Læknablaðið - 15.02.1996, Blaðsíða 69
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82
173
HEILSUGÆSLUSTÖÐIN FOSSVOGI
BORGARSPÍTALA - 108 REYKJAVÍK
SlMI: 696780 - FAX: 696 794
Reykjavík,
Nafii sjúklings _
mun hafa veríð í rannsóknum og meðfcrð hjá þér/ykkur
Undirritaður er heimilislæknir viökomandi.
Vinsamlegast sendu mér læknabréf vegna þeirra samskipta/vistunar.
Bestu kveðjur,
Gunnar H. Guðmundsson, læknir
heilsugæslu- eða heimilislæknis
skal sérfræðingur þó ávallt
senda heilsugæslu- eða heimilis-
lækni viðkomandi læknabréf.“
Pað sem er þó sýnu alvarleg-
ast er sú staðreynd, að Sverrir
Bergmann hefur haft með ofan-
greindan sjúkling að gera á
stofu árum saman eins og fram
kemur í bréfi hans til undirrit-
aðs. Prátt fyrir það hefur hann
aldrei, ég endurtek aldrei, sent
stafkrók um sjúklinginn til mín
sem heimilislæknis sjúklingsins
uns ég sendi áðurnefnt bréf til
hans, sem vísað er til. Lækna-
bréf vegna sjúkrahúsdvalar
sjúklingsins var sent til mín
sama daginn og bréf mitt til
hans var dagsett.
Vanhæfur formaður
Læknafélags íslands?
Ég bið alla lækna að íhuga
þetta mál. Formaður LÍ, Sverrir
Bergmann, er með sértúlkun,
sem er úr lausu lofti gripin, á
viðurkenndum samskiptaregl-
um sérgreinalækna og heimilis-
lækna. Hitt er þó ámælisverðara
að hann viðurkennir í raun í
bréfinu til undirritaðs að hann
hafi brotið ákvæði í samningi
sérgreinalækna um samskipti
heimilislækna og sérfræðinga
árum saman og einnig sömu
ákvæði í siðareglum og reglu-
gerð um hlutdeild sjúkra-
tryggðra í kostnaði vegna heil-
brigðisþjónustu. Sérgreina-
lækninum Sverri Bergmann ber
skylda til þess að kanna hjá
sjúklingnum, sem til hans leitar
án tilvísunar, hver sé heimilis-
læknir sjúklingsins. Hann hlaut
því að vita hver væri heimilis-
læknirinn og átti fyrir löngu að
vera búinn að senda upplýsing-
ar, sem hann hefur aldrei gert.
Heimilislæknirinn á ekki að
þurfa að standa í sérstökum
bréfaskriftum til þess að afla
þessara upplýsinga eins og gerð-
ist í þessu tilviki.
Ég nefndi það í Morgun-
blaðsgrein á síðasta ári að ég
teldi Sverri Bergmann ekki hæf-
an til að gegna starfi formanns
LI. Eftir þessa uppákomu stend
ég enn við þá fullyrðingu. Þessi
maður er ekki hæfur til að vera
sameiningartákn allra lækna.
Hann er auk þess ekki hæfur til
þess að gæta hagsmuna heimil-
islækna. Hann telur sig ekki
þurfa að fara eftir viðurkennd-
um samkiptareglum milli
lækna. Hann hefur sína eigin
túlkun á þessum samskiptaregl-
um og skellir greinilega skolla-
eyrum við þeim ákvæðum og
reglugerðum, sem LÍ er aðili að
og hann sem formaður á að gæta
að staðið sé við. Pað hlýtur að
vera eðlileg krafa að formaður
LI sé öðrum læknum til fyrir-
myndar í starfi sínu sem læknir
enda er það satt sem máltækið
segir - eftir höfðinu dansa lim-
irnir.
Ljóst er samkvæmt ofan-
sögðu að Sverrir Bergmann þarf
alvarlega að hugsa um stöðu
sína sem formaður LÍ. Hann
verður að standa undirrituðum
og öðrum félagsmönnum í LÍ
reikningsskil í þessu máli.
Garðabæ 14. janúar 1996
Gunnar Helgi Guðmundsson
læknir
Greinar í umræðu- og fréttahluta birtast á ábyrgð höfunda.
Ritstjórn beinir þeim tilmælum til höfunda að þeir gæti hófs í
framsetningu máls síns.