Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 52
158 LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 þar inn. Sjúkrasögur þeirra eru sem hér segir: # 7. Karlmaður um þrítugt sem ók aftan á annan bíl og á staur. Kom á Borgarspítalann 35 mínútum eftir slysið og var þá meðvitundarlaus með misvíð, stíf ljósop og blóðþrýsting um 80. Við barkaþræðingu og blásningu drógust ljós- op saman og blóðþrýstingur hækkaði við vökvagjöf. Lungnamynd sem tekin var strax í móttökuherbergi sýndi íferðir í bæði lungu, sem taldar voru mar, og ef til vill ofurlítinn vökva í hægra brjóstholi, en myndin vakti ekki grun um ósæðarmeiðsli. Kviðarholsástunga var neikvæð. Sjúklingurinn var sendur í sneið- myndatöku af höfði en fór þar í hjartastopp og tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Var úrskurðaður látinn 150 mínútum eftir komu á spítalann. Krufning sýndi að ósæðin var alveg í sundur rétt fyrir neðan viðbeinsslag- æðina og mikið blóð var nú komið í brjóstholið en það hafði ekki verið til staðar á lungna- myndinni sem tekin var strax við komu á spítal- ann. Tíu rif voru brotin vinstra megin og tvö hægra megin. Höfuðkúpan var brotin og nokkrar blæðingar voru í heila, þó ekki miklar. # 8. Rúmlega tvítugur maður sem ók á ljósa- staur. Kom á Borgarspítalann 40 mínútum eftir slysið, meðvitundarlaus og blár og var barka- þræddur. Blóðþrýstingur mældist aðeins 50 og lungnamynd sýndi vökva og loft í hægra brjóst- holi. Lagður var þar inn keri og kom út mikið blóð og loft en lungað þandist þó ekki út. Við- bótarkerar voru lagðir inn en allt kom fyrir ekki. Var tekinn upp á skurðstofu og brjósthol- ið opnað hægra megin en fram að því hafði hann fengið 11 einingar af blóði. Mikil blæðing var frá lungnarótinni, berkja til neðra lungna- blaðs var í sundur og stakbláæð (azygos) sömu- leiðis. Sjúklingurinn fór í hjartastopp og dó rétt eftir að hann hafði verið opnaður. Voru þá liðnar 150 mínútur frá því að sjúklingurinn kom á spítalann. Auk ofanskráðs leiddi krufning í ljós rof á fallhluta ósæðar, brot á höfuðkúpu- botni og verulega blæðingu undir heilabast. # 9. Rúmlega þrítugur karlmaður sem ók aft- an á kyrrstæðan vörubíl. Hann kom á Borgar- spítalann mjög fljótt eftir slysið og var meðvit- undarlaus við komu en andaði sæmilega og hafði blóðþrýsting upp á 110/70. Lungnamynd sýndi vökva í vinstra brjóstholi (mynd 5). Lagður var inn keri og komu strax út 1000 ml af blóði og blæðing um kerann var síðan stöðug. Sjúklingur var tekinn upp á skurðstofu en í leiðinni var gerð ómskoðun af kviði sem reynd- ist eðlileg. Við aðgerðina fannst stór blóð- kökkur (hematoma) yfir fallhluta ósæðar og undan honum lagaði blóð. Æðaklemmum var komið fyrir eins og sést á mynd 6. Neðsta klemman var sett á ská svo að hún yrði ekki fyrir en jafnframt yrði bakflæði inn í sem flestar millirifjaæðar. Hjáveita var ekki notuð. Þegar skorið var í gegnum blóðkökkinn og inn á æðina sást að hún var rifin þversum að þremur fjórðu hlutum og var mesta fjarlægð milli enda um 1 sm. Eftir að tættir endarnir höfðu verið sniðnir til var æðin saumuð saman með áframhaldandi saum (mynd 6) og kom hún auðveldlega saman. Klemmur voru á ós- æðinni samfleytt í 45 mínútur og var blóðþrýst- ingur í hægri handlegg um 200/100 á meðan. Slagæðarþrýstingur í nára var ekki mældur. Þegar reynt var að taka klemmur af féll blóð- þrýstingur mjög og varð því að setja efstu klemmuna á aftur og taka hana af smám saman á næstu 15 mínútum. Þegar hún fór af blæddi frá æðatengslunum og þurfti að taka tvo staka sauma til viðbótar til að stilla blæðingu. Blóð- gjöf meðan á aðgerð stóð var alls 5500 ml. Þegar æðaklemmur voru endanlega af var blóðþrýstingur um 90/60 en þvagútskilnaður sem nær enginn hafði verið byrjaði strax. Blóð- þrýstingur hækkaði síðan smám saman. Það var 10-14 sm löng rifa í gollurhúsið um 1,5 sm fyrir aftan þindartaugina (phrenicus) og sam- síða henni. Talsvert sást af hjartanu þar í gegn og virtist það eðlilegt. Rifan var saumuð saman að mestu. Eftir aðgerðina sýndi hjartarit öfug- snúna (inverted) T-takka í brjóstleiðslum og hvatar (enzyms) voru við efri mörk. Þetta var talið benda á vægt hjartamar. Sjúklingnum heilsaðist þó í það heila tekið vel eftir upp- skurðinn. Hann var í öndunarvél í fimm sólar- hringa og á gjörgæsludeild í níu daga. Hann útskrifaðist á endurhæfingardeild á 23. degi og var talinn vinnufær 80 dögum eftir slysið. Ári eftir uppskurðinn fór sjúklingurinn í æða- myndatöku. Ósæðin var þá alveg eðlileg á því svæði sem hún hafði skaddast nema að örlítið vik var í hana miðlægt þar sem blæðingarstill- andi (hemostatic) saumur hafði verið tekinn í lokin (mynd 7). Blóðþrýstingur í ganglimum var eðlilegur. Hjartarit tveimur mánuðum eftir slysið sýndi að T-takkar höfðu snúist aftur og ritið var nú að öllu leyti eðlilegt. Ómskoðun af hjarta tveimur mánuðum eftir slysið og aftur í september 1995, það er 11 árum eftir slysið, er alveg eðlileg með tilliti til hjartastærðar, vegg-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.