Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 65

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 65
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 341 kanna hvernig hefði gengið að gera þessar aðgerðir eingöngu í staðdeyfingu. í lok ársins voru tveir þriðju af öllum hnjáliðspeglunaraðgerðum framkvæmdar í slíkri deyfingu. Efniviður: Upprunalegri aðferð Wredmarks og Lundhs var fylgt með inngangsskurði sitt hvoru meg- in við hnéskeljarsin. Notaðir voru 20 ml af 1% prí- locaín með adrenalíni og deyfi ngu sprautað a. m. k. 30 mínútum fyrir aðgerð við inngangsskurði. Engin róandi lyf eða verkjalyf voru gefin fyrir aðgerð og ekki heldur sett upp nál meðan á aðgerð stóð. Að- gerðirnar voru framkvæmdar í gipsherbergi sem var staðsett til hliðar við skurðstofur. Notuð voru stöðl- uð aðgerðarlýsingarblöð. Niðurstöður: Af 736 hnjáliðspeglunum voru 409 (56 prósent) framkvæmdar í staðdeyfingu á árinu 1993. í 75% speglana voru einnig framkvæmdar aðr- ar aðgerðir, langoftast liðþófatökur. Engir meiri- háttar aukakvillar komu fram og aðeins í nokkrum tilfellum þurfti að gefa önnur verkjalyf. Fjöldi lið- speglana á hnjám jókst frá 586 í 736 milli 1992 og 1993 (30%). Ef einungis er tekið mið af fjórum síðustu mánuðum ársins, þegar flestir skurðlæknar höfðu aðlagast tækninni, voru 71% af hnjáliðspeglunum gerðar í staðdeyfingu. Ályktun: Hnjáliðspeglunaraðgerðir gerðar ein- göngu í staðdeyfingu eru mögulegar í um þrem fjórðu hluta allra slíkra aðgerða. Staðdeyfispeglanir krefjast ekki svæfingaraðstoðar né fullbúinnar skurðstofu. Þær taka því minni tíma, eru mun ódýr- ari og stórauka aðgengi að fullbúnum skurðstofum fyrir stærri aðgerðir. 60. Könnun á viðhorfum sjúklinga til liðspeglunaraðgerða í staðdeyfíngu Ágúst Kárason, Thomas Dolk Bœklunarlœkningardeild svæðissjúkrahúss Örebro Inngangur: Á síðustu árum hafa verið gerðar lið- speglanir á hnjám í staðdeyfingu í vaxandi mæli. Byrjað var að gera þessháttar aðgerðir á svæðis- sjúkrahúsinu í Örebro á árinu 1993. Tilgangur þess- arar rannsóknar var að kanna viðhorf sjúklinga til liðspeglana á hnjám í staðdeyfingu Efniviður: Á síðustu fjórum mánuðum ársins 1993 voru gerðar 216 liðspeglanir í staðdeyfingu. Upp- runalegri aðferð Wredmarks og Lundhs var fylgt með inngangsskurði sitt hvoru megin við hnéskeljar- sin. Notaðir voru 20 ml af prílocaín með adrenalíni og deyfingu sprautað að minnsta kosti 30 mínútum fyrir aðgerð. Öllum þeim sjúklingum var sendur spurningalisti með 19 spurningum. Spurt var meðal annars um; upplýsingar fyrir aðgerð, verki við deyf- inguna annars vegar og aðgerðina hins vegar, hvort viðkomandi sjúklingur myndi velja samskonar að- gerð í staðdeyfingu ef á þyrfti að halda með hitt hnéð. Niðurstöður: Alls bárust 208 svör eða 96%. Verkjaupplifunin er afgerandi hvernig sjúklingar upplifðu aðgerðina og sjálf deyfingarsprautan var sársaukafyllsti hluti aðgerðarinnar. Þar var raunar hægt að velja úr sjúklinga sem þurfa kröftugri deyf- ingarmeðferð, þ.e. mænudeyfingu eða svæfingu. Aðeins 2,7% kváðust hafa mjög mikla verki við að- gerðina sjálfa. Þriðjungur sjúklinga taldi sig ekki vera nægjanlega afslappaða á aðgerðaborði. Þriðj- ungur sjúklinga þurfti ekki endurkomutíma. Þrír fjórðu vildu mjög gjarnan eða gjarnan samskonar aðgerð á hinu hnénu ef á þyrfti að halda. Aðeins 5% vildu alls ekki samskonar aðgerð, 10% vildu helst ekki og 10% voru óákveðnir. Sjúklingar voru spurðir um úrbætur. Þeir vildu hafa möguleika að geta valið frítt um deyfingarform, aðgerðardag og óskuðu möguleika á að geta eignast videoupptöku af aðgerð- inni. Ályktun: Mat okkar er að staðdeyfispeglun sé góð- ur kostur hjá þremur fjórðu hlutum sjúklinga. Stöð- ugt samtal með ítarlegum upplýsingum meðan á að- gerð stendur eru mjög mikilvægar til að komast hjá óþægilegri upplifun sjúklinga og til að vinna traust þeirra. Fasta eykur á svimatilfinningu og ógleði og mikilvægt að sjúklingar borði góðan morgunmat fyrir aðgerð. 61. Beinþreytubrot í ristarlegg — sjúkratilfelli SigurðurÞ. Sigurðarson, Halldór Baldursson Bœklunarskurðdeild Landspítala Sextán ára piltur hlaut brot á bátbeini hægra fótar. Fjórum mánuðum síðar fékk hann verk í hægri rist án áverka. Röntgenmyndir sýndu brot gegnum fyrsta ristarlegg (os metatarsale I). Beinþreytubrot (insufficiensbrot, þrammbrot) geta komið fyrir í ýmsum beinum. Þau valda oft erfiðleikum við greiningu, þar sem áverki hefur ekki orðið og grunar vaknar því ekki um brot. Lýst er helstu stöðum, þar sem beinþreytubrot verða og gefin ráð um greiningu. 62. Leyndir áverkar í hálshrygg samfara höfuðkúpubroti Halldór Jónsson Jr., Bo Sahlstedt*), Wolfgang Rauschning**) Bœklunarskurðdeild Landspítala, *)röntgen- og **)bœklunarskurðdeild Akademiska sjukhuset, Uppsölum Inngangur: Hálshryggjaráverki getur valdið allt frá slæmum staðbundnum verk með eða án útgeisl- unar í handleggi upp til mismikillar taugalömunar. Við höfuðkúpubrot getur meðvitundarástand verið þannig að einkenni frá hálshrygg koma alls ekki fram. Venjuleg röntgenmyndataka af hálshryggnum sýnir auðveldast brot og/eða liðhlaup í miðjum háls-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.