Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 26

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 26
134 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 eggjastokkum (23) og virðist áhættan fara vax- andi eftir því sem æxli hafa fleiri mislitna frumuhópa (multiploidy). Svokölluð jaðaræxli (borderline tumors) í eggjastokkum eru yfir- leitt tvflitna og hafa góðar horfur (24), en ef æxli af þessari gerð eru mislitna er mælt með því að þau séu meðhöndluð með krabbameins- lyfjum. Rétt er að geta þess að ekki er hægt að útiloka að æxli af þessari gerð sem er tvflitna geti myndað meinvörp (25). Nefna má að nú er verið að framkvæma afturvirka íslenska rann- sókn á eggjastokkakrabbameinum. Legbolskrabbamein. Lífslíkur sjúklinga með legbolskrabbamein eru almennt betri hjá þeim sem hafa tvílitna æxli en þeim sem hafa mis- litna æxli og er ákveðin fylgni milli mislitna DNA og vefjafræðilegrar gráðu (26). í stórri rannsókn sem tók til 256 sjúklinga með leg- bolskrabbamein, var sýnt fram á að DNA inni- hald gaf meiri upplýsingar um horfur en dýpt íferðar í legbolsvegginn og vefjafræðileg gráða (27) , og var um sjálfstæðan áhættuhóp að ræða. Húðkrabbamein. í sortuæxlum (melanoma malignum) er fylgni milli horfa og endurkomu æxlis annars vegar og DNA innihalds hins veg- ar. Rannsóknir hafa sýnt að ef æxlunum er skipt í þrjá flokka eftir Breslow þykkt, sem gefur upplýsingar um horfur, er með DNA flæðigreiningu hægt að fá enn nánari upplýs- ingar um tíðni endurkomu innan hvers flokks eftir því hvort æxlin eru mislitna eða tvflitna (28) . Ristil- og endaþarmskrabbamein. I rannsókn sem tók til 77 sjúklinga með ristil- og enda- þarmskrabbamein hafði DNA innihald æxl- anna mesta þýðingu við að segja til um endur- komu æxlis eða dauða, og virtist þannig hafa meiri þýðingu en stig æxlis við greiningu (29). I annarri rannsókn var sýnt fram á 19% fimm ára lífslíkur hjá sjúklingum með mislitna æxli en 43% lífslíkur hjá sjúklingum með tvílitna æxli (30). í þessari rannsókn skipti DNA innihald meira máli en stigun og vefjafræðileg gráða. Aðrar rannsóknir hafa hins vegar ekki getað staðfest þessar niðurstöður (31,32) og er því staða DNA flæðigreiningar í ristilkrabbamein- um fremur óljós. Nýlega birtist íslensk rann- sókn um DNA flæðigreiningu í botnlanga- krabbameinum sem sýndi ekki fram á mark- tæka fylgni milli DNA innihalds og klínískrar hegðunar æxlanna (33). í tengslum við ristil- krabbamein má nefna að nýlega hefur birst rannsókn þar sem fylgst var reglulega með sjúklingum með sáraristilbólgu (colitis ulcer- osa) með DNA flæðigreiningu (34). Niður- stöður þeirrar rannsóknar benda til þess að mislitna DNA geti komið fram áður en hægt er að bera kennsl á forstigsbreytingar krabba- meins í vefjasneiðum, og gæti því flæðigreining komið að gagni við eftirlit sjúklinga með þenn- an sjúkdóm. Skjaldkirtilskrabbamein. Gildi S-fasa mæl- inga í skjaldkirtilskrabbameinum hefur ekki verið ljóst enda hafa rannsóknir á þessum æxl- um gefið mismunandi niðurstöður. I nýrri ís- lenskri rannsókn þar sem skoðuð voru öll skjaldkirtilskrabbamein sem greindust hér- lendis frá 1955 til 1990, en þau voru 424 talsins, var sýnt að enda þótt fylgni væri milli bæði DNA innihalds og S-fasa annars vegar og horfa hins vegar þá reyndust þessir þættir ekki hafa sjálfstætt forspárgildi þegar tekið var tillit til annarra hefðbundinna þátta (35). Blöðrufylgja. Rétt þykir að nefna notkun DNA mælinga í tengslum við blöðrufylgju, þótt ekki sé um krabbamein að ræða. Vefja- fræðileg greining er oft erfið og hlutlæg og kemur flæðigreining þá að verulegu gagni, þar sem ófullkomin blöðrufylgja (mola hydatidosa partialis) er yfirleitt þrflitna (triploid), en full- komin blöðrufylgja er yfirleitt tvílitna og er auðvelt og fljótlegt að sýna fram á þetta með flæðirannsókn (36,37). Rannsóknir á DNA flæðigreiningu í krabba- meinum fara nú fram víða um heim og hafa rannsóknarstofur í ríkari mæli samstarf sín á milli. íslendingar taka þátt í norrænu samstarfi á þessu sviði, þar sem leitast er við að samhæfa rannsóknaraðferðir og túlkun niðurstaðna (38). Þessi rannsóknaraðferð er notuð reglu- lega hérlendis við mat á horfum og ákvörðun meðferðar hjá sjúklingum með brjóstakrabba- mein og krabbamein í kynfærum kvenna. Margar framvirkar rannsóknir eru í gangi á þessu sviði og má búast við því að þær skili mikilsverðum viðbótarupplýsingum. HEIMILDIR 1. Merkel DE, Dressler LG, McGuire WL. Flow cytom- etry, cellular DNA content and prognosis in human malignancy. J Clin Oncol 1987; 5: 1690-1703. 2. Koss LG, Czerniak B. Herz F, Wersto RB. Flow cyto- metric measurements of DNA and other cell compo- nents in human tumors: a critical appraisal. Hum Pathol 1989; 20: 528^18. 3. Ross DW. Clinical usefulness of DNA ploidy and cell cycle studies. Arch Path Lab Med 1993; 117: 1077.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.