir þrjá daga og vinnufærir eftir fimm daga. Einn sjúklingur hafði verki í 10 daga og var vinnufær eftir tvær vikur. Sjúklingur sem greindur var með diagn. laparoscopiu hefur nýlega kvartað um verki á coecum svæði. Engin merki eru um endurhaulun. Einn sjúklingur með bilat. endurhaulun kvartaði um verki tveimur mánuðum eftir aðgerð. Diagn. lapar- oscopia var gerð og voru bæði viðgerðarsvæði í lagi. Honum var vísað til deyfingalæknis. Hinir tveir sjúklingarnir með endurhaulun voru vinnufærir eftir viku, annar hafði þó verki í 10 daga eftir aðgerð. Niðurstaða: Ef notuð er holsjá eru verkir minni og sjúklingar eru fyrr vinnufærir. Við fjölhaulun er hol- sjáraðgerð betri. Kostnaðarmunur fer minnkandi með styttri aðgerðartíma og fjölnota verkfærum. Fyrir þá sjúklinga sem ekki eru í vinnu er netviðgerð jafngóð. Beita skal toglausri netviðgerð í staðdeyf- ingu hjá sjúklingum sem þola síður svæfingu. 55. Meinvörp í holstungum eftir gallkögun Sigurður Þór Sigurðarson, Margrét Oddsdóttir, Jónas Magnússon Handlœkningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla Islands Sextíu og þriggja ára gömul kona gekkst undir gallkögun vegna gallsteina í júní 1994, gekk kögunin vel. Konan hafði langa sögu um gallkólik eftir fitu- ríkar máltíðir. Verkirnir voru staðsettir í epigastrii og leiddu aftur í bak og síðar allan kviðinn. Saga var um hægðatregðu en engin önnur einkenni voru til staðar. Ómskoðun af galli, lifur og brisi sýndi steina í gallblöðru en rannsóknin var annars eðlileg. Konan hafði sögu um háþrýsting og kransæðasjúkdóm en heilsufarssaga var annars ómarkverð. Þrátt fyrir að aðgerð hefði gengið vel löguðust einkenni konunnar ekki. Staðsetning verkjanna var nú nokkuð önnur, eða um miðjan kvið. Matarlyst minnkaði og það fór að bera á niðurgangi. Einkenn- in fóru stöðugt versnandi. Sjúklingur var lagður inn á Landspítala um mánuði eftirupphaflega aðgerð. Við komu reyndist hann hafa dreifða verki í kviðarholi og auma fyrirferð í stungustað við nafla. Bráða- birgðagreining var innklemmdur haull. í aðgerð var fjarlægður þéttur hnútur og PAD sýndi að um var að ræða adenocarcinomameinvarp. Svipuð fyrirferð reyndist vera í stungustað í epigastrii. Tölvusneið- mynd sýndi ífarandi krabbamein í briskirtli. Ástand sjúklings fór hratt versnandi, hnútarnir stækkuðu hratt með miklum verkjum. Sjúklingur dó fjórum mánuðum eftir greiningu. Meinvörp í stungustöðum er hliðarverkun gall- kögunar sem ekki hefur oft verið lýst. Þó hefur verið lýst átta tilfellum sem okkur er kunnugt um, þar af einu meinvarpi vegna krabbameins í briskirtli. Tími frá aðgerð þar til einkenni fara að gera vart við sig virðist vera rnjög mismunandi, í þessu tilfelli þrjár vikur, sem er í styttra lagi. Svipuðu fyrirbæri hefur ekki verið lýst í opnum aðgerðum. Ymsar tilgátur eru um orsakir. Tog og tilfæringar eru ef til vill meiri í gallkögun, áhöld menguð illkynja frumum eru í beinni snertingu við subcutis og vefurinn sjálfur er einnig dreginn út um trocar staðinn og er því einnig í beinni snertingu við subcutis.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.