Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 16
126
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
Table III. Indications for drug prescription. Number, gender and mean age.
Number (%) Males (%) Females (%) Mean age years (±SD)
Asthma 904 (66.9) 443 (69.5) 445 (64.3) 38 (±28)
Chronic bronchitis 241 (17.8) 98 (15.4) 139 (20.1) 40 (±27)
Emphysema 144 (10.7) 74 (11.6) 69 (10.0) 65 (±17)
Cough 23 (1.7) 9 (1.4) 14 (2.0) 25 (±26)
Common cold 19 (1.4) 5 (0.8) 13 (1.9) 19 (±24)
Don’t know 20 (1.5) 8 (1.8) 12 (1.7) 32 (±24)
Total 1351 637 692 41 (±28)
Kennsla í notkun innöndunarlyfja. Alls svar-
aði 1351 þessari spurningu, af þeim höfðu 1286
(95%) fengið kennslu í notkun innöndunar-
lyfja. Flestir (84%) hjá læknum, 6,6% hjá
hjúkrunarfræðingum í úðaskóla Vífilsstaða-
spítala, 4,6% hjá öðrum hjúkrunarfræðingum,
3% hjá lyfjafræðingum og 1,9% annars staðar.
Ástœður lyfjagjafar. Spurningunni „Við
hverju fékkstu lyfin?“ svaraði 1351. Tafla III
sýnir skiptingu eftir sjúkdómsgreiningum og
einkennum og töldu langflestir (66,9%) að um
astma væri að ræða. Kynjaskipting var svipuð
við astma en fleiri konur tilgreindu langvinna
berkjubólgu (tafla III). Einstaklingar með
lungnaþembu voru elstir (65±17 ár) en þeir
sem höfðu óljósar greiningar (hósti, kvef og
veit ekki) voru yngstir. Heimilislæknar og aðrir
sérfræðingar ávísuðu í svipuðu hlutfalli, sé tek-
ið tillit til einstakra sjúkdómsgreininga.
Einkenni astmalyfjanotenda. Tveir þriðju
hlutar astmalyfjanotenda höfðu sögu um píp,
ýl eða surg fyrir brjósti síðustu 12 mánuði, sem
■ Quit smoking □ Smoker - not daily
■ Never smoked ■ Smoker - daily
Asthma Emphysema Ch. bronchitis
oftast hafði orsakað mæði og verið án kvefs
(tafla IV). Hópurinn með astma og langvinna
berkjubólgu hafði oftast vaknað vegna hósta-
kasta, en einstaklingar með lungnaþembu
höfðu oftast fengið prednisólon töflur vegna
lungnasjúkdóms á síðustu 12 mánuðum (tafla
IV).
Reykingar. Meðal allra notenda astmalyfja
16 ára og eldri reyktu 24% daglega en 5%
reyktu stundum, 34% höfðu aldrei reykt og
37% voru hættir, að meðaltali fyrir 11 árum.
Reykingavenjur og saga reyndust mismunandi
eftir sjúkdómsgreiningum eins og fram kemur
á mynd 5. Þannig voru daglegar reykingar al-
gengari hjá þeim sem höfðu langvinna berkju-
bólgu (37%) og lungnaþembu (29%) en astma-
sjúklingum (20%). Hlutfall þeirra sem aldrei
höfðu reykt var hæst meðal astmasjúklinga
(40%). Lungnaþembusjúklingar voru oftast
fyrrverandi reykingamenn (59%).
Meðferð astma. Lyfjanotkun allra astma-
sjúklinga 16 ára og eldri var athuguð sérstak-
lega. Alls var um 591 einstakling að ræða og
notuðu 93% þeirra sérhæfð beta,-adrenvirk lyf
að staðaldri, 62% innöndunarstera og 19%
teófýllín (mynd 6). Mjög fáir notuðu andkó-
línvirk lyf (2,9%) eða natríumkrómóglíkat
(1,2%).
Þegar athugað var hvaða lyf voru notuð sam-
an hjá astmasjúklingum 16 ára og eldri (mynd
6) kom í Ijós, að 31% fengu sérhæfð beta,-
adrenvirk lyf sem einlyfjameðferð og 5% tóku
innöndunarstera án þess að nota önnur astma-
lyf að staðaldri. Stærsti hópurinn (57%) fékk
sérhæfð beta2-adrenvirk lyf og innöndunar-
stera og rúmlega fimmtungur þessa hóps not-
aði einnig teófýllín. Teófýllín er þannig aðal-
lega notað sem þriðja lyf ásamt sérhæfðum
beta2-adrenvirkum lyfjum og innöndunarster-
urn. Notkun þess eins sér var hverfandi (2%).
Meðal þeirra 209 astmasjúklinga sem fengið
höfðu prednisólon meðferð á árinu 1994 voru
Fig. 5. Smoking and clinical diagnosis.