Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 53

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 53
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 331 tíma leituðu nokkrir einstaklingar til annarra landa eftir meðferð, en meirihluti þeirra sem þurftu með- ferð hér á landi höfðu ekki tækifæri til að nálgast hana á auðveldan hátt. Margt hefur verið reynt ann- að en leysermeðferð, svo sem röntgengeislun, sclerotherapy, rafmagnsbrennsla, cryosurgery og skurðaðgerðir en engin aðferð hefur gefið eins góða raun og leysermeðferðin. Fyrsti leyserinn sem fram kom til nota á valbrá (1960) var rauði ruby leyserinn (694 nm) síðan komu aðrir í kjölfarið, síðast pulsed dye laser (577-585 nm) sem hefur yfirburði umfrarn þá eldri. Þar sem meðferðin hér á landi hófst ekki fyrr en 1992 var valið besta leysertæki sem völ var á. í apríl 1992 kom hingað Candela SPTL-1 MKII húðleyser sem síðan var skipt út í byrjun apríl 1994 fyrir nýrri og öflugri gerð af sömu kynslóð leysera. Markmið rannsóknarinnar var að kanna árangur þessarar nýju meðferðar á ýmsa kvilla. Jafnframt tíðni mismunandi æðamissmíða, kyn- og aldursdreif- ingu sjúklinganna og fleira. I þessari yfirlitsathugun er skoðaður sá hópur sem gekkst undir meðferð með Candela SPTL-1 MKII á tímabilinu 1. apríl 1992 til 1. apríl 1994. Hver meðferð var skráð, einnig hve mikil orka var notuð (J/cm2) hverju sinni, hve mörg leyserskotin voru á viðkom- andi svæði og hver stærð geislans var (mm í þver- mál). Spurningablað var sent til allra, til að afla upplýsinga um hugsanlega fylgikvilla, fyrri meðferð- ir, tegund húðar og mat hvers og eins á árangri meðferðar. Mun fleiri konur leituðu meðferðar en karlar. Meðalaldur var 36 ár (tveggja til 77 ára). Valbrá (naevus flammeus) var langalgengasti kvillinn sem meðhöndlaður var, þar á eftir æðaslit (telangiectas- is) og angioma stellatum. Meirihluti sjúklinganna taldi meðferð hafa skilað þeim árangri sem þeir bjuggust við. Fáir fengu líkamlega fylgikvilla í kjölfar meðferða. 33. Desmoid æxli í kviðvegg — sjúkratilfelli Anna Stefánsdóttir, Ólafur Einarsson, Helgi Sigurðsson Handlœkninga- og krabbameinslœkningadeild Landspítala, lœknadeild Háskóla íslands Desmoid æxli eru sjaldgæf æxli. Pau eru ekki ill- kynja en geta verið mjög erfið viðfangs staðbundið og endurupptaka algeng. Með geislameðferð er unnt að minnka líkur á endurupptöku. Greint er frá áður hraustri 24 ára gamalli konu, eins bams móður, sem vorið 1994 tók eftir fyrirferð neðarlega í kviði hægra megin. I júlí 1994 var fjarlægt æxli úr hægri rectus vöðvanum, 5,0 x 7,5 x 5,5 cm. Vefjarannsókn sýndi desmoid æxli sem vaxið var út í flestar skurðbrúnir sýnisins. Segulómun gerð í ágúst- mánuði sýndi breytingu í hægri rectus vöðvanum sem náði frá symphysis pubis og um það bil 10-11 cm upp á við. Við aðgerð var sjáanlegt æxli, um það bil 10 x 7 cm, og var það fjarlægt en skurðbrúnir voru samkvæmt frystiskurði ekki fríar. Þegar allur hægri rectus vöðvinn frá symphysu og upp að nafla, hluti af oblique og transverse vöðvum hægra megin og hluti af rectus vöðvanum vinstra megin hafði verið fjar- lægður voru skurðbrúnir fríar í allar áttir nema niður á við. Ekki þótti gerlegt að fjarlægja meira enda hefði þá þurft að fjarlægja symphysis pubis að ein- hverju leyti. í kviðvegginn vantaði um það bil 18 x 9 cm og var þar sett prolene net. Akveðið var að gefa geisla á svæðið þar sem ekki tókst að ná öllu æxlinu með skurðaðgerð. Eftir að sjúklingur hafði jafnað sig eftir aðgerðina voru gefin samtals 50 Gy í 25 skiptum og lauk meðferðinni í byrjun desember 1994. Ekki hafa komið fram merki um að sjúkdómurinn hafi tekið sig upp. 34. Matthias Einarsson (1879- 1948) og lýtalækningar hans á Landakoti — fyrsti lýtalæknirinn? Sigurður E. Þon'aldsson Borgarspítali Sérgreinar (og sérgreinafélög) þróuðust vegna þess að læknar, ýmist vegna aðstæðna eða sérstaks áhuga, öðluðust reynslu og færni í meðferð ákveð- inna sjúkdóma eða líffærakerfa, þetta leiddi síðar til sérfræðináms eins og við þekkjum það í dag. Eldri kynslóð „sérfræðinga í skurðlækningum" voru al- mennir læknar sem jafnframt sinntu skurðlækning- um þegar þurfti. Matthias Einarsson (1879-1948) var einn þessara lækna. Hann varð þekktur fyrir skurð- lækningar sínar og gerði margar „fyrstu-aðgerðir“ á íslandi, meðal annars „cosmetiskar aðgerðir“ eins og Halldór Hansen orðar það í minningargrein um Matthias í Læknablaðinu 1949. Halldór Hansen segir ennfremur: „... (M.E.) gerðist allt í senn athafnamikill orthoped, gyneco- log, urolog, abdominalchirurg, neurochirurg o.s.frv.“.....„Þannig ræðst hann fyrstur í að gera miðhiutun (resectio) á maganum vegna cancer pylori þegar í september 1906 og það með góðum árangri ....“.....„...gerði fyrsta keisaraskurð sem móðir og barn lifðu af (1910).“.......„Ennfemur gerir hann fyrstur hérlendra lækna transurethral resection á prostata (bambustæki).“ ...... „... fœst nokkuð við cosmetiskar aðgerðir. “ Það er þessi síðastnefndi hópur sem ég hef sérstak- an áhuga á, einkum vegna þess að einn sjúklinga M.E. leitaði tilmín40árum eftiraðM.E. hafðigertá honum „rhinoplastic“. Síðar gaf sjúklingurinn mér myndir sem M.E. hafði látið taka fyrir og eftir skurð- aðagerð á nefi sjúklings 1937. Þessar myndir eru Iíklega með fyrstu myndum sem teknar eru fyrir og eftir lýtaaðgerð á íslandi. Sjúkraskýrsla M.E. vegna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.