Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 33

Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 33
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 139 DNA innihald var hægt að meta í um 98% sýnanna (n=334), þar af voru 114 (34%) með eðlilegt DNA innihald eða tvílitna (diploid) en 220 (66%) með óeðlilegt DNA innihald eða mislitna (aneuploid/non-diploid). S-fasa mæl- ingar var hægt að framkvæma á 329 sýnum (97%). Fjöldi frumna í S-fasa var marktækt hærri (p<0,0001) í mislitna æxlum (9,3%) en tvflitna (2,7%). Miðgildi frumna í S-fasa var 7,0%. Líkur á sjúkdómslausu lífi í sjö og hálft ár voru um 15% hærri hjá sjúklingum með tvflitna en mislitna æxli (p=0,004, 69% á móti 54%). Hliðstæður samanburður á sjúklingum með lágt (<7,0%) og hátt (2=7,0%) S-fasa hlutfall æxlisfrumna sýndi 30% mun á lífslíkum (74% á móti 44%, p<0,0001). Stuðst var við fjölþátta reiknilíkan (Cox proportional hazard model) við mat á horfum sjúklinganna og gaf S-fasinn tölfræðilega marktækar upplýsingar um horfur umfram þættina í TNM stigun (p=0,0002). Um þrefalt meiri líkur voru á því að sjúkdómurinn tæki sig upp aftur hjá sjúklingum með há S-fasa æxli miðað við sjúklinga með lág S-fasa æxli. DNA innihald hafði ekki marktæka þýðingu nema S-fasa mælingum væri sleppt úr reiknilíkaninu, en þá reyndist DNA staða vera á mörkum þess að vera sjálfstæður áhættuþáttur (p=0,09). Hjá sjúklingum með eitlaneikvæðan sjúkdóm reyndist S-fasinn eini þátturinn, sem hafði marktæka þýðingu við mat á horfum (p=0,0009). Niðurstöður þessar sýna að mælingar á S-fasa hlutfalli æxlisfrumna með flæðigreini auka nákvæmni við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein. Inngangur Tíðni brjóstakrabbameins hefur farið vax- andi hér (1) sem í öðrum vestrænum ríkjum (2) og er nú algengasta krabbamein hjá íslenskum konurn (3). Nýgengi er um 80 á 100.000 (3) og um 8% allra kvenna mega búast við sjúkdómn- um fyrir áttrætt (4). Sjúkdómurinn er algeng- asta dánarorsök kvenna á aldrinum 35-59 ára (upplýsingar frá Hagstofu Islands 1993), en í heildina þriðja algengasta dánarorsökin á eftir hjarta- og æðasjúkdómum og lungnakrabba- meini. Brjóstakrabbamein er því eitt alvarleg- asta heilsuvandamál íslenskra kvenna í dag og er brýnt að stuðla að framförum til að koma í veg fyrir sjúkdóminn og bæta meðferð. Gangur sjúkdómsins er breytilegur. Sumar konur læknast við einfalda skurðaðgerð þar sem frumæxlið er fjarlægt, en aðrar með að því er virðist sambærilegan sjúkdóm (miðað við TNM stigun) fá síðar staðbundið endurmein (recidive) eða fjarmeinvörp (5), en þegar fjar- meinvörp eru til staðar telst sjúkdómurinn nánast ólæknandi. Markmiðið með mati á horfum sjúklinga er að geta greint þá sem muni læknast við skurð- aðgerð og koma þannig í veg fyrir ofmeðhöndl- un með lyfja- og/eða geislameðferð. TNM stig- un er notuð við mat á horfum sjúklinga með brjóstakrabbamein, en í þeirri stigun vegur þyngst hvort meinvörp eru í holhandareitlum. Til einföldunar er sjúklingum oft skipt niður í tvo hópa, það er með eitlaneikvæðan- eða eitlajákvæðan sjúkdóm, en sjúkdómurinn tek- ur sig upp aftur hjá um 25-30% sjúklinga með eitlaneikvæðan sjúkdóm borið saman við 70- 75% hjá þeim með eitlajákvæðan sjúkdóm (6). Viðbótarmeðferð eftir skurðaðgerð (adjuvant therapy) með frumudrepandi lyfjum eða hormónalyfjum er hefðbundin hjá sjúklingum með eitlajákvæðan sjúkdóm og aukast lífslíkur þeirra þá um fimmtung (7). Lífslíkur sjúklinga án eitlameinvarpa hafa hins vegar verið álitnar það góðar að viðbótarmeðferð væri óþörf (6). Á síðustu misserum hefur því verið haldið fram að nánast allar konur er fá brjóstakrabba- mein beri að meðhöndla með krabbameins- og/eða hormónalyfjum í framhaldi skurðað- gerðar. Heilbrigðisyfirvöld í Bandaríkjunum hafa til dæmis mælst til þess að konur með eitlaneikvæðan sjúkdóm fái slíka viðbótarmeð- ferð (8), en aðrir hafa lagst gegn því og bent á að þar með væri verið að ofmeðhöndla um 70-75% kvenna sem greinast með eitlanei- kvæðan sjúkdóm (9,10). Því hefur verið haldið fram að æxlisfrumur sérhvers æxlis séu eins og óráðin krossgáta þar sem frumukjarnarnir innihalda allar þær upp- lýsingar sem eru nauðsynlegar til að sjá fyrir líklegan framgang sjúkdómsins (5). Með því að geta í eyðurnar, til dæmis með rannsóknum á þáttum eins og hormónaviðtökum, DNA inni- haldi, S-fasa og æxlislitningum, þá ætti að vera hægt að sjá fyrir líklegan gang sjúkdómsins með meiri nákvæmni en þeirri sem fæst með TNM stigun (5,11). Þannig mætti veita hnit- miðaðri meðferð í byrjun og koma í veg fyrir bæði of- og vanmeðhöndlun. Estrógen viðtakar (ER), prógesterón við-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.