Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 72

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 72
176 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 Athugasemd vegna tilmæla tryggingayfirlæknis í síðasta tölublaði Lækna- blaðsins eru birt tilmæli/upplýs- ingar frá tryggingayfirlækni varðandi ritun beiðna um sjúkraþjálfun. Af því tilefni vill undirritaður koma eftirfarandi athugasemdum á framfæri: 1. „Sjúkraþjálfun (vegna slit- gigtar) er því aðeins greidd, að um sé að ræða slitgigt á háu stigi í burðarliðum eða hrygg sam- kvæmt röntgenmyndum". Athugasemd: Nánast ekkert samband er milli slitbreytinga í hrygg eins og þær koma fram á röntgenmyndum, og einkenna frá hrygg — yfirleitt verkja. Fólk getur verið með miklar slitbreytingar og engin einkenni og öfugt. Þetta gildir jafnt um beingaddamyndun (osteophyt- osis), slitbreytingar smáliða (zygapophysial joint arthrosis) og lækkuð liðbil, sem og ýmsar aðar breytingar sem flokkast undir slit. 2. „I þriðja lagi er brjósklos í hrygg. Þar er forsenda fullrar greiðsluþátttöku TR í sjúkra- þjálfun, að röntgengreining liggi fyrir og að brjósklosið hafi haft í för með sér greinilegan taugaskaða“. Athugasemd: í læknisfræði- bókmenntum undanfarinn ára- tug eða svo er almennt talið, að af brjósklossjúklingum þurfi 5- 10% á skurðaðgerð að halda, hinir lagist af sjálfu sér eða við virka íhaldssama meðferð. Skiptir þá ekki máli, hvort sjúklingur hefur brottfallsein- kenni eða ekki, ef undan er skil- in sköddun á cauda equina. Flestir þeirra, sem stunda grein- ingu og meðferð þessara sjúk- linga, forðast röntgenrannsókn- ir og aðrar hliðstæðar rannsókn- ir, ef klínískt mat þykir ótvírætt og kemur þar margt til sem ekki verður tíundað hér. Rannsóknir eins og tölvusneiðmyndataka, segulómun og mænumyndataka (myelographia) eru látnar bíða, þar til liðnar eru nokkrar vikur (sex til 12) og einungis gerðar, ef sýnt þykir að halli í skurðaðgerð hjá sjúklingnum. Það er einmitt á þessu tímabili sem líklegt er að sjúklingnum sé vísað til sjúkra- þjálfara í íhaldssama meðferð. Það má því ætla, að ótvíræð klínísk ábending til þessara rannsókna sé fyrir hendi hjá um eða undir 10% sjúklinga með klínískt brjósklos, og þá ekki fyrr en eftir að íhaldssöm með- ferð hefur verið reynd til þraut- ar. Við þetta bætast svo nokkur prósent, þar sem ábending er til staðar vegna til dæmis aldurs sjúklings, annarra einkenna eða klínískra vafaatriða. En strangt tekið þarf einmitt enginn eða aðeins örfáir þeirra brjósklos- sjúklinga, sem vísað er til sjúkraþjálfara í íhaldssama meðferð, á myndgreiningu að halda, og þeir sem koma í með- ferð eftir skurðaðgerð eru með staðfest brjósklos hafi ábending aðgerðar verið rétt. Hugsanlega hefur undirritað- ur misskilið boðskapinn í ofan- nefndri tilkynningu trygginga- yfirlæknis og verður þá vonandi leiddur í allan sannleika af við- eigandi aðilum. Sé hinsvegar ekki svo verður ekki betur séð en að verið sé að örva lækna til mikils örlætis á dýrar rannsókn- ir á kvillum sem í um og yfir 90% tilvika læknast af sjálfu sér eða með íhaldssamri meðferð. Jósep Ó. Blöndal læknir St. Franciskusspítalanum Stykkishólmi Heimildir * Frá tryggingayfirlækni. Læknablaöið 1996; 82: 82. * Modic MT, Herzog RJ. Spinal Imaging Modalities: What’s Available and Who Should Order Them? SPINE 1994; 19: 1764-5. * Nachemson AL. The Lumbar Spine: An Orthopaedic Callenge. SPINE 1976; 1: 60. * Boden SD. Abnormal Magnetic-Re- sonance Scans of the Lumbar Spine in Asymptomatic Subjects. J Bone Joint Surg 1990; 72A: 403-8. * Kraemer J. Presidential Address: Nat- ural Course and Prognosis of Interver- tebral Disc Disease. International Society for the Study of the Lumbar Spi- ne. June 1994. * Deyo RA, et al. Hemiated Lumbar Intervertebral Disc. Ann Int Med 1990; 112: 593- 603. * Jackson RP, et al. The Neuroradiogra- phic Diagnosis of Lumbar Herniated Nucleus Pulposus I & II. Spine 1989; 14: 1356-67. * Frymoyer J. Back Pain and Sciatica. N Engl J Med 1988; 318: 291- 300. * Cyriax JH. Textbook of Orthopaedic Medicine. Vol 1. Diagnosis of Soft Tissue Laesions. Sthed. London: Bailliere Tind- all, 1984. * Saal JA, Saal JS. Nonoperative Treat- ment of Herniated Lumbar Intervertebr- al Disc With Radiculopathy: An Ou- tcome Study. SPINE, 1989; 14: 431-7. * Saal JA, et al. The Natural History of Lumbar Intervertebral Disc Extrusions Treated Nonoperatively. SPINE1990; 15: 683-6. * Crock HV. Practice of Spinal Surgery. London: Springer, 1994.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.