Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 29

Læknablaðið - 15.04.1995, Blaðsíða 29
LÆKNABLAÐIÐ 1995; 81 311 Fjöldi kvenna 25 t 21-40 41-60 >60 Aldur ■ Með þvagleka □ Án þvagleka Mynd 1. Algengi þvagleka eftir aldursflokkum. = Tölfrœðilega marktœkt (p=0,002). Hópur I: Vægur þvagleki (missa þvag sjaldn- ar en vikulega að jafnaði). Hópur II: Meðal (missa þvag nokkrum sinn- um á viku). Hópur III: Mikill (missa þvag daglega). Ekki var gerð tilraun til að meta magn lek- ans í hvert skipti. Gerðirnar voru; áreynsluþvagleki (stress incontinence), bráðaþvagleki (urgency incont- inence), blandaður þvagleki (rnixed incontin- ence). Ennfremur var konunum skipt í hópa með tilliti til grindarbotnsæfinga eftir því hvort þær; a) komu einu sinni eða oftar í æfingahóp, b) fengu send heim leiðbeiningarblöð, c) sögðust gera æfingar sjálfar og þyrftu enga aðstoð, d) gerðu engar æfingar og töldu sig ekki þurfa að gera þær. Kannað var í sjúkraskrám heilsugæslustöðv- arinnar hversu margar konur hefðu leitað þangað vegna þvagleka á síðustu 10 árum eða voru þekktar vegna læknabréfa eftir aðgerðir vegna þvagleka. I september 1994 eða rúmlega hálfu ári eftir að eiginleg meðferð hófst var sendur út nýr spurningalisti (spurningalisti II) til allra sem höfðu svarað fyrri lista játandi, alls 62 konur, en ein kona lést á tímabilinu. Þar var spurt hvort breyting hefði orðið, þvaglekinn væri horfinn, óbreyttur, minni eða meiri en fyrir ári, ásamt sömu spurningum og á fyrri lista um stærð vandamálsins og áhrif þess á daglegt líf. Sömuleiðis var spurt hvort viðkomandi gerði nú grindarbotnsæfingar og þá hversu oft og hvort hún hefði hafið hormónameðferð á ár- inu. Engin af konunum fór í skurðaðgerð vegna þvagleka á tímabilinu samkvæmt gögn- um heilsugæslustöðvar. Tölfræðilegar niðurstöður voru fengnar með Fisher’s prófi og leitniprófum (Trend tests) með hjálp Helga Sigvaldasonar verkfræðings. Niðurstöður Við spurningalista I bárust 112 svör eða 85%. Þar af voru 63 konur eða 56% með ein- hvern þvagleka, og af þeim 32 konur eða 29% af heildarhópnunt með talsverð eða mikil ein- kenni. Aldursskipting alls hópsins sést á mynd 1. Ekki kom fram marktækt samband milli ald- urs og þvagleka og mikil einkenni komu fyrir í öllum aldursflokkum. Skipting eftir fjölda fæð- inga sést á mynd 2 og er þvagleki marktækt minni (p = 0,002) hjá óbyrjum og marktækt vaxandi (p=0,02) með fjölda fæðinga. Myndir 3 og 4 sýna skiptingu í hópa eftir gerð þvagleka og umfangi vandans. Af konum með þvagleka höfðu sjö áður gert grindarbotnsæfingar reglulega, níu fengið hormónalyf og 10 farið í skurðaðgerð vegna þvagleka og/eða blöðrusigs. Af þeim síðast- töldu sögðu sjö árangur góðan eða sæmilegan en þrjár lélegan. Samkvæmt skýrslum heilsu- gæslustöðvarinnar voru aðeins fjórar af þess- um 63 konum með þvaglekagreiningu í heilsu- vandaskrá. Við spurningalista II bárust 59 svör eða
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100
Blaðsíða 101
Blaðsíða 102
Blaðsíða 103
Blaðsíða 104

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.