Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.02.1996, Qupperneq 69

Læknablaðið - 15.02.1996, Qupperneq 69
LÆKNABLAÐIÐ 1996; 82 173 HEILSUGÆSLUSTÖÐIN FOSSVOGI BORGARSPÍTALA - 108 REYKJAVÍK SlMI: 696780 - FAX: 696 794 Reykjavík, Nafii sjúklings _ mun hafa veríð í rannsóknum og meðfcrð hjá þér/ykkur Undirritaður er heimilislæknir viökomandi. Vinsamlegast sendu mér læknabréf vegna þeirra samskipta/vistunar. Bestu kveðjur, Gunnar H. Guðmundsson, læknir heilsugæslu- eða heimilislæknis skal sérfræðingur þó ávallt senda heilsugæslu- eða heimilis- lækni viðkomandi læknabréf.“ Pað sem er þó sýnu alvarleg- ast er sú staðreynd, að Sverrir Bergmann hefur haft með ofan- greindan sjúkling að gera á stofu árum saman eins og fram kemur í bréfi hans til undirrit- aðs. Prátt fyrir það hefur hann aldrei, ég endurtek aldrei, sent stafkrók um sjúklinginn til mín sem heimilislæknis sjúklingsins uns ég sendi áðurnefnt bréf til hans, sem vísað er til. Lækna- bréf vegna sjúkrahúsdvalar sjúklingsins var sent til mín sama daginn og bréf mitt til hans var dagsett. Vanhæfur formaður Læknafélags íslands? Ég bið alla lækna að íhuga þetta mál. Formaður LÍ, Sverrir Bergmann, er með sértúlkun, sem er úr lausu lofti gripin, á viðurkenndum samskiptaregl- um sérgreinalækna og heimilis- lækna. Hitt er þó ámælisverðara að hann viðurkennir í raun í bréfinu til undirritaðs að hann hafi brotið ákvæði í samningi sérgreinalækna um samskipti heimilislækna og sérfræðinga árum saman og einnig sömu ákvæði í siðareglum og reglu- gerð um hlutdeild sjúkra- tryggðra í kostnaði vegna heil- brigðisþjónustu. Sérgreina- lækninum Sverri Bergmann ber skylda til þess að kanna hjá sjúklingnum, sem til hans leitar án tilvísunar, hver sé heimilis- læknir sjúklingsins. Hann hlaut því að vita hver væri heimilis- læknirinn og átti fyrir löngu að vera búinn að senda upplýsing- ar, sem hann hefur aldrei gert. Heimilislæknirinn á ekki að þurfa að standa í sérstökum bréfaskriftum til þess að afla þessara upplýsinga eins og gerð- ist í þessu tilviki. Ég nefndi það í Morgun- blaðsgrein á síðasta ári að ég teldi Sverri Bergmann ekki hæf- an til að gegna starfi formanns LI. Eftir þessa uppákomu stend ég enn við þá fullyrðingu. Þessi maður er ekki hæfur til að vera sameiningartákn allra lækna. Hann er auk þess ekki hæfur til þess að gæta hagsmuna heimil- islækna. Hann telur sig ekki þurfa að fara eftir viðurkennd- um samkiptareglum milli lækna. Hann hefur sína eigin túlkun á þessum samskiptaregl- um og skellir greinilega skolla- eyrum við þeim ákvæðum og reglugerðum, sem LÍ er aðili að og hann sem formaður á að gæta að staðið sé við. Pað hlýtur að vera eðlileg krafa að formaður LI sé öðrum læknum til fyrir- myndar í starfi sínu sem læknir enda er það satt sem máltækið segir - eftir höfðinu dansa lim- irnir. Ljóst er samkvæmt ofan- sögðu að Sverrir Bergmann þarf alvarlega að hugsa um stöðu sína sem formaður LÍ. Hann verður að standa undirrituðum og öðrum félagsmönnum í LÍ reikningsskil í þessu máli. Garðabæ 14. janúar 1996 Gunnar Helgi Guðmundsson læknir Greinar í umræðu- og fréttahluta birtast á ábyrgð höfunda. Ritstjórn beinir þeim tilmælum til höfunda að þeir gæti hófs í framsetningu máls síns.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.