Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 88

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 88
360 LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 uðu áður latneska útgáfu. La- tínan er dautt tungumál og víða hætt að kenna hana í skólum. Utkoman varð oft slæmur hrær- igrautur eða fáranlegar skamm- stafanir er breiða þurfti yfir kunnáttuleysi í latneskum beyg- ingum. Pá má nefna að það get- ur talist mikilvægt menningar- legt atriði að hafa íslensk orð yfir allt það sem ritað er á landi hér. Sem kunnugt er hefur hér á landi verið stuðst við enska út- gáfu. Ekki þótti fært né heldur æskilegt að leggja enskuna af með öllu. Hér verður því farið bil beggja. Gefin verður út hin enska útgáfa með íslenskum þýðingum og breytingum sem Norðurlöndin standa að sam- eiginlega. Pað er ekki síst vegna þessara breytinga sem varað er við því að festa kaup á ensku útgáfunni, en bíða heldur fram á haustið þegar von er á ensk/ íslensku útgáfunni. Tryggt er að hún verður ekki dýrari en sú enska sem í boði er. Islenska þýðingin er unnin af starfsnefnd Orðanefndar læknafélaganna, en í henni eru læknarnir Örn Bjarnason, for- maður og Jóhann Heiðar Jó- hannsson, ásamt Magnúsi Snædal, málvísindamanni, sem ráðinn hefur verið í hlutastarf um skeið vegna verkefnisins. Verkið er unnið samkvæmt sér- stökum samningi við Heilbrigð- is- og tryggingamálaráðuneytið, en frumkvæði og fagleg ábyrgð er landlæknisembættisins í sam- vinnu við ofangreinda samvinn- ustöð Heilbrigðisstofnunar þjóðannaíUppsölum. Pýðingar á einstökum köflum hafa verið sendar til umsagnar sérfræði- lækna. Rétt er að geta þess að níunda útgáfa skrárinnar sem tók gildi hér á landi 1. janúar 1982 var þýdd að hluta af Benedikt Tóm- assyni lækni en við þýðinguna var stuðst við þýðingu Vilmund- ar Jónssonar frá árinu 1953 og þýðingu Benedikts Tómassonar og Júlíusar Sigurjónssonar frá 1971, að svo miklu leyti sem unnt var. Gerð 10. útgáfunnar Tíunda útgáfa Alþjóðlegu sjúkdóma- og dánarmeina- skrárinnar er í þremur heftum: Hin eiginlega númeraskrá er í fyrsta hefti. Hún skiptist í 21 kafla, hver um sig hefur að geyma einn til þrjá sjúkdóms- flokka, en hver sjúkdómsflokk- ur byrjar á bókstaf í stað tölu- stafs áður. Sjúkdómsflokkarnir eru jafn margir bókstöfunum í enska stafrófinu, þó þannig að bókstafurinn U er ekki notaður, en æskilegt þótti að eiga einn bókstaf til góða vegna hugsan- legra síðari breytinga. Meðal breytinga frá níundu útgáfu til þeirrar 10. má nefna að sjúkdómar í taugakerfi, aug- um og eyrum sem heyrðu til ein- um og sama kaflanum í níundu útgáfu hefur verið skipt upp í þrjá kafla, þótt sjúkdómar í aug- um og eyrum notist enn við sama upphafsstaf í 10. útgáfunni (H). Einnig má nefna að viðbót- arflokkun svonefndra E og V númera í níundu útgáfu hefur nú verið komið fyrir í megin- flokkuninni og gerð þeirra er nú hin sama og annarra númera í skránni. Á eftir bókstaf í 10. útgáfunni koma tveir tölustafir, síðan punktur (.) og á eftir honum brot. Dæmi: 4. kafli: Innkirtla-, næringar- og efnaskiptasjúk- dómar hafa aðeins einn bókstaf (E). Insúlínháð sykursýki hefur táknið E10, en insúlínháð syk- ursýki með nýrnafylgikvillum hefur táknið E10.2. Myndin sýnir blaðsíður úr ensku og ís- lensku útgáfunum. Mesti fjöldi þriggja stafa at- riða 10. útgáfunnar er 26x10x10 = 2600 en rúmlega 2000 eru notuð í henni. Þetta er mikil fjölgun frá níundu útgáfunni sem að hámarki rúmaði 1000 atriði. Unnt er að endurbæta skrána í sama kerfi um langa framtíð, en stefnt er að því að endurskoða skrána á tíu ára fresti. I öðru bindi ensku útgáfunn- ar eru leiðbeiningar um notkun. Þetta eru óþarflega ítarlegar leiðbeiningar, sem hætt er við að fáir lesi. Því verður kjarni þeirra um notkun á sjúkradeild- um væntanlega þýddur og stað- færður og látinn fylgja efnisat- riðaskránni. Starfrófsröðuð efnisatriða- skrá er í þriðja hefti ensku út- gáfunnar. Æskilegt væri að fá þessa skrá einnig á íslensku, en ólíklegt er að því geti orðið fyrir tilsettan tíma. Prentun ensku útgáfunnar virðist eiga sér fyrirmynd í upp- setningu sænsku heilbrigðis- stjórnarinnar á níundu útgáf- unni. Fyrsta bindið er prentað með stóru letri, en ýmsum þykir þar illa farið með rýmið og bók- in óþarflega þykk. I íslensku út- gáfunni er efninu þjappað sam- an eftir því sem tök eru á. Gert er ráð fyrir að bækurnar verði mun minni fyrirferðar en þær ensku og jafnframt ódýrari vegna þessa og mun meðfæri- legri. Vegna þeirra breytinga sem gerðar eru sameiginlega á Norðurlöndunum er ætlast til þess að íslenska útgáfan sé not- uð. Sjúkrastofnunum og öðrum þeim sem nota skrána er því bent á að spara og kaupa ekki ensku útgáfuna. Lokaorð Vönduð vinnubrögð við skráningu sjúkdóma- og dánar- meina eru ómetanleg fyrir far- aldsfræðilegar rannsóknir og samanburð milli sjúkrastofn- ana, milli landsvæða og landa og við samanburð í tíma. Á síð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.