Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 77
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
179
Lyfjamál 45
Frá Heilbrigðis- og trygginga-
málaráðuneytinu og landlækni
Um notkun blóðfítu-
lækkandi lyfja
Upplýsingar um gæði lyfja
koma að mestu leyti frá lyfja-
framleiðendum. Þau ráð eru á
stundum ekki holl samanber
ráðleggingar varðandi notkun
klófíbratlyfja (1). Alvarlegar
aukaverkanir þeirra komu ekki
fram fyrr en nokkrum árum eft-
ir að lyfjameðferð hófst.
Nú er hafin notkun nýrra
blóðfitulækkandi lyfja og hefur
hún mikið aukist eftir að niður-
staða rannsókna gaf til kynna að
tíðni kransæðastíflu lækki um
meira en 30% meðal þeirra er fá
þessi nýju lyf, samanber Hels-
inki-Heart rannnsóknina (2) og
4-S rannsóknina (3) sem hafa
verið vel kynntar. Þrjátíu pró-
sent lækkun er rétt stærðfræði-
lega séð, en ber nokkurn keim
af söluáhuga. I raun eru mögu-
leikarnir á að komast hjá því að
fá kransæðastíflu á rannsóknar-
tímanum þessir:
Helsinki-Heart rannsóknin:
Meðferðarhópur 97,3%; sam-
anburðarhópur 95,9%.
4-S rannsóknin (sex ára með-
ferðartímabil): I meðferðarhópi
jukust líkur á að sleppa við
kransœðastíflu úr 87,6% í
91,3% á tímabilinu.
Fylgikvilla varð vart meðal
28% í meðferðarhópi, en 15% í
samanburðarhópi.
Athyglisvert er að þessi lyf
virðast hafa góð áhrif á endóþel
æðanna.
Kostnaður við
meðferðina er hár
Á síðasta ári nam kostnaður
vegna blóðfitulækkandi lyfja
um 110 milljónum króna. Miðað
við aukningu á síðasta ári má
reikna með að þessi kostnaður
gæti nálgast 200 milljónir króna
á yfirstandandi ári. Ef skilyrði
meðferðar er þekktur krans-
æðasjúkdómur ásamt sermis-
kólesteróli 5: 5,5 mmól/1, ásamt
þeim er hafa sermiskólesteról
Sí 8,0 mmól/1 án kransæðasjúk-
dóms, má reikna með að kostn-
aður á íslandi verði nokkur
hundruð milljónir króna á ári
innan tíðar. Ef þeir sem hafa
hærra sermiskólesteról en 6,5
mmól/1 án þekkts kransæða-
sjúkdóms fá einnig meðferð þá
hækkar upphæðin verulega.
Enginn vafi leikur á jákvæðri
verkun þessara lyfja, en vart er
hægt að kalla þau töframeðul.
Heimildir
1. Oliver NF, et al. A comparative trial in
the primary prevention of IHD. Using
clofibrate. Br Heart J 1978; 40: 1069.
2. Frich MH, et al. Helsinki Heart Study:
primary prevention study with gemfi-
brosil in middle aged men with dyslipi-
demia. N Engl J Med 1987; 317: 1237-
45.
3. Scandinavian simvastatin study group.
Randomised trial of cholesterol lower-
ing in 4444 patients with CHD. Lancet
1994; 344:1 383-9.
Áhætta við töku
getnaðar varnalyfj a
Nýlega sendi enska auka-
verkananefndin út varnaðarorð
um aukna hættu á bláæðastíflu
vegna töku samsettra getnaðar-
varnataflna sem innihalda desó-
gestrel og etinýlestradíól
(MARVELON, MERCI-
LON). Hver er þá hættan á
bláæðastíflu við töku þessara
lyfja? Hætta er talin á að tvær til
þrjár konur af 10.000 neytend-
um geti fengið bláæðastíflu. Við
þungun er samsvarandi áhætta
talin vera tvöföld. Við töku
getnaðarvarnataflna með lágu
estrógen-, levónorgestrel- eða
noretísterónmagni er áhætta 1,5
af 10.000 og 0,5 meðal þeirra
sem ekki taka getnaðarvarna-
pillu. Nokkur óvissa er þó um
áhættuna enda náði marktækn-
in aðeins P< 0,05 en „konfi-
densbilið“ var mjög stórt og
dregur það úr sönnunargildi.
Margir álíta að of mikið hafi
verið gert úr framangreindri
áhættu.
Þessi lyf eru talin geta dregið
úr tíðni kransæðastíflu og heila-
blæðingar sem eru margfalt al-
gengari sjúkdómar en bláæða-
stíflur.
Heimild
BMJ 1995; 3U: 1111-2,1117-8,1162.