Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 18
128
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
en könnun okkar gaf ekki upplýsingar um hver
kunnátta þeirra var í raun og veru. Reynslan af
úðaskóla Vífilsstaðaspítala, þar sem fræðsla
um notkun innöndunarlyfja er veitt, sýnir að
tækni við notkun innöndunarlyfja er oft mjög
ábótavant.
Spyrja má hve áreiðanlegar uppgefnar sjúk-
dómsgreiningar séu, það er hvort sjúklingar
viti hvað að þeim er? Einkenni teppusjúkdóma
eru að miklu leyti hin sömu og mörkin milli
langvinnrar berkjubólgu annars vegar og
astma hins vegar eru stundum óljós, einkum
hjá eldra fólki. Þeir sjúklingar sem fá astmalyf
hafa þó verið metnir af læknum með tilliti til
lungnaeinkenna og hafa því væntanlega hug-
myndir sínar um greiningu frá þeim. Þær sjúk-
dómsgreiningar sem sjúklingar gefa upp, eru
því byggðar á greiningu lækna. Athyglisvert er
að tveir þriðju hlutar notenda telja sig hafa
astma og er astmi langalgengasta ástæða lyfja-
notkunar í öllum aldursflokkum. Langvinn
berkjubólga og lungnaþemba eru vart til meðal
barna og unglinga og er astmi talinn vangreind-
ur hjá börnum (14). Því er líklega rétt að telja
þau 5,7% þessara aldursflokka sem sögð eru
með langvinna berkjubólgu og lungnaþembu
til astmahópsins. Samkvæmt því er um 73%
lyfjanotkunarinnar vegna astma, 23% vegna
langvinnrar berkjubólgu og lungnaþembu, 3%
vegna hósta og kvefs og rúmleg 1% sjúklinga
kveðst ekki vita hvers vegna lyfin eru gefin.
Astmalyf eru þannig í nokkrum mæli notuð við
öðrum sjúkdómum en astma, sérlega lang-
vinnri berkjubólgu og lungnaþembu. Slík
notkun astmalyfja er að sjálfsögðu réttmæt, að
minnsta kosti hvað varðar flesta flokka þeirra.
Gagnsemi innöndunarstera við langvinnri
berkjubólgu og lungnaþembu hefur þó ekki
enn verið sönnuð með jafn óyggjandi hætti og
við astma (15-17). Þá sýnir þessi rannsókn að
astmalyf eru í mjög litlum mæli (3%) notuð
sem einkennameðferð til dæmis við hósta án
þess að viðkomandi hafi fengið ákveðna sjúk-
dómsgreiningu.
í mörgum löndum hafa verið gefnar út leið-
beiningar um lyfjameðferð astma (18,19). Sam-
kvæmt þeim eru vægustu tilfellin eingöngu
meðhöndluð með beta2-adrenvirkum lyfjum,
en innöndunarsterar skipa síðan stóran sess.
Ahersla á notkun stera er í samræmi við nýrri
viðhorf til astma þar sem litið er á astma sem
langvinnan bólgusjúkdóm í berkjum en minni
áhersla lögð á samdrátt í sléttum vöðvum
berkjuveggjarins. Því er nú talið rétt að grípa
snemma til bólgueyðandi og fyrirbyggjandi
innöndunarstera. Samtímis er minni áhersla
lögð á berkjuvíkkandi meðferð, beta2-adren-
virk lyf og teófýllín. Rannsóknir, meðal annars
frá Finnlandi (20) sýna að jafnvel við vægan
astma gefst meðferð með innöndunarsterum
betur en meðferð með beta2-adrenvirkum lyfj-
um. í ljósi þessa er athyglivert að 5% íslenskra
astmasjúklinga fá innöndunarstera eingöngu.
Tölur um sölu astmalyfja í ýmsunr löndum
(21,22) sýna verulegt misræmi milli áður-
nefndra leiðbeininga og raunverulegrar notk-
unar astmalyfja. Berkjuvíkkandi lyf eru enn
notuð mun meira en innöndunarsterar þó klín-
ískar rannsóknir sýni betri árangur þegar síðar-
nefnda lyfjaflokknum er beitt.
Tíðni astma á Islandi hefur ekki verið könn-
uð fyrr en á allra síðustu árum (10) og lítið er
vitað um hugsanlegar breytingar á henni. Fátt
bendir þó til þess að tíðni sjúkdómsins hafi
aukist verulega á undanförnum 10 til 15 árum
og því er líklegra að aukin notkun astmalyfja sé
að miklu leyti vegna aukinnar meðvitundar urn
sjúkdóminn og breyttra meðferðarhefða.
Rannsókn okkar bendir til þess að íslenskir
astmasjúklingar séu almennt tiltölulega vel
(,,rétt“) meðhöndlaðir þar sem 62% þeirra
voru með innöndunarstera og örfáir voru með
beta2-adrenvirk lyf og teófýllín án innöndunar-
stera (5%) og enn færri með teófýllín eitt sér
(2%). Þessi hópur ætti samkvæmt alþjóðaleið-
beiningum að vera með innöndunarstera og
líklegast flestir þeirra 57 einstaklinga, sem
fengið höfðu prednisólonmeðferð en voru ekki
meðhöndlaðir með slíkum lyfjum. Einnig telj-
um við líklegt að hluta þeirra sjúklinga sem
eingöngu fá beta2-adrenvirk lyf (31%) myndi
vegna betur ef þeir fengju einnig innöndunar-
stera. Hlutfallslega fleiri astmasjúklingar virð-
ast þó meðhöndlaðir með innöndunarsterum á
íslandi en víða erlendis (3,22). í nýlegri
sænskri rannsókn voru aðeins 42,6% þeirra
astmasjúklinga sem notuðu beta2-adrenvirk
lyf, einnig með innöndunarstera, en í könnun
okkar er sambærilegt hlutfall 66,6% (22). Þá
sýna tölur frá Bandaríkjunum að notkun inn-
öndunarstera sem hlutfall af notkun beta2-ad-
renvirkra lyfja, er mun minni en fram kemur í
könnun okkar (3). Lyfjameðferð astma hér-
lendis virðist þannig vera í betra samræmi við
áðurnefndar leiðbeiningar en víða annars stað-
ar.