Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 8
120
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
greindum útgjöldum. Við athugun á fjölda
sjúkrahúsinnlagna í Svíþjóð kom í ljós, að sam-
hliða aukinni notkun innöndunarstera fækkaði
innlögnum sjúklinga með astma (5). Niður-
staða rannsóknarhópsins var sú að fyrir hverja
krónu sem samfélagið varði til slíkra lyfja,
spöruðust tvær til þrjár annars staðar í heil-
brigðiskerfinu. í annarri rannsókn í Hollandi
var 274 sjúklingum, ýmist með astma eða
langvinna teppusjúkdóma, fylgt eftir í tvö og
hálft ár (6). Allir voru meðhöndlaðir með
beta2-agonistum en hluti sjúklinga fékk einnig
innöndunarstera og vegnaði þeim betur. Meira
en helmingur þess kostnaðarauka sem hlaust af
notkun innöndunarstera, skilaði sér til baka í
lækkun á öðrum heilbrigðiskostnaði. Auk þess
batnaði líðan sjúklinganna og lungnastarfsemi,
einkennalausum dögum fjölgaði og vinnutap
varð minna.
Hlutdeild sjúklinga í lyfjakostnaði almennt
hefur aukist verulega á undanförnum árum og
svo er einnig um astmalyf, sem sjúklingar
fengu til skamms tíma að mestu leyti sér að
kostnaðarlausu. Frekari aukning á útgjöldum
sjúklinga getur hæglega orðið til þess að sjúk-
lingar sem illa eru settir félagslega og fjárhags-
lega, fái ekki nauðsynlega lyfjameðferð. Þetta
á sérlega við um fyrirbyggjandi meðferð, en
dragi úr henni, má búast við aukningu á kostn-
aði vegna annarrar meðferðar, þar á meðal
bráðameðferðar og dýrrar sjúkrahúsvistar.
Það er hagur sjúklinga og samfélags að lyfja-
meðferð við astma sé í sem bestu samræmi við
það sem talið er rétt á hverjum tíma. Rannsókn
okkar sem birtist í þessu hefti Læknablaðsins
bendir til þess að meðferð astma hérlendis sé í
meira samræmi við alþjóðlegar leiðbeiningar
en í mörgum öðrum löndum. Þó vaknar spurn-
ing um það hvort ekki væri unnt að draga úr
skömmtum steralyfja til innöndunar. Ástæðu-
laust er að meðhöndla með hærri skömmtum
en nauðsynlegir eru og má oftast komast af
með lægri skammta í langtímameðferð en þarf
til þess að ná tökum á sjúkdómnum í byrjun
eða eftir tímabundna versnun.
Fræðsla til astmasjúklinga og almennings um
sjúkdóminn og meðferð hans er mjög mikil-
væg. Erlendar rannsóknir sýna að skipulögð
fræðsla til astmasjúklinga, til dæmis í svoköll-
uðum astmaskólum, leiðir til ótrúlegs sparnað-
ar með fækkun bráðaheimsókna, færri inn-
lögnum og fækkun á töpuðum vinnu- og skóla-
dögum (7). Fjármunir sem lagðir eru í
Astmalyfjanotkun á Norðurlöndum á árunum 1990-1994,
miðað við fjölda skilgreindra dagskammta fyrir hverja 1000
íbúa.
skipulagða fræðslu skila sér yfirleitt margfald-
lega til baka. Hér á landi hefur slík fræðsla
verið af skornum skammti, ef frá er talinn úða-
skóli Vífilsstaðaspítala þar sem hjúkrunarfræð-
ingar lungnadeildar hafa kennt sjúklingum um
verkun og notkun innöndunarlyfja. Einnig hef-
ur verið veitt skipulögð fræðsla fyrir lungna-
sjúklinga á Reykjalundi. Að öðru leyti er
fræðsla veitt á stofum og móttökum lækna, en
vegna tímaskorts og álags er hætt við að þessi
þáttur verði út undan. Þannig vantar aðgengi-
legt fræðsluefni um astma. Markmið slíkrar
fræðslu er aukin þekking á eðli sjúkdómsins,
verkun og notkun astmalyfja, ásamt réttum
viðbrögðum við versnun. Höfundar telja að
meiri fjárfesting í aukinni þekkingu sjúklinga
og aðstandenda muni skila sér sem lægri út-
gjöld fyrir samfélagið.
Einnig er æskilegt að birtar verði einfaldar
leiðbeiningar fyrir lækna um meðferð astma,
aðlagaðar að íslenskum aðstæðum. Slíkar leið-
beiningar þarfnast reglulegrar endurskoðunar.
Þórarinn Gíslason, Andrés Sigvaldason